Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. En hver er þessi kraftmikla kona sem tókst að heilla þjóðina í annað sinn og nú nægilega mikið til þess að koma sér á Bessastaði? Halla hefur flutt inn fótboltastráka, unnið hjá Pepsi og stýrt umtöluðu partýi í Mónakó. Hennar stærstu mistök voru að taka við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Halla Tómasdóttir er fædd í Reykjavík þann 11. október árið 1968. Foreldrar Höllu eru Kristjana Sigurðardóttur þroskaþjálfi og Tómas Þórhallsson pípulagningameistari sem lést árið 2008. Halla er ein þriggja systra, en báðar systur hennar, þær Helga og Harpa, starfa á leikskóla. Hún ólst upp á Kársnesi í Kópavogi og á ættir að rekja til Skagafjarðar og Vestfjarða. Viðskiptanám í Bandaríkjunum Halla hóf nám við Verslunarskóla Íslands, en lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla eftir skiptinám í Bandaríkjunum. Hún er fyrsti forseti lýðveldisins úr öðrum menntaskólum en Menntaskólanum í Reykjavík og Menntaskólanum á Akureyri. Í framhaldinu lauk Halla BS-gráðu í viðskiptafræði frá Auburn háskólanum í Montgomery í Bandaríkjunum og MBA gráðu í alþjóðlegum viðskiptum frá Thunderbird, Garvin Graduate School of International Management. Þá lagði hún stund á doktorsnám í viðskiptafræði við Cranfield háskólann í Bretlandi, þar sem fékkst við rannsóknir í leiðtogafræði. Fjallað var um það í aðdraganda kosninga að í viðtölum var Halla ýmist sögð hafa útskrifast frá Auburn University í Alabama eða Auburn University at Montgomery, sem ekki væri eins virtur. Þá var fyrrnefndur skóli skráður á LinkedIn síðu Höllu. Halla neitaði því alfarið að hafa freistast til að fegra ferilskrána, hún væri mjög stolt af sínum námsferli. „Ég held að ég hafi flutt nokkra tugi einstaklinga þar inn til að læra og spila fótbolta og er bara mjög stolt af því,“ sagði Halla. Halla verður fyrst íslenskra forseta með viðskiptabakgrunn, eitthvað sem vekur sérstaklega athygli erlendra fjölmiðla, svo sem Al Jazeera, Reuters og Le Monde. Halla er þar nefnd „Businesswoman Halla“. Kynntust í Júrópartíi Halla er gift heilsukokkinum Birni Skúlasyni, sem hefur lýst því yfir að hann muni verja miklum tíma í eldhúsinu á Bessastöðum. Björn ólst upp í Grindavík, spilaði fótbolta með Grindavík og KR, og lagði viðskiptafræðina fyrir sig líkt og Halla, áður en hann hélt til New York til að læra kokkinn. Í dag rekur hann fyrirtækið just Björn sem framleiðir og markaðssetur norrænar náttúru- og heilsuvörur. Í hlaðvarpsviðtali við áhrifavaldinn Gumma kíró segja þau Björn og Halla frá fyrstu kynnum í Eurovisionpartíi árið 1999.Það ár hafnaði Selma Björnsdóttir í öðru sæti með lagið Allt out of luck sem þau dönsuðu brúðarvalsinn við í brúðkaupi sínu. Áður hafði Halla reynt að fá hann, ásamt öðrum ungum knattspyrnumönnum, til að spila fyrir lið Montgomery í Alabama, þar sem Halla var framkvæmdastjóri liðsins. „Það var alltaf verið að setja Bjössa fyrir framan mig en hann var bara fimm árum yngri og það er bara dálítið mikill aldursmunur á þessum aldri. Ég bara sá þetta ekki alveg,“ segir Halla um fyrstu kynnin. Halla og Björn eiga tvö börn, þau Auði Ínu, fædd 2003 og Tómas Bjart, fæddur 2001, sem bæði stunda háskólanám í New York, þar sem fjölskyldan hefur búið síðustu ár. Tómas Bjartur nemur viðskiptafræði samhliða fótbolta og Auður Ína nemur sálfræði. Að loknu MBA námi í Bandaríkjunum starfaði Halla meðal annars sem starfsmannastjóri hjá Mars inc. árin 1996-1998 og Pepsi 1996-1998. Hún fluttist aftur til Íslands og gerðist starfsmannastjóri Íslenska útvarpsfélagsins þangað til hún gekk til liðs við Háskólann í Reykjavík árið 1999. Þar stýrði hún stjórnendaskóla HR og var lektor við viðskiptadeild skólans. Því til viðbótar gegndi hún framkvæmdastjórastöðu átaksins Auður í krafti kvenna. Þá sat hún í stjórn Vistor hf. Og Calidris ehf. á árunum 2002 til 2006 og sat í stjórn Sjóvá frá 2004 til 2005. Viðskiptaráð á útrásarárum Halla tók við sem framkvæmdastóri Viðskiptaráðs í janúar 2006. Við upphaf ferils hennar hjá Viðskiptaráði lagði hún áherslu á það að fyrirtæki þyrftu að horfa til „reksturs ekki síður en fjárfestinga og útrásar“. Þá viðraði hún þá hugmynd að setja leiðbeiningarreglur fyrir fyrirtæki um jafnrétti kynjanna, líkt og þá hafði verið gert um starfshætti fyrirtækja. Í stjórnartíð hennar hjá Viðskiptaráði beitti Halla sér fyrir umræðu um ímynd Íslands í viðskiptalífinu. Var það til að mynda gert á Viðskiptaþingi í febrúar árið 2007 í kjölfar „þeirrar orrahríðar sem íslenskt efnahagslíf og fjármálafyrirtæki“ höfðu þá orðið fyrir, eins og það var orðað í frétt Fréttablaðsins. Var þar átt við skýrslu sem tveir sérfræðingar hjá Danske bank höfðu unnið þar sem afar dökk mynd var dregin upp af íslensku bönkunum. Sem andsvar við þeirri skýrslu aflaði Viðskiptaráð skýrslu frá hagfræðingunum Frederik Mishkin og Tryggva Þór Herbertssyni, þar sem niðurstaðan var að íslenskt fjármálakerfi stæði trausum fótum. Skýrslan kostaði ráðið 18 milljónir króna á þeim tíma. Í stefnuskrá sem Halla kynnti á Viðskiptaþingi árið 2007, talar hún meðal annars fyrir flötum og lágum tekjuskatti einstaklinga og fyrirtækja án undanþága. Tollar, vörugjöld og sértækir skattar skyldu afnumdir. Einkaaðilar skuli einnig taka við rekstri menntastofnana sem ríkið eigi að halda áfram að fjármagna. Það sama eigi við um heilbrigðisstofnanir. Halla mælti fyrir því fyrir hönd Viðskiptaráðs að náttúruauðlindir yrðu settar í auknum mæli í einkaeigu. Spurð út í þetta í viðtali við Heimildina í mars síðastliðnum, hvort hún myndi beita sér fyrir þessu í dag, svaraði Halla því afdráttarlaust neitandi. „Og ég var ekki sammála [þessu] þá. Ég hef töluverðar áhyggjur af því að við höfum ekki sett okkur nógu skýrar reglur hvað varðar þetta.“ Í viðtali í Spursmálum á mbl.is var Halla sömuleiðis spurð út í þessi baráttumál Viðskiptaráðs, þar sem hún sagði þau afleiðingu af stefnumörkun hundruða félaga og margra tuga stjórnarmeðlima. „Það er ýmislegt þarna sem ég var ekki sammála þá og enn fleira sem ég er ekki sammála síðar,“ sagði Halla. Halla á Baugsdeginum 2007. Halla fór ekki varhluta af útrásinni fyrir hrun. Sem dæmi um það er fundastjórn hennar á Baugsdeginum svokallaða í Mónakó. Um 200 starfsmönnum var flogið út og gist var á lúxushóteli. Tina Turner tók lagið, þáttastjórnandinn Jonathan Ross skemmti gestum auk þess sem Little Britain tvíeykið kom að sketsagerð fyrir Baug. Minnisvarði um það andrúm sem þá ríkti í útrásinni augnablikum fyrir hrun. Það er nokkur útrásarbragur á einu TikTok myndbanda Höllu sem birt var á kjördag og hefur skapað nokkra umræðu. Þar sjást tveir ungir jakkafataklæddir menn mæta á kjörstað á bifreið af gerðinni Landrover Discovery sport, kasta lyklunum til ungrar konu og ýta svo við annarri. Unga fólkið á bak við myndbönd Höllu á TikTok ræddu í Íslandi í dag hvernig þau hefðu náð til unga fólksins á TikTok í kosningabaráttunni. Eigin gildi Halla hefur sagt hún hafi yfirgefið Viðskiptaráð árið 2007, þar sem hún hafi viljað starfa „á grunni eigin gilda“. Hún tjáði Vísi í kosningabaráttunni að það að taka við framkvæmdastjórastöðu hjá Viðskiptaráði hefðu verið ein hennar helstu mistök, enda hefði hún hætt eftir ár í starfi og farið sínar eigin leiðir. Í öðru innslagi í sama þætti vakti frammistaða Höllu á ensku og hraðaspurningum athygli. Þótti hún svara útskýra kvótakerfið vel á ensku en henni gekk ekki jafnvel í hraðaspurningum um Ísland. Fjármálafyrirtækið Auði Capital stofnaði Halla árið 2007 ásamt Kristínu Pétursdóttur í því augnamiði að starfa á grunni eigin gilda. Var yfirlýst markmið þeirra að koma með „önnur gildi og mannlegri nálgun inn í fjármálageirann“. Hún var ásamt Kristínu valin kvenfrumkvöðull Evrópu það árið af Cartier, McKinsey og INSEAD. Á verðlaunaafhendingu Félags kvenna í atvinnulífinu hlaut Auður Capital einnig verðlaun þar sem Halla undirstrikaði þörf atvinnulífsins fyrir fjölbreyttari gildum. „Við berum gæfu til þess að vinna með fjölbreyttum hópi fólks en ekki jafn einsleitum og leiddi til hrunsins. Okkar nálgun er sú að í stað þess að vera einungis með áhættusækni þá erum við áhættumeðvituð. Við hugsum ekki bara um arðsemi í fjárhagslegum skilningi. Það er: við viljum hagnast – en okkur er ekki alveg sama á hvaða hátt,“ er haft eftir Höllu á verðlaunaafhendingu. Og Auður hagnaðist. Árið 2010 var eigið fé Auðar Capital metið á 1,1 milljarð króna. Hlutur Höllu í félaginu, sem var um 15 prósent, var svo keyptur að mestu árið 2011. Auður Capital sameinaðist félaginu Virðingu í lok sumars 2014. Í millitíðinni kom hún að stofnun undirbúningshóps fyrir þjóðfundinn sem haldinn var árið 2009, Mauraþúfunni, sem safnaði umtalsverðum fjárhæðum fyrir þjóðfundarhöldin. Hluti þess fjármagns rann á endanum til Stjórnarskrárfélagsins, sem lengi hefur barist fyrir hinni svokölluðu nýju stjórnarskrá. Í kosningabaráttunni hefur Höllu verið tíðrætt um þau gildi sem þjóðin hafi valið sér á þjóðfundinum og ljóst er að þjóðfundurinn er Höllu enn í fersku minni. „Fram undan er mikil stefnumótun á flestum sviðum samfélagsins, gagnagrunnur Þjóðfundar og sameiginleg gildi þjóðarinnar nýtast við þá vinnu. Boltinn er nú hjá okkur öllum og þar með hjá þeim sem nú gegna forystuhlutverkum í samfélaginu,“ sagði Halla í skoðanagrein árið 2009. Forseti í eigin lífi Árið 2016 bauð Halla sig fram til forseta Íslands í fyrsta sinn, mældist með lítið fylgi framan af en bætti töluverðu fylgi við sig eftir því sem leið á baráttuna og kappræðum fjölgaði. Keimlík atburðarás þeirri sem átti sér stað í kosningunum nú en það dugði ekki til þá; hún hlaut 27 prósent en Guðni Th. Jóhannesson sigraði með 39 prósent fylgi. Margir töldu ljóst að munurinn hefði hæglega getað orðið minni ef baráttan hefði staðið lengur. Í hlaðvarpsviðtali við Snorra Björnsson árið 2020 lýsti Halla því að hafa verið „sótt í öll störf“, þegar hún ræddi ákvörðun sína að bjóða sig fram til forseta árið 2016. „Í rauninni, þó ég hafi ekki viðurkennt það fyrir neinum nema kannski fjölskyldunni, held ég að forsetaframboðið [2016] hafi verið úrslitastund fyrir mig. Ég varð ekki forseti, en ég varð forseti í eigin lífi,“ sagði Halla sem hefur nokkrum sinnum komið fram í Ted fyrirlestrum þar sem hún ræðir lofltlagsmál og kvenleiðtoga. Hugrekki í B teyminu Halla hefur síðastliðin sex ár verið forstjóri B Team, sem vinnur að bættu siðferði meðal fyrirtækjastjórnenda og stjórnmálaleiðtoga. B Team var stofnað árið 2012 af Richard Branson, stofnanda Virgin group, sem hefur sætt gagnrýni fyrir skattasniðgöngu. „Ég fór í fjórtán atvinnuviðtöl áður en ég fékk þetta starf og þetta var án efa erfiðasta ráðningaferli sem ég hef farið í gegnum eða heyrt um,“ sagði Halla um ráðninguna hjá B Team í samtali við Vísi í fyrra. „Hann spurði einfaldlega: Hvað langar þig að gera? Sem er ótrúlega merkileg spurning því þegar þú hlustar á það hvernig umsækjandi svarar þessari spurningu, þá þarftu kannski ekkert að vita mikið meira.“ Halla gaf út bókina Hugrekki til að hafa áhrif á síðasta ári. Inntakið er að hugrekkið sé það hreyfiafl sem leiðir til umbreytinga og framþróunar þar sem þess þarf. Bókin flokkast sem sjálfshjálparbók, en sjálfshjálparbókina Lífsreglurnar fjórar nefndi Halla þegar hún var beðin um að mæla með bók í kosningabaráttunni. Hugrekkið hafði Halla til þess að bjóða sig fram í annað sinn og nú dugði uppsveiflan til. „Það er heiður lífs míns að fá að verða ykkar forseti þann 1. ágúst næstkomandi,“ sagði Halla í garðinum heima þegar stuðningsmenn hennar hylltu hana á sunnudag. Halla tekur við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst. Þangað til hefur hún sagst ætla að hvíla sig og standa að búslóðaflutningum frá heimili fjölskyldunnar í New York. Fréttaskýringar Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent
Halla Tómasdóttir er fædd í Reykjavík þann 11. október árið 1968. Foreldrar Höllu eru Kristjana Sigurðardóttur þroskaþjálfi og Tómas Þórhallsson pípulagningameistari sem lést árið 2008. Halla er ein þriggja systra, en báðar systur hennar, þær Helga og Harpa, starfa á leikskóla. Hún ólst upp á Kársnesi í Kópavogi og á ættir að rekja til Skagafjarðar og Vestfjarða. Viðskiptanám í Bandaríkjunum Halla hóf nám við Verslunarskóla Íslands, en lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla eftir skiptinám í Bandaríkjunum. Hún er fyrsti forseti lýðveldisins úr öðrum menntaskólum en Menntaskólanum í Reykjavík og Menntaskólanum á Akureyri. Í framhaldinu lauk Halla BS-gráðu í viðskiptafræði frá Auburn háskólanum í Montgomery í Bandaríkjunum og MBA gráðu í alþjóðlegum viðskiptum frá Thunderbird, Garvin Graduate School of International Management. Þá lagði hún stund á doktorsnám í viðskiptafræði við Cranfield háskólann í Bretlandi, þar sem fékkst við rannsóknir í leiðtogafræði. Fjallað var um það í aðdraganda kosninga að í viðtölum var Halla ýmist sögð hafa útskrifast frá Auburn University í Alabama eða Auburn University at Montgomery, sem ekki væri eins virtur. Þá var fyrrnefndur skóli skráður á LinkedIn síðu Höllu. Halla neitaði því alfarið að hafa freistast til að fegra ferilskrána, hún væri mjög stolt af sínum námsferli. „Ég held að ég hafi flutt nokkra tugi einstaklinga þar inn til að læra og spila fótbolta og er bara mjög stolt af því,“ sagði Halla. Halla verður fyrst íslenskra forseta með viðskiptabakgrunn, eitthvað sem vekur sérstaklega athygli erlendra fjölmiðla, svo sem Al Jazeera, Reuters og Le Monde. Halla er þar nefnd „Businesswoman Halla“. Kynntust í Júrópartíi Halla er gift heilsukokkinum Birni Skúlasyni, sem hefur lýst því yfir að hann muni verja miklum tíma í eldhúsinu á Bessastöðum. Björn ólst upp í Grindavík, spilaði fótbolta með Grindavík og KR, og lagði viðskiptafræðina fyrir sig líkt og Halla, áður en hann hélt til New York til að læra kokkinn. Í dag rekur hann fyrirtækið just Björn sem framleiðir og markaðssetur norrænar náttúru- og heilsuvörur. Í hlaðvarpsviðtali við áhrifavaldinn Gumma kíró segja þau Björn og Halla frá fyrstu kynnum í Eurovisionpartíi árið 1999.Það ár hafnaði Selma Björnsdóttir í öðru sæti með lagið Allt out of luck sem þau dönsuðu brúðarvalsinn við í brúðkaupi sínu. Áður hafði Halla reynt að fá hann, ásamt öðrum ungum knattspyrnumönnum, til að spila fyrir lið Montgomery í Alabama, þar sem Halla var framkvæmdastjóri liðsins. „Það var alltaf verið að setja Bjössa fyrir framan mig en hann var bara fimm árum yngri og það er bara dálítið mikill aldursmunur á þessum aldri. Ég bara sá þetta ekki alveg,“ segir Halla um fyrstu kynnin. Halla og Björn eiga tvö börn, þau Auði Ínu, fædd 2003 og Tómas Bjart, fæddur 2001, sem bæði stunda háskólanám í New York, þar sem fjölskyldan hefur búið síðustu ár. Tómas Bjartur nemur viðskiptafræði samhliða fótbolta og Auður Ína nemur sálfræði. Að loknu MBA námi í Bandaríkjunum starfaði Halla meðal annars sem starfsmannastjóri hjá Mars inc. árin 1996-1998 og Pepsi 1996-1998. Hún fluttist aftur til Íslands og gerðist starfsmannastjóri Íslenska útvarpsfélagsins þangað til hún gekk til liðs við Háskólann í Reykjavík árið 1999. Þar stýrði hún stjórnendaskóla HR og var lektor við viðskiptadeild skólans. Því til viðbótar gegndi hún framkvæmdastjórastöðu átaksins Auður í krafti kvenna. Þá sat hún í stjórn Vistor hf. Og Calidris ehf. á árunum 2002 til 2006 og sat í stjórn Sjóvá frá 2004 til 2005. Viðskiptaráð á útrásarárum Halla tók við sem framkvæmdastóri Viðskiptaráðs í janúar 2006. Við upphaf ferils hennar hjá Viðskiptaráði lagði hún áherslu á það að fyrirtæki þyrftu að horfa til „reksturs ekki síður en fjárfestinga og útrásar“. Þá viðraði hún þá hugmynd að setja leiðbeiningarreglur fyrir fyrirtæki um jafnrétti kynjanna, líkt og þá hafði verið gert um starfshætti fyrirtækja. Í stjórnartíð hennar hjá Viðskiptaráði beitti Halla sér fyrir umræðu um ímynd Íslands í viðskiptalífinu. Var það til að mynda gert á Viðskiptaþingi í febrúar árið 2007 í kjölfar „þeirrar orrahríðar sem íslenskt efnahagslíf og fjármálafyrirtæki“ höfðu þá orðið fyrir, eins og það var orðað í frétt Fréttablaðsins. Var þar átt við skýrslu sem tveir sérfræðingar hjá Danske bank höfðu unnið þar sem afar dökk mynd var dregin upp af íslensku bönkunum. Sem andsvar við þeirri skýrslu aflaði Viðskiptaráð skýrslu frá hagfræðingunum Frederik Mishkin og Tryggva Þór Herbertssyni, þar sem niðurstaðan var að íslenskt fjármálakerfi stæði trausum fótum. Skýrslan kostaði ráðið 18 milljónir króna á þeim tíma. Í stefnuskrá sem Halla kynnti á Viðskiptaþingi árið 2007, talar hún meðal annars fyrir flötum og lágum tekjuskatti einstaklinga og fyrirtækja án undanþága. Tollar, vörugjöld og sértækir skattar skyldu afnumdir. Einkaaðilar skuli einnig taka við rekstri menntastofnana sem ríkið eigi að halda áfram að fjármagna. Það sama eigi við um heilbrigðisstofnanir. Halla mælti fyrir því fyrir hönd Viðskiptaráðs að náttúruauðlindir yrðu settar í auknum mæli í einkaeigu. Spurð út í þetta í viðtali við Heimildina í mars síðastliðnum, hvort hún myndi beita sér fyrir þessu í dag, svaraði Halla því afdráttarlaust neitandi. „Og ég var ekki sammála [þessu] þá. Ég hef töluverðar áhyggjur af því að við höfum ekki sett okkur nógu skýrar reglur hvað varðar þetta.“ Í viðtali í Spursmálum á mbl.is var Halla sömuleiðis spurð út í þessi baráttumál Viðskiptaráðs, þar sem hún sagði þau afleiðingu af stefnumörkun hundruða félaga og margra tuga stjórnarmeðlima. „Það er ýmislegt þarna sem ég var ekki sammála þá og enn fleira sem ég er ekki sammála síðar,“ sagði Halla. Halla á Baugsdeginum 2007. Halla fór ekki varhluta af útrásinni fyrir hrun. Sem dæmi um það er fundastjórn hennar á Baugsdeginum svokallaða í Mónakó. Um 200 starfsmönnum var flogið út og gist var á lúxushóteli. Tina Turner tók lagið, þáttastjórnandinn Jonathan Ross skemmti gestum auk þess sem Little Britain tvíeykið kom að sketsagerð fyrir Baug. Minnisvarði um það andrúm sem þá ríkti í útrásinni augnablikum fyrir hrun. Það er nokkur útrásarbragur á einu TikTok myndbanda Höllu sem birt var á kjördag og hefur skapað nokkra umræðu. Þar sjást tveir ungir jakkafataklæddir menn mæta á kjörstað á bifreið af gerðinni Landrover Discovery sport, kasta lyklunum til ungrar konu og ýta svo við annarri. Unga fólkið á bak við myndbönd Höllu á TikTok ræddu í Íslandi í dag hvernig þau hefðu náð til unga fólksins á TikTok í kosningabaráttunni. Eigin gildi Halla hefur sagt hún hafi yfirgefið Viðskiptaráð árið 2007, þar sem hún hafi viljað starfa „á grunni eigin gilda“. Hún tjáði Vísi í kosningabaráttunni að það að taka við framkvæmdastjórastöðu hjá Viðskiptaráði hefðu verið ein hennar helstu mistök, enda hefði hún hætt eftir ár í starfi og farið sínar eigin leiðir. Í öðru innslagi í sama þætti vakti frammistaða Höllu á ensku og hraðaspurningum athygli. Þótti hún svara útskýra kvótakerfið vel á ensku en henni gekk ekki jafnvel í hraðaspurningum um Ísland. Fjármálafyrirtækið Auði Capital stofnaði Halla árið 2007 ásamt Kristínu Pétursdóttur í því augnamiði að starfa á grunni eigin gilda. Var yfirlýst markmið þeirra að koma með „önnur gildi og mannlegri nálgun inn í fjármálageirann“. Hún var ásamt Kristínu valin kvenfrumkvöðull Evrópu það árið af Cartier, McKinsey og INSEAD. Á verðlaunaafhendingu Félags kvenna í atvinnulífinu hlaut Auður Capital einnig verðlaun þar sem Halla undirstrikaði þörf atvinnulífsins fyrir fjölbreyttari gildum. „Við berum gæfu til þess að vinna með fjölbreyttum hópi fólks en ekki jafn einsleitum og leiddi til hrunsins. Okkar nálgun er sú að í stað þess að vera einungis með áhættusækni þá erum við áhættumeðvituð. Við hugsum ekki bara um arðsemi í fjárhagslegum skilningi. Það er: við viljum hagnast – en okkur er ekki alveg sama á hvaða hátt,“ er haft eftir Höllu á verðlaunaafhendingu. Og Auður hagnaðist. Árið 2010 var eigið fé Auðar Capital metið á 1,1 milljarð króna. Hlutur Höllu í félaginu, sem var um 15 prósent, var svo keyptur að mestu árið 2011. Auður Capital sameinaðist félaginu Virðingu í lok sumars 2014. Í millitíðinni kom hún að stofnun undirbúningshóps fyrir þjóðfundinn sem haldinn var árið 2009, Mauraþúfunni, sem safnaði umtalsverðum fjárhæðum fyrir þjóðfundarhöldin. Hluti þess fjármagns rann á endanum til Stjórnarskrárfélagsins, sem lengi hefur barist fyrir hinni svokölluðu nýju stjórnarskrá. Í kosningabaráttunni hefur Höllu verið tíðrætt um þau gildi sem þjóðin hafi valið sér á þjóðfundinum og ljóst er að þjóðfundurinn er Höllu enn í fersku minni. „Fram undan er mikil stefnumótun á flestum sviðum samfélagsins, gagnagrunnur Þjóðfundar og sameiginleg gildi þjóðarinnar nýtast við þá vinnu. Boltinn er nú hjá okkur öllum og þar með hjá þeim sem nú gegna forystuhlutverkum í samfélaginu,“ sagði Halla í skoðanagrein árið 2009. Forseti í eigin lífi Árið 2016 bauð Halla sig fram til forseta Íslands í fyrsta sinn, mældist með lítið fylgi framan af en bætti töluverðu fylgi við sig eftir því sem leið á baráttuna og kappræðum fjölgaði. Keimlík atburðarás þeirri sem átti sér stað í kosningunum nú en það dugði ekki til þá; hún hlaut 27 prósent en Guðni Th. Jóhannesson sigraði með 39 prósent fylgi. Margir töldu ljóst að munurinn hefði hæglega getað orðið minni ef baráttan hefði staðið lengur. Í hlaðvarpsviðtali við Snorra Björnsson árið 2020 lýsti Halla því að hafa verið „sótt í öll störf“, þegar hún ræddi ákvörðun sína að bjóða sig fram til forseta árið 2016. „Í rauninni, þó ég hafi ekki viðurkennt það fyrir neinum nema kannski fjölskyldunni, held ég að forsetaframboðið [2016] hafi verið úrslitastund fyrir mig. Ég varð ekki forseti, en ég varð forseti í eigin lífi,“ sagði Halla sem hefur nokkrum sinnum komið fram í Ted fyrirlestrum þar sem hún ræðir lofltlagsmál og kvenleiðtoga. Hugrekki í B teyminu Halla hefur síðastliðin sex ár verið forstjóri B Team, sem vinnur að bættu siðferði meðal fyrirtækjastjórnenda og stjórnmálaleiðtoga. B Team var stofnað árið 2012 af Richard Branson, stofnanda Virgin group, sem hefur sætt gagnrýni fyrir skattasniðgöngu. „Ég fór í fjórtán atvinnuviðtöl áður en ég fékk þetta starf og þetta var án efa erfiðasta ráðningaferli sem ég hef farið í gegnum eða heyrt um,“ sagði Halla um ráðninguna hjá B Team í samtali við Vísi í fyrra. „Hann spurði einfaldlega: Hvað langar þig að gera? Sem er ótrúlega merkileg spurning því þegar þú hlustar á það hvernig umsækjandi svarar þessari spurningu, þá þarftu kannski ekkert að vita mikið meira.“ Halla gaf út bókina Hugrekki til að hafa áhrif á síðasta ári. Inntakið er að hugrekkið sé það hreyfiafl sem leiðir til umbreytinga og framþróunar þar sem þess þarf. Bókin flokkast sem sjálfshjálparbók, en sjálfshjálparbókina Lífsreglurnar fjórar nefndi Halla þegar hún var beðin um að mæla með bók í kosningabaráttunni. Hugrekkið hafði Halla til þess að bjóða sig fram í annað sinn og nú dugði uppsveiflan til. „Það er heiður lífs míns að fá að verða ykkar forseti þann 1. ágúst næstkomandi,“ sagði Halla í garðinum heima þegar stuðningsmenn hennar hylltu hana á sunnudag. Halla tekur við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst. Þangað til hefur hún sagst ætla að hvíla sig og standa að búslóðaflutningum frá heimili fjölskyldunnar í New York.