Þriðji sigurinn í röð og daumurinn um Evrópu­sæti lifir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Raheem Sterling skoraði annað mark Chelsea  í dag.
Raheem Sterling skoraði annað mark Chelsea  í dag. Michael Regan/Getty Images

Chelsea vann mikilvægan 3-2 endurkomusigur er liðið heimsótti Nottingham Forest í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Liðin eru í harðri baráttu á sitt hvorum enda töflunnar fyrir lokaumferðir ensku úrvalsdeildarinnar og þurftu því bæði á sigri að halda. Með sigri gat Chelsea haldið von sinni um Evrópusæti á lífi, en stig hefði dugað Forest til að endanlega tryggja áframhaldandi veru í ensku úrvalsdeildinni.

Það voru gestirnir í Chelsea sem tóku forystuna strax á áttundu mínútu þegar Mykhailo Mudryk kom boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Cole Palmer áður en Willy Boly jafnaði metin átta mínútum síðar þegar hann skallaði aukaspyrnu Morgan Gibbs-White í netið.

Gibbs-White var svo aftur á ferðinni þegar hann lagði upp fyrir fyrrverandi Chelsea-mannin Callum Hudson-Odoi á 75. mínútu, en Raheem Sterling jafnaði metin fyrir gestina stuttu síðar.

Það var svo Nicolas Jackson sem tryggði gestunum mikilvægan 3-2 sigur með marki á 82. mínútu ogChelsea heldur því enn í vonina um Evrópusæti. Liðið situr nú í sjöunda sæti með 57 stig þegar tvær umferðir eru eftir, jafn mörg og Newcastle sem situr í sjötta sæti og sex stigum minna en Tottenham sem situr í því fimmta.

Nottingham Forest situr hins vegar í 17. sæti með 29 stig, þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið. Liðin í neðri helmingnum eiga þó aðeins eina umferð eftir og Forest er með mun betri markatölu en Luton, sem er eina liðið sem getur náð þeim.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira