Enski boltinn

Markavélin spennt fyrir skiptum til Arsenal

Smári Jökull Jónsson skrifar
Osimhen hefur leikið með Napoli síðan árið 2020.
Osimhen hefur leikið með Napoli síðan árið 2020. Vísir/Getty

Arsenal er á höttunum á eftir leikmanni til að bæta í framherjasveit sína. Einn markahæsti leikmaður ítölsku deildarinnar síðustu árin er sagður spenntur fyrir skiptum til enska stórliðsins.

Arsenal hefur verið orðað við ýmsa framherja á síðustu vikum og mánuðum. Knattspyrnustjórinn Mikel Arteta vill bæta við öflugum markaskorara sem getur spilað með Kai Havertz framarlega á vellinum.

Meðal þeirra sem orðaður hefur verið við Lundúnafélagið er Nígeríumaðurinn Victor Osimhen en hann hefur skorað 65 mörk á síðustu fjórum tímabilum fyrir ítalska félagið Napoli. Osimhen er sagður áhugasamur um að spila í ensku úrvalsdeildinni og sér Arsenal sem góðan kost.

Samkvæmt ítalska blaðamanninum Gianluca Di Marzio er Arsenal spennt fyrir leikmanninum en sögusagnir voru um viðræður á milli Chelsea og Napoli um möguleg skipti á leikmönnum en þau ku vera úr sögunni vegna launakrafna Osimhen.

Napoli er sagt opið fyrir þeirri hugmynd að selja Nígeríumanninn og ætlar forseti félagsins Aurelio De Laurentis að reyna að fá sem mestan pening fyrir framherjann. Osimhen er með 160 milljón punda klásúlu í samningnu sínum en engar líkur eru á að Arsenal borgi þann pening fyrir Osimhen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×