Þriðji sigurinn í röð og daumurinn um Evrópusæti lifir Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. maí 2024 16:00 Raheem Sterling skoraði annað mark Chelsea í dag. Michael Regan/Getty Images Chelsea vann mikilvægan 3-2 endurkomusigur er liðið heimsótti Nottingham Forest í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðin eru í harðri baráttu á sitt hvorum enda töflunnar fyrir lokaumferðir ensku úrvalsdeildarinnar og þurftu því bæði á sigri að halda. Með sigri gat Chelsea haldið von sinni um Evrópusæti á lífi, en stig hefði dugað Forest til að endanlega tryggja áframhaldandi veru í ensku úrvalsdeildinni. Það voru gestirnir í Chelsea sem tóku forystuna strax á áttundu mínútu þegar Mykhailo Mudryk kom boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Cole Palmer áður en Willy Boly jafnaði metin átta mínútum síðar þegar hann skallaði aukaspyrnu Morgan Gibbs-White í netið. Gibbs-White var svo aftur á ferðinni þegar hann lagði upp fyrir fyrrverandi Chelsea-mannin Callum Hudson-Odoi á 75. mínútu, en Raheem Sterling jafnaði metin fyrir gestina stuttu síðar. Það var svo Nicolas Jackson sem tryggði gestunum mikilvægan 3-2 sigur með marki á 82. mínútu ogChelsea heldur því enn í vonina um Evrópusæti. Liðið situr nú í sjöunda sæti með 57 stig þegar tvær umferðir eru eftir, jafn mörg og Newcastle sem situr í sjötta sæti og sex stigum minna en Tottenham sem situr í því fimmta. Nottingham Forest situr hins vegar í 17. sæti með 29 stig, þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið. Liðin í neðri helmingnum eiga þó aðeins eina umferð eftir og Forest er með mun betri markatölu en Luton, sem er eina liðið sem getur náð þeim. Enski boltinn
Chelsea vann mikilvægan 3-2 endurkomusigur er liðið heimsótti Nottingham Forest í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðin eru í harðri baráttu á sitt hvorum enda töflunnar fyrir lokaumferðir ensku úrvalsdeildarinnar og þurftu því bæði á sigri að halda. Með sigri gat Chelsea haldið von sinni um Evrópusæti á lífi, en stig hefði dugað Forest til að endanlega tryggja áframhaldandi veru í ensku úrvalsdeildinni. Það voru gestirnir í Chelsea sem tóku forystuna strax á áttundu mínútu þegar Mykhailo Mudryk kom boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Cole Palmer áður en Willy Boly jafnaði metin átta mínútum síðar þegar hann skallaði aukaspyrnu Morgan Gibbs-White í netið. Gibbs-White var svo aftur á ferðinni þegar hann lagði upp fyrir fyrrverandi Chelsea-mannin Callum Hudson-Odoi á 75. mínútu, en Raheem Sterling jafnaði metin fyrir gestina stuttu síðar. Það var svo Nicolas Jackson sem tryggði gestunum mikilvægan 3-2 sigur með marki á 82. mínútu ogChelsea heldur því enn í vonina um Evrópusæti. Liðið situr nú í sjöunda sæti með 57 stig þegar tvær umferðir eru eftir, jafn mörg og Newcastle sem situr í sjötta sæti og sex stigum minna en Tottenham sem situr í því fimmta. Nottingham Forest situr hins vegar í 17. sæti með 29 stig, þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið. Liðin í neðri helmingnum eiga þó aðeins eina umferð eftir og Forest er með mun betri markatölu en Luton, sem er eina liðið sem getur náð þeim.