„Fullt af mistökum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2024 10:00 Jóhann Berg Guðmundsson með knattspyrnustjóranum Vincent Kompany eftir 4-1 sigur Burnley á Sheffield United. Getty/Rich Linley Fjölmörg mistök voru gerð á nýlokinni leiktíð hjá Burnley að mati Jóhanns Berg Guðmundssonar sem féll með liðinu á dögunum. Segja má að menningarbylting hafi átti sér stað hjá félaginu síðustu misseri. Vincent Kompany stýrði Burnley upp í úrvalsdeildina síðasta vor og hafði þá gert miklar breytingar á leikmannahópi liðsins. Bætt var enn frekar í síðasta sumar þar sem fimmtán leikmenn voru fengnir til liðsins fyrir meira en hundrað milljónir punda. Jóhann Berg segir í samtali við Val Pál Eiríksson að margt hafa mátt betur fara. Viðskiptamódelið er hjá Burnley „Það er fullt af mistökum sem klárlega hafa verið gerð. Auðvitað mikið af leikmönnum keyptir og mjög margir sem hafa ekki spilað í þessari deild,“ sagði Jóhann Berg. „Það er eins og viðskiptamódelið er hjá Burnley. Það er að reyna að kaupa yngri leikmenn og reyna síðan að selja þá. Auðvitað skilar það ekki alltaf árangri sem við höfum náð síðustu ár,“ sagði Jóhann. Jóhann Berg Guðmundsson þakkar stuðningsmönnum Burnley eftir síðasta leikinn sinn með félaginu.Getty/Nathan Stirk „Undanfarin ár hjá Burnley í ensku úrvalsdeildinni þá hefur þetta verið borið upp af eldri leikmönnum og flestir frá Englandi eða Írlandi sem vita hvað þetta snýst um,“ sagði Jóhann. Mjög erfitt að læra í þessari deild „Það er mjög erfitt að læra í þessari deild og ég held að klúbburinn og þjálfarinn hafi gert mistök. Vonandi læra þeir af því og næst þegar þeir komast upp gera þeir enn betur en í ár. Auðvitað vitum við að þetta var hreinlega ekki nógu gott,“ sagði Jóhann. Leikmannahópur Burnley er umtalsvert fjölþjóðlegri en hann var fyrir örfáum árum þegar Burnley, undir stjórn Sean Dyche, var að mestu skipað breskum leikmönnum og Jóhann á meðal örfárra ættaða utan Bretlandseyja. En hvernig hefur verið að upplifa þessa miklu kúlturbreytingu? „Þetta hefur verið svolítið öðruvísi. Klefinn var áður fyrr með Bretum og það var mikill húmor og einhvern veginn allt öðruvísi. Núna í dag þá eru þetta yngri leikmenn og mikið af leikmönnum sem tala frönsku, Belgar og Frakkar. Þetta er allt öðruvísi,“ sagði Jóhann. Vantaði liðsanda „Það vantaði smá þennan liðsanda. Það var ekki eins og þetta var áður og eitthvað sem við gömlu leikmennirnir höfum ekki þurft að glíma við áður. Það hafa allir verið á sama báti og verið í þessu saman en það var öðruvísi kúltúr núna sem við þurftum að venjast,“ sagði Jóhann. Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Vincent Kompany stýrði Burnley upp í úrvalsdeildina síðasta vor og hafði þá gert miklar breytingar á leikmannahópi liðsins. Bætt var enn frekar í síðasta sumar þar sem fimmtán leikmenn voru fengnir til liðsins fyrir meira en hundrað milljónir punda. Jóhann Berg segir í samtali við Val Pál Eiríksson að margt hafa mátt betur fara. Viðskiptamódelið er hjá Burnley „Það er fullt af mistökum sem klárlega hafa verið gerð. Auðvitað mikið af leikmönnum keyptir og mjög margir sem hafa ekki spilað í þessari deild,“ sagði Jóhann Berg. „Það er eins og viðskiptamódelið er hjá Burnley. Það er að reyna að kaupa yngri leikmenn og reyna síðan að selja þá. Auðvitað skilar það ekki alltaf árangri sem við höfum náð síðustu ár,“ sagði Jóhann. Jóhann Berg Guðmundsson þakkar stuðningsmönnum Burnley eftir síðasta leikinn sinn með félaginu.Getty/Nathan Stirk „Undanfarin ár hjá Burnley í ensku úrvalsdeildinni þá hefur þetta verið borið upp af eldri leikmönnum og flestir frá Englandi eða Írlandi sem vita hvað þetta snýst um,“ sagði Jóhann. Mjög erfitt að læra í þessari deild „Það er mjög erfitt að læra í þessari deild og ég held að klúbburinn og þjálfarinn hafi gert mistök. Vonandi læra þeir af því og næst þegar þeir komast upp gera þeir enn betur en í ár. Auðvitað vitum við að þetta var hreinlega ekki nógu gott,“ sagði Jóhann. Leikmannahópur Burnley er umtalsvert fjölþjóðlegri en hann var fyrir örfáum árum þegar Burnley, undir stjórn Sean Dyche, var að mestu skipað breskum leikmönnum og Jóhann á meðal örfárra ættaða utan Bretlandseyja. En hvernig hefur verið að upplifa þessa miklu kúlturbreytingu? „Þetta hefur verið svolítið öðruvísi. Klefinn var áður fyrr með Bretum og það var mikill húmor og einhvern veginn allt öðruvísi. Núna í dag þá eru þetta yngri leikmenn og mikið af leikmönnum sem tala frönsku, Belgar og Frakkar. Þetta er allt öðruvísi,“ sagði Jóhann. Vantaði liðsanda „Það vantaði smá þennan liðsanda. Það var ekki eins og þetta var áður og eitthvað sem við gömlu leikmennirnir höfum ekki þurft að glíma við áður. Það hafa allir verið á sama báti og verið í þessu saman en það var öðruvísi kúltúr núna sem við þurftum að venjast,“ sagði Jóhann.
Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira