Enski boltinn

Maresca tekinn við hjá Chelsea

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Enzo Maresca stýrði Leicester City til sigurs í Championship deildinni á nýliðnu tímabili. Þetta verður hans fyrsta aðalþjálfarastarf í efstu deild.
Enzo Maresca stýrði Leicester City til sigurs í Championship deildinni á nýliðnu tímabili. Þetta verður hans fyrsta aðalþjálfarastarf í efstu deild. Copa/Getty Images

Chelsea hefur gengið frá ráðningu á nýjum þjálfara. Enzo Maresca mun yfirgefa Leicester og taka við starfinu af Mauricio Pochettino. 

Maresca varð fyrir valinu hjá Chelsea en nokkur stór nöfn voru orðuð við starfið. Hann var samningsbundinn Leicester City en Chelsea keypti hann út. Kaupverðið er ekki gefið upp en tölur á bilinu 8 til 10 milljónir punda hafa verið nefndar. 

Maresca er 44 ára gamall og lék á sínum tíma sem miðjumaður hjá félögum eins og West Bromwich Albion, Juventus, Fiorentina, Sevilla og Olympiacos.

Hann setti fótboltaskóna upp á hillu árið 2017. Fyrsta þjálfarareynsla hans kom hjá akademíu Manchester City en fyrsta meistaraflokksstarfið var hjá Parma árið 2021. Hann var hins vegar rekinn þaðan eftir nokkra mánuði eftir að hafa mistekist að koma liði með Gianluigi Buffon og Franco Vázquez innanborðs upp í Serie A.

Maresca var aðstoðarmaður Pep Guradiola hjá City þrennutímabilið 2022-23 en tók svo liði Leicester City síðasta sumar. Hann stýrði síðan Leicester beint upp í úrvalsdeildina á sínu fyrsta ári en liðið vann 36 af 53 leikjum undir hans stjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×