United skemmdi kveðjupartý De Zerbi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. maí 2024 14:30 Rasmus Højlund skoraði seinna mark United í dag. Michael Steele/Getty Images Manchester United vann 2-0 útisigur er liðið heimsótti Brighton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Þetta var síðasti leikur Roberto De Zerbi sem knattspyrnustjóri Brighton. Ekki er hægt að segja að heimamenn í Brighton hafi ekki fengið færin til að brjóta ísinn í leik dagsins, en fyrsta markið leit ekki dagsins ljós fyrr en á 73. mínútu þegar Diogo Dalot kom boltanum í netið fyrir gestina með góðu skoti. Það var svo danski framherjinn Rasmus Højlund sem gulltryggði sigur United með marki á 88. mínútu og þar við sat. Niðurstaðan því 2-0 sigur Manchester United sem endar tímabilið í áttunda sæti deildarinnar með 60 stig, tólf stigum meira en Brighton sem hafnaði í ellefta sæti. Enski boltinn
Manchester United vann 2-0 útisigur er liðið heimsótti Brighton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Þetta var síðasti leikur Roberto De Zerbi sem knattspyrnustjóri Brighton. Ekki er hægt að segja að heimamenn í Brighton hafi ekki fengið færin til að brjóta ísinn í leik dagsins, en fyrsta markið leit ekki dagsins ljós fyrr en á 73. mínútu þegar Diogo Dalot kom boltanum í netið fyrir gestina með góðu skoti. Það var svo danski framherjinn Rasmus Højlund sem gulltryggði sigur United með marki á 88. mínútu og þar við sat. Niðurstaðan því 2-0 sigur Manchester United sem endar tímabilið í áttunda sæti deildarinnar með 60 stig, tólf stigum meira en Brighton sem hafnaði í ellefta sæti.