Rashford líka skilinn eftir heima Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2024 12:37 Marcus Rashford átti erfitt tímabil með Manchester United og horfir á EM heima í stofu í sumar. Getty/Simon Stacpoole Marcus Rashford verður ekki með enska landsliðinu á Evrópumótinu í fótbolta í Þýskalandi í sumar. Enskir fjölmiðlar segja frá því að Gareth Southgate ætli að skilja sóknarmanninn eftir heima. Þessi 26 ára gamli framherji Manchester United hefur ekki fundið sig á þessu tímabili og var bara með sjö mörk og tvær stoðsendingar í 33 deildarleikjum í vetur. Það hefur gengið á ýmsu innan sem utan vallar hjá Rashford á þessari leiktíð. Einn besti leikmaður Englendinga á HM í Katar 2022 fær því ekki tækifæri til að klæðast enska landsliðsbúningnum á stóra sviðinu í sumar. Southgate landsliðsþjálfari mun tilkynna æfingahópinn sinn í dag en erlendir fjölmiðlar hafa komist yfir vitneskju um hópinn. Fyrr í dag kom í ljós að miðjumaðurinn Jordan Henderson verður ekki í hópnum ekki frekar en vængmaðurinn Raheem Sterling. Jarrad Branthwaite, Curtis Jones, Jarell Quansah og Adam Wharton eru aftur á móti allir í hópnum en enginn þeirra hefur spilað landsleik. Branthwaite er 21 árs miðvörður Everton, Quansah er 21 árs miðvörður Liverpool, Jones er 23 ára miðjumaður Liverpool og Wharton er 20 ára leikmaður Crystal Palace. Liðsfélagar Wharton hjá Palace, Eberechi Eze, Marc Guehi og Dean Henderson, eru allir sagðir vera í hópnum. Þar eru líka Levi Colwill, miðvörður Chelsea, Jarrod Bowen, framherji West Ham og James Trafford, markvörður Burnley. Kobbie Mainoo, miðjumaður Manchester United, Jack Grealish, kantmaður Manchester City og Ivan Toney, framherji Brentford eru líka allir í hópnum samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Lokahópurinn verður skipaður 26 leikmönnum en lokafrestur til að tilkynna hann inn til UEFA er á miðnætti 7. júní. Enska landsliðið kemur saman 29. maí og spilar síðan vináttulandsleiki við Bosníu 3. júní og við Ísland 7. júni. Hér fyrir neðan má sjá hópinn en hann telur 33 leikmenn. Sjö þeirra fara því ekki með á EM. Gareth Southgate has named his 33-man squad for forthcoming friendlies against Bosnia and Herzegovina and Iceland 👥📝🏴 England will then announce their final 26-man squad for Euro 2024 on June 8th. pic.twitter.com/eK4mWHdCgL— BBC Sport (@BBCSport) May 21, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður Sjá meira
Þessi 26 ára gamli framherji Manchester United hefur ekki fundið sig á þessu tímabili og var bara með sjö mörk og tvær stoðsendingar í 33 deildarleikjum í vetur. Það hefur gengið á ýmsu innan sem utan vallar hjá Rashford á þessari leiktíð. Einn besti leikmaður Englendinga á HM í Katar 2022 fær því ekki tækifæri til að klæðast enska landsliðsbúningnum á stóra sviðinu í sumar. Southgate landsliðsþjálfari mun tilkynna æfingahópinn sinn í dag en erlendir fjölmiðlar hafa komist yfir vitneskju um hópinn. Fyrr í dag kom í ljós að miðjumaðurinn Jordan Henderson verður ekki í hópnum ekki frekar en vængmaðurinn Raheem Sterling. Jarrad Branthwaite, Curtis Jones, Jarell Quansah og Adam Wharton eru aftur á móti allir í hópnum en enginn þeirra hefur spilað landsleik. Branthwaite er 21 árs miðvörður Everton, Quansah er 21 árs miðvörður Liverpool, Jones er 23 ára miðjumaður Liverpool og Wharton er 20 ára leikmaður Crystal Palace. Liðsfélagar Wharton hjá Palace, Eberechi Eze, Marc Guehi og Dean Henderson, eru allir sagðir vera í hópnum. Þar eru líka Levi Colwill, miðvörður Chelsea, Jarrod Bowen, framherji West Ham og James Trafford, markvörður Burnley. Kobbie Mainoo, miðjumaður Manchester United, Jack Grealish, kantmaður Manchester City og Ivan Toney, framherji Brentford eru líka allir í hópnum samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Lokahópurinn verður skipaður 26 leikmönnum en lokafrestur til að tilkynna hann inn til UEFA er á miðnætti 7. júní. Enska landsliðið kemur saman 29. maí og spilar síðan vináttulandsleiki við Bosníu 3. júní og við Ísland 7. júni. Hér fyrir neðan má sjá hópinn en hann telur 33 leikmenn. Sjö þeirra fara því ekki með á EM. Gareth Southgate has named his 33-man squad for forthcoming friendlies against Bosnia and Herzegovina and Iceland 👥📝🏴 England will then announce their final 26-man squad for Euro 2024 on June 8th. pic.twitter.com/eK4mWHdCgL— BBC Sport (@BBCSport) May 21, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður Sjá meira