Jökull nýr framkvæmdastjóri Rafíþróttasambands Íslands Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. maí 2024 22:16 Jókull Jóhannsson hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri RÍSÍ sem hefur meðal annars staðið fyrir Ljósleiðaradeildinni og Stórmeistaramótinu í Counter-Strike. Jökull Jóhannson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Rafíþróttasambands Íslands. Hann hefur nú þegar hafið störf hjá sambandinu. Jökull fyrrum atvinnumaður í rafíþróttum og spilaði hann fyrir enska liðið Fnatic í leiknum Hearthstone á sínum tíma. Rafíþróttasamband Íslands, eða RÍSÍ, er samband rafíþrótta- og íþróttafélaga, og er stærsti mótshaldari á Íslandi á sviði rafíþrótta. „Það er virkilega ánægjulegt að ganga til liðs við RÍSÍ og það frábæra starfs sem sambandið hefur unnið undanfarin ár. Ég sé mikil tækifæri í rafíþróttum og hlakka til að taka þátt í því að styðja við aukinn vöxt þeirra á Íslandi,“ segir Jökull í tilkynningu RÍSÍ. Jökull kemur til RÍSÍ frá sérhæfða sjóðnum Spakur Invest hf. þar sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri, en sjóðurinn fjárfestir í erlendum hlutabréfum. Hefur Jökull síðastliðin sex ár starfað við fjárfestingar og fyrirtækjaráðgjöf. „Við bjóðum Jökul hjartanlega velkominn og hlökkum til samstarfsins. Ég er viss um að saman með Jökli og öllu hinu frábæra fólkinu sem kemur að starfsemi RÍSÍ munum við ná enn meiri árangri” segir Kári Björnsson, stjórnarformaður RÍSÍ. Jökull útskrifaðist með M.Sc. gráðu í nýsköpun og viðskiptaþróun við Háskóla Íslands. Þá er hann með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla. Rafíþróttir Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti
Jökull fyrrum atvinnumaður í rafíþróttum og spilaði hann fyrir enska liðið Fnatic í leiknum Hearthstone á sínum tíma. Rafíþróttasamband Íslands, eða RÍSÍ, er samband rafíþrótta- og íþróttafélaga, og er stærsti mótshaldari á Íslandi á sviði rafíþrótta. „Það er virkilega ánægjulegt að ganga til liðs við RÍSÍ og það frábæra starfs sem sambandið hefur unnið undanfarin ár. Ég sé mikil tækifæri í rafíþróttum og hlakka til að taka þátt í því að styðja við aukinn vöxt þeirra á Íslandi,“ segir Jökull í tilkynningu RÍSÍ. Jökull kemur til RÍSÍ frá sérhæfða sjóðnum Spakur Invest hf. þar sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri, en sjóðurinn fjárfestir í erlendum hlutabréfum. Hefur Jökull síðastliðin sex ár starfað við fjárfestingar og fyrirtækjaráðgjöf. „Við bjóðum Jökul hjartanlega velkominn og hlökkum til samstarfsins. Ég er viss um að saman með Jökli og öllu hinu frábæra fólkinu sem kemur að starfsemi RÍSÍ munum við ná enn meiri árangri” segir Kári Björnsson, stjórnarformaður RÍSÍ. Jökull útskrifaðist með M.Sc. gráðu í nýsköpun og viðskiptaþróun við Háskóla Íslands. Þá er hann með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla.
Rafíþróttir Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti