Þingmeirihluti ANC í hættu í Suður-Afríku Lovísa Arnardóttir skrifar 29. maí 2024 08:29 Cyril Ramaphosa hefur verið forseti frá 2018. Hann er fimmti forseti landsins. Vísir/EPA Þingkosningar hófust í morgun í Suður-Afríku í skólum, félagsmiðstöðum, samkomuhúsum og stórum tjöldum á opnum svæðum. Kosningarnar eru taldar afar mikilvægar en í húfi er meirihlutastjórn ANC flokksins sem hefur verið við völd allt frá því að aðskilnaðarstefna var lögð af fyrir um 30 árum. Flokkurinn á nú undir högg að sækja frá hópi fólks vegna mikils ójöfnuðar í landinu. Áætlað er að um helmingur fólks í landinu búi við fátækt og að um 32 prósent séu atvinnulaus. Íbúar eru 62 milljónir alls. Mikill ójöfnuður, atvinnuleysi og fátækt hefur hlutfallslega meiri áhrif á svart fólk en hvítt í landinu og því hefur verið tekist á um þetta í kosningunum og gæti haft þær afleiðingar að flokkurinn sem lagði af aðskilnaðarstefnuna og lofaði jafnrétti fyrir alla gæti misst meirihluta sinn. Flokkurinn hefur sigrað í sex kosningum í röð en samkvæmt spám eru þau með rétt undir 50 prósent atkvæða. Miðað við þann árangur myndu þau missa meirihluta á þingi í fyrsta sinn. Missi þau meirihlutann þurfa þau að mynda meirihluta með öðrum flokki og það hafa þau aldrei gert. Flokkurinn fékk 57,5 prósent atkvæða í síðustu kosningum árið 2019 sem var versta niðurstaða flokksins í kosningum frá því þau fengu um 70 prósent atkvæða fyrir tuttugu árum. Lofar að gera betur Leiðtogi flokksins og forseti landsins, Ramaphosa, hefur lofað að gera betur og hefur beðið um meiri tíma og þolinmæði til að gera það. Kosið er til þings og svo kjósa þingmenn forseta. ANC hefur verið með meirihluta á þingi frá árinu 1994. Kosið er í dag og er áætlað að um 28 milljón manns muni taka þátt á 23 þúsund kjörstöðum. Lokaniðurstaðan úr kosningunum á að liggja fyrir um helgina, á sunnudag líklega. Cyril Ramaphosa hefur verið forseti frá 2018. Hann er fimmti forseti landsins.Vísir/EPA Fram kemur í umfjöllun AP að mótherjar ANC séu sterkir en ekki samheldnir. Því hefur ekki verið spáð að tveir stærstu flokkarnir, Lýðræðisbandalagið eða DA [e. the Democratic Alliance] og Efnahagsfrelsisbaráttumennirnir [e. Economic Freedom Fighters] muni fá nægilegt fylgi til að fara fram úr ANC. DA hefur myndað bandalag með öðrum flokkum um að sameina atkvæða sín gegn ANC en ekki er talið líklegt að það verði nóg til að fjarlægja ANC alveg úr ríkisstjórn. Kosningarnar eru þær sjöundu í Suður-Afríku þar sem fólk af öllum kynþáttum má kjósa. Kosningarnar hófust klukkan sjö í morgun og lýkur klukkan níu í kvöld, að staðartíma. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fór fram í gær og fyrradag. Um þrjú þúsund hermenn hafa verið sendir til að fylgjast með á kjörstöðum til að tryggja að kosningarnar gangi vel. Alls eru um 80 prósent íbúa í Suður-Afríku svört. Utan þeirra búa þar hvítt fólk, fólk af indverskum uppruna og fólk af tveimur eða fleiri kynþáttum. Alls eru tólf tungumál töluð í landinu. Á vef AP segir að Nelson Mandela, fyrsti svarti forseti landsins, hafi alltaf undirstrikað þennan fjölbreytileika, sagt hann fallegan og talað um að þau væru „Regnbogaþjóð“. Suður-Afríka Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Sjá meira
Flokkurinn á nú undir högg að sækja frá hópi fólks vegna mikils ójöfnuðar í landinu. Áætlað er að um helmingur fólks í landinu búi við fátækt og að um 32 prósent séu atvinnulaus. Íbúar eru 62 milljónir alls. Mikill ójöfnuður, atvinnuleysi og fátækt hefur hlutfallslega meiri áhrif á svart fólk en hvítt í landinu og því hefur verið tekist á um þetta í kosningunum og gæti haft þær afleiðingar að flokkurinn sem lagði af aðskilnaðarstefnuna og lofaði jafnrétti fyrir alla gæti misst meirihluta sinn. Flokkurinn hefur sigrað í sex kosningum í röð en samkvæmt spám eru þau með rétt undir 50 prósent atkvæða. Miðað við þann árangur myndu þau missa meirihluta á þingi í fyrsta sinn. Missi þau meirihlutann þurfa þau að mynda meirihluta með öðrum flokki og það hafa þau aldrei gert. Flokkurinn fékk 57,5 prósent atkvæða í síðustu kosningum árið 2019 sem var versta niðurstaða flokksins í kosningum frá því þau fengu um 70 prósent atkvæða fyrir tuttugu árum. Lofar að gera betur Leiðtogi flokksins og forseti landsins, Ramaphosa, hefur lofað að gera betur og hefur beðið um meiri tíma og þolinmæði til að gera það. Kosið er til þings og svo kjósa þingmenn forseta. ANC hefur verið með meirihluta á þingi frá árinu 1994. Kosið er í dag og er áætlað að um 28 milljón manns muni taka þátt á 23 þúsund kjörstöðum. Lokaniðurstaðan úr kosningunum á að liggja fyrir um helgina, á sunnudag líklega. Cyril Ramaphosa hefur verið forseti frá 2018. Hann er fimmti forseti landsins.Vísir/EPA Fram kemur í umfjöllun AP að mótherjar ANC séu sterkir en ekki samheldnir. Því hefur ekki verið spáð að tveir stærstu flokkarnir, Lýðræðisbandalagið eða DA [e. the Democratic Alliance] og Efnahagsfrelsisbaráttumennirnir [e. Economic Freedom Fighters] muni fá nægilegt fylgi til að fara fram úr ANC. DA hefur myndað bandalag með öðrum flokkum um að sameina atkvæða sín gegn ANC en ekki er talið líklegt að það verði nóg til að fjarlægja ANC alveg úr ríkisstjórn. Kosningarnar eru þær sjöundu í Suður-Afríku þar sem fólk af öllum kynþáttum má kjósa. Kosningarnar hófust klukkan sjö í morgun og lýkur klukkan níu í kvöld, að staðartíma. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fór fram í gær og fyrradag. Um þrjú þúsund hermenn hafa verið sendir til að fylgjast með á kjörstöðum til að tryggja að kosningarnar gangi vel. Alls eru um 80 prósent íbúa í Suður-Afríku svört. Utan þeirra búa þar hvítt fólk, fólk af indverskum uppruna og fólk af tveimur eða fleiri kynþáttum. Alls eru tólf tungumál töluð í landinu. Á vef AP segir að Nelson Mandela, fyrsti svarti forseti landsins, hafi alltaf undirstrikað þennan fjölbreytileika, sagt hann fallegan og talað um að þau væru „Regnbogaþjóð“.
Suður-Afríka Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Sjá meira