Bíða eftir pizzu og potti eftir milljón króna göngu Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 27. maí 2024 21:25 Strákarnir ferðbúnir í morgunsárið. Aðsend Sex drengir eru í þann mund að klára 111 kílómetra göngu. Um er að ræða lokaverkefni þeirra í tíunda bekk Réttarholtsskóla, en tilgangurinn með göngunni er að styrkja börn á Gaza. Þeir hafa safnað um milljón króna til styrktar málefninu. Benjamín, Erik, Felix, Markús, Stefán og Óðinn byrjuðu að ganga á laugardag, en þá fóru þeir 41 kílómeter frá Réttarholtsskóla, yfir Hellisheiði, til Hveragerðis. Á sunnudaginn gengu þeir 29 kílómetra frá Hveragerði til Hagavíkur við Þingvallavatn. Og í dag fóru þeir 41 kílómetra frá Hagavík um Nesjavallaleið aftur í Réttarholtsskóla. Þegar fréttastofa náði tali af þeim í Kvöldfréttum Stöðvar 2 sögðust þeir ekki vera orðnir neitt sérstaklega þreyttir. „Augljóslega er okkur smá illt í fótunum, en við erum ekkert rosa þreyttir,“ sagði einn drengjanna. „Þetta hefur gengið frekar vel, en fyrsta daginn var frekar slæmt veður, rigning og eitthvað, en síðan hefur veðrið verið miklu betra.“ Hvernig hafið þið til dæmis verið að borða? „Við höfum verið að borða aðallega Snickers og Oatking, en síðan náttúrulega hádegismat. Pabbi hans Stefáns er búinn að vera duglegur að elda fyrir okkur. Við fengum kvöldmat í bústað og í einhverju húsi. Það er búið að ganga mjög vel með mat.“ Þeim segist hafa gengið vel að sofa, en verið þreyttir þegar þeir lögðu af stað. „Annars hefur okkur gengið mjög vel að vera hressir.“ Þið eruð alltaf jafn góðir vinir? „Já, auðvitað. Því meiri tíma sem við verjum saman því sterkara verður samband okkar.“ Þeir segjast spenntir að klára gönguna og komast aftur heim. „Við erum með heitan pott og pizzu að bíða eftir okkur.“ Grunnskólar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ganga 111 kílómetra til styrktar börnum í Gasa Sex drengir, þeir Benjamín, Erik, Felix, Markús, Stefán og Óðinn lögðu af stað snemma í morgun í 111 kílómetra gönguferð til styrktar börnum á stríðshrjáðu Gasasvæðinu. Gangan mun taka þrjá daga. 25. maí 2024 11:51 Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Matarást: „Búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár“ Makamál Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira
Benjamín, Erik, Felix, Markús, Stefán og Óðinn byrjuðu að ganga á laugardag, en þá fóru þeir 41 kílómeter frá Réttarholtsskóla, yfir Hellisheiði, til Hveragerðis. Á sunnudaginn gengu þeir 29 kílómetra frá Hveragerði til Hagavíkur við Þingvallavatn. Og í dag fóru þeir 41 kílómetra frá Hagavík um Nesjavallaleið aftur í Réttarholtsskóla. Þegar fréttastofa náði tali af þeim í Kvöldfréttum Stöðvar 2 sögðust þeir ekki vera orðnir neitt sérstaklega þreyttir. „Augljóslega er okkur smá illt í fótunum, en við erum ekkert rosa þreyttir,“ sagði einn drengjanna. „Þetta hefur gengið frekar vel, en fyrsta daginn var frekar slæmt veður, rigning og eitthvað, en síðan hefur veðrið verið miklu betra.“ Hvernig hafið þið til dæmis verið að borða? „Við höfum verið að borða aðallega Snickers og Oatking, en síðan náttúrulega hádegismat. Pabbi hans Stefáns er búinn að vera duglegur að elda fyrir okkur. Við fengum kvöldmat í bústað og í einhverju húsi. Það er búið að ganga mjög vel með mat.“ Þeim segist hafa gengið vel að sofa, en verið þreyttir þegar þeir lögðu af stað. „Annars hefur okkur gengið mjög vel að vera hressir.“ Þið eruð alltaf jafn góðir vinir? „Já, auðvitað. Því meiri tíma sem við verjum saman því sterkara verður samband okkar.“ Þeir segjast spenntir að klára gönguna og komast aftur heim. „Við erum með heitan pott og pizzu að bíða eftir okkur.“
Grunnskólar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ganga 111 kílómetra til styrktar börnum í Gasa Sex drengir, þeir Benjamín, Erik, Felix, Markús, Stefán og Óðinn lögðu af stað snemma í morgun í 111 kílómetra gönguferð til styrktar börnum á stríðshrjáðu Gasasvæðinu. Gangan mun taka þrjá daga. 25. maí 2024 11:51 Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Matarást: „Búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár“ Makamál Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira
Ganga 111 kílómetra til styrktar börnum í Gasa Sex drengir, þeir Benjamín, Erik, Felix, Markús, Stefán og Óðinn lögðu af stað snemma í morgun í 111 kílómetra gönguferð til styrktar börnum á stríðshrjáðu Gasasvæðinu. Gangan mun taka þrjá daga. 25. maí 2024 11:51