Lehmann keypti „Invincibles“ nafnið eftir að Arsenal sofnaði á verðinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2024 11:30 Jens Lehmann fagnar Englandsmeistaratitlinum 2004 með Ray Parlour. Getty/Stuart MacFarlane Jens Lehmann, fyrrum markvörður Arsenal, er nú eigandi „Invincibles“ nafnsins sem er gælunafn Arsenal liðsins frá 2003-04 tímabilinu. Lehmann keypti einkaréttinn á nafninu fyrir þrjátíu þúsund pund eða 5,3 milljónir íslenskra króna. Lehmann er að setja upp fyrirtæki í tenglum við eignarhald sitt á „Invincibles“ og segist bæði hafa stuðning leikmanna „Invincibles“ liðsins sem og knattspyrnustjórans Arsene Wenger. Arsenal varð enskur meistari tímabilið 2003-04 eftir að hafa taplaust í gegnum alla deildarkeppnina. Það hafði ekki gerst í ensku deildinni síðan 1888–89 (Preston North End) og hefur ekki gerst aftur síðan. Arsenal sofnaði á verðinum og taldi sig hafa rétt á nafninu eftir að hafa skráð það áður. Nú er tuttugu ára afmæli þessa titils og mikið í gangi því tengdu. Lehmann segir að heimildarmynd, æfingaferð til Bandaríkjanna og leikur gegn goðsögnum Manchester United komi til greina en segist að allur ágóði muni fara til góðgerðamála. „Ég fékk hugmyndina af því að „Invincibles“ nafnið verður alltaf vinsælla og vinsælla eftir að styttist í tuttugu ára afmælið,“ sagði Lehmann við Daily Mail en Guardian segir frá. „Enginn átti nafnið og ég var að skoða þetta. Ég vildi tryggja okkar hóp nafnaréttinn þannig að allir sem nota það í leyfisleysi væru að misnota okkar vörumerki,“ sagði Lehmann. „Þetta kom félaginu líklega aðeins á óvart af því að það datt engum þar í hug að tryggja sér nafnaréttinn. Félagið veit alla vega núna að það er verið að stýra notkun þess,“ sagði Lehmann. Lehmann var markvörður Arsenal frá 2003 til 2008. Tímabilið 2003-04 var hans fyrsta hjá félaginu en hann leysti þar af goðsögnina David Seaman. Lehman fékk aðeins á sig 26 mörk og hélt marki sínu hreinu í fimmtán leikjum af 38. View this post on Instagram A post shared by VERSUS (@versus) Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Lehmann keypti einkaréttinn á nafninu fyrir þrjátíu þúsund pund eða 5,3 milljónir íslenskra króna. Lehmann er að setja upp fyrirtæki í tenglum við eignarhald sitt á „Invincibles“ og segist bæði hafa stuðning leikmanna „Invincibles“ liðsins sem og knattspyrnustjórans Arsene Wenger. Arsenal varð enskur meistari tímabilið 2003-04 eftir að hafa taplaust í gegnum alla deildarkeppnina. Það hafði ekki gerst í ensku deildinni síðan 1888–89 (Preston North End) og hefur ekki gerst aftur síðan. Arsenal sofnaði á verðinum og taldi sig hafa rétt á nafninu eftir að hafa skráð það áður. Nú er tuttugu ára afmæli þessa titils og mikið í gangi því tengdu. Lehmann segir að heimildarmynd, æfingaferð til Bandaríkjanna og leikur gegn goðsögnum Manchester United komi til greina en segist að allur ágóði muni fara til góðgerðamála. „Ég fékk hugmyndina af því að „Invincibles“ nafnið verður alltaf vinsælla og vinsælla eftir að styttist í tuttugu ára afmælið,“ sagði Lehmann við Daily Mail en Guardian segir frá. „Enginn átti nafnið og ég var að skoða þetta. Ég vildi tryggja okkar hóp nafnaréttinn þannig að allir sem nota það í leyfisleysi væru að misnota okkar vörumerki,“ sagði Lehmann. „Þetta kom félaginu líklega aðeins á óvart af því að það datt engum þar í hug að tryggja sér nafnaréttinn. Félagið veit alla vega núna að það er verið að stýra notkun þess,“ sagði Lehmann. Lehmann var markvörður Arsenal frá 2003 til 2008. Tímabilið 2003-04 var hans fyrsta hjá félaginu en hann leysti þar af goðsögnina David Seaman. Lehman fékk aðeins á sig 26 mörk og hélt marki sínu hreinu í fimmtán leikjum af 38. View this post on Instagram A post shared by VERSUS (@versus)
Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira