Lehmann keypti „Invincibles“ nafnið eftir að Arsenal sofnaði á verðinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2024 11:30 Jens Lehmann fagnar Englandsmeistaratitlinum 2004 með Ray Parlour. Getty/Stuart MacFarlane Jens Lehmann, fyrrum markvörður Arsenal, er nú eigandi „Invincibles“ nafnsins sem er gælunafn Arsenal liðsins frá 2003-04 tímabilinu. Lehmann keypti einkaréttinn á nafninu fyrir þrjátíu þúsund pund eða 5,3 milljónir íslenskra króna. Lehmann er að setja upp fyrirtæki í tenglum við eignarhald sitt á „Invincibles“ og segist bæði hafa stuðning leikmanna „Invincibles“ liðsins sem og knattspyrnustjórans Arsene Wenger. Arsenal varð enskur meistari tímabilið 2003-04 eftir að hafa taplaust í gegnum alla deildarkeppnina. Það hafði ekki gerst í ensku deildinni síðan 1888–89 (Preston North End) og hefur ekki gerst aftur síðan. Arsenal sofnaði á verðinum og taldi sig hafa rétt á nafninu eftir að hafa skráð það áður. Nú er tuttugu ára afmæli þessa titils og mikið í gangi því tengdu. Lehmann segir að heimildarmynd, æfingaferð til Bandaríkjanna og leikur gegn goðsögnum Manchester United komi til greina en segist að allur ágóði muni fara til góðgerðamála. „Ég fékk hugmyndina af því að „Invincibles“ nafnið verður alltaf vinsælla og vinsælla eftir að styttist í tuttugu ára afmælið,“ sagði Lehmann við Daily Mail en Guardian segir frá. „Enginn átti nafnið og ég var að skoða þetta. Ég vildi tryggja okkar hóp nafnaréttinn þannig að allir sem nota það í leyfisleysi væru að misnota okkar vörumerki,“ sagði Lehmann. „Þetta kom félaginu líklega aðeins á óvart af því að það datt engum þar í hug að tryggja sér nafnaréttinn. Félagið veit alla vega núna að það er verið að stýra notkun þess,“ sagði Lehmann. Lehmann var markvörður Arsenal frá 2003 til 2008. Tímabilið 2003-04 var hans fyrsta hjá félaginu en hann leysti þar af goðsögnina David Seaman. Lehman fékk aðeins á sig 26 mörk og hélt marki sínu hreinu í fimmtán leikjum af 38. View this post on Instagram A post shared by VERSUS (@versus) Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira
Lehmann keypti einkaréttinn á nafninu fyrir þrjátíu þúsund pund eða 5,3 milljónir íslenskra króna. Lehmann er að setja upp fyrirtæki í tenglum við eignarhald sitt á „Invincibles“ og segist bæði hafa stuðning leikmanna „Invincibles“ liðsins sem og knattspyrnustjórans Arsene Wenger. Arsenal varð enskur meistari tímabilið 2003-04 eftir að hafa taplaust í gegnum alla deildarkeppnina. Það hafði ekki gerst í ensku deildinni síðan 1888–89 (Preston North End) og hefur ekki gerst aftur síðan. Arsenal sofnaði á verðinum og taldi sig hafa rétt á nafninu eftir að hafa skráð það áður. Nú er tuttugu ára afmæli þessa titils og mikið í gangi því tengdu. Lehmann segir að heimildarmynd, æfingaferð til Bandaríkjanna og leikur gegn goðsögnum Manchester United komi til greina en segist að allur ágóði muni fara til góðgerðamála. „Ég fékk hugmyndina af því að „Invincibles“ nafnið verður alltaf vinsælla og vinsælla eftir að styttist í tuttugu ára afmælið,“ sagði Lehmann við Daily Mail en Guardian segir frá. „Enginn átti nafnið og ég var að skoða þetta. Ég vildi tryggja okkar hóp nafnaréttinn þannig að allir sem nota það í leyfisleysi væru að misnota okkar vörumerki,“ sagði Lehmann. „Þetta kom félaginu líklega aðeins á óvart af því að það datt engum þar í hug að tryggja sér nafnaréttinn. Félagið veit alla vega núna að það er verið að stýra notkun þess,“ sagði Lehmann. Lehmann var markvörður Arsenal frá 2003 til 2008. Tímabilið 2003-04 var hans fyrsta hjá félaginu en hann leysti þar af goðsögnina David Seaman. Lehman fékk aðeins á sig 26 mörk og hélt marki sínu hreinu í fimmtán leikjum af 38. View this post on Instagram A post shared by VERSUS (@versus)
Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira