Fimm ára bið á enda hjá Norris Aron Guðmundsson skrifar 6. maí 2024 10:00 Lando Norris með sigurverðlaun sín í Miami Vísir/Getty Fimm ára bið breska ökuþórsins Lando Norris eftir sigri í Formúlu 1 mótaröðinni lauk í gær er hann bar sigur úr býtum í Miami kappakstrinum. Sterkt svar frá Norris sem hafði fengið á baukinn frá gagnrýnendum. Það tók Norris, ökumann McLaren, 110 keppnir að landa fyrsta sigrinum í Formúlu 1. Hann er svo sannarlega vel að því kominn því þótt að sigrarnir hafi látið á sér standa efaðist enginn um það að Norris myndi á einhverjum tímapunkti á sínum ökumannsferli standa á efsta þrepi verðlaunapallsins. Norris er sá ökumaður sem hafði oftast staðið á verðlaunapallinum í Formúlu 1 mótaröðinni án þess að vinna keppni, fimmtán sinnum alls, en ljóst nú að hann fer ekki að bæta við tilfellum við það met. Stuðningsfólk annarra liða var komið í þann gír að hæðast að Norris fyrir þá staðreynd að hann hafði aldrei unnið kappakstur. Myndbönd af slíku aðkasti, þar sem að hróp voru gerð að Norris, höfðu birst á samfélagsmiðlum. Óhætt er að segja að Bretinn ungi hafi upplifað algjöra geðshræringu er sigurinn var í höfn. Svarað gagnrýnendum sínum. „Ég veit ekki alveg hvaða tilfinningum ég er að finna fyrir. Glaður, stoltur,“ sagði Norris. „Tilfinningin litast af því hversu löng biðin hefur verið eftir þessum fyrsta sigri. Ég hef fengið góð tækifæri áður. Við höfum færst nær og nær sigrinum. Einhvern veginn hafði þetta ekki gengið upp hjá okkur þar til núna. Það small allt saman.“ Af þeim 776 ökuþórum sem hafa hafið kappakstur í sögu Formúlu 1 hefur aðeins 114 þeirra tekist að tryggja sér sigur í keppni á vegum mótaraðarinnar. Lewis Hamilton, samlandi, Norris, er sá ökuþór sem unnið hefur flestar keppnir. Þær telja alls 103 og á eftir honum kemur svo þýska goðsögnin Michael Schumacher með 91 sigra. Þá eru það breskir ökuþórar sem hafa verið sigursælastir í keppnum á vegum Formúlu 1 með alls 309 sigra. Þjóðverjar koma svo á eftir þeim með 179 sigra. Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Það tók Norris, ökumann McLaren, 110 keppnir að landa fyrsta sigrinum í Formúlu 1. Hann er svo sannarlega vel að því kominn því þótt að sigrarnir hafi látið á sér standa efaðist enginn um það að Norris myndi á einhverjum tímapunkti á sínum ökumannsferli standa á efsta þrepi verðlaunapallsins. Norris er sá ökumaður sem hafði oftast staðið á verðlaunapallinum í Formúlu 1 mótaröðinni án þess að vinna keppni, fimmtán sinnum alls, en ljóst nú að hann fer ekki að bæta við tilfellum við það met. Stuðningsfólk annarra liða var komið í þann gír að hæðast að Norris fyrir þá staðreynd að hann hafði aldrei unnið kappakstur. Myndbönd af slíku aðkasti, þar sem að hróp voru gerð að Norris, höfðu birst á samfélagsmiðlum. Óhætt er að segja að Bretinn ungi hafi upplifað algjöra geðshræringu er sigurinn var í höfn. Svarað gagnrýnendum sínum. „Ég veit ekki alveg hvaða tilfinningum ég er að finna fyrir. Glaður, stoltur,“ sagði Norris. „Tilfinningin litast af því hversu löng biðin hefur verið eftir þessum fyrsta sigri. Ég hef fengið góð tækifæri áður. Við höfum færst nær og nær sigrinum. Einhvern veginn hafði þetta ekki gengið upp hjá okkur þar til núna. Það small allt saman.“ Af þeim 776 ökuþórum sem hafa hafið kappakstur í sögu Formúlu 1 hefur aðeins 114 þeirra tekist að tryggja sér sigur í keppni á vegum mótaraðarinnar. Lewis Hamilton, samlandi, Norris, er sá ökuþór sem unnið hefur flestar keppnir. Þær telja alls 103 og á eftir honum kemur svo þýska goðsögnin Michael Schumacher með 91 sigra. Þá eru það breskir ökuþórar sem hafa verið sigursælastir í keppnum á vegum Formúlu 1 með alls 309 sigra. Þjóðverjar koma svo á eftir þeim með 179 sigra.
Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira