Enski boltinn

City fer í mál við ensku úrvalsdeildina: „Ógnarstjórn meiri­hlutans“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Manchester City hefur orðið Englandsmeistari undanfarin fjögur ár.
Manchester City hefur orðið Englandsmeistari undanfarin fjögur ár. getty/Michael Regan

Englandsmeistarar Manchester City hefur farið í mál við ensku úrvalsdeildina vegna fjárhagsreglna hennar.

The Times greinir frá. City vill meina að reglur ensku úrvalsdeildarinnar sem snúa að auglýsingasamningum við fyrirtæki sem eru tengd eigendum félaganna séu ólöglegar. 

Félög mega með öðrum orðum ekki hagnast af því að auglýsa fyrirtæki í eigu eigenda þeirra. Reglan var sett á þegar sádi-arabíski fjárfestingasjóðurinn PIF eignaðist Newcastle United fyrir tæpum þremur árum.

City vill að þessi regla verði þurrkuð út og félagið fái skaðabætur frá ensku úrvalsdeildinni sökum tekjumissis sem félagið hefur orðið fyrir vegna hennar.

Í frétt Times kemur fram að City telji sig vera fórnarlamb mismununar og meistararnir tala um ógnarstjórn meirihluta félaganna í ensku úrvalsdeildinni.

Málið verður tekið fyrir á mánudaginn og munu málaferlin standa yfir í um tvær vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×