Enski boltinn

Arteta vill fá leik­mann sem skoraði gegn Ís­landi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viktor Tsygankov skoraði jöfnunarmark Úkraínu gegn Íslandi í umspili um sæti á EM 2024.
Viktor Tsygankov skoraði jöfnunarmark Úkraínu gegn Íslandi í umspili um sæti á EM 2024. getty/Mateusz Porzucek

Úkraínskur leikmaður Girona á Spáni er undir smásjá Arsenal, silfurliðs síðustu tveggja ára í ensku úrvalsdeildinni.

Leikmaðurinn sem um ræðir heitir Viktor Tsyhankov og er 26 ára kantmaður. Hann hefur leikið 52 landsleiki fyrir Úkraínu og skorað tólf mörk. Eitt þeirra kom í 2-1 sigrinum á Íslandi í umspilinu um sæti á EM 2024 í mars.

Tsyhankov lék einkar vel með Girona á síðasta tímabili en liðið kom gríðarlega mikið á óvart og endaði í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar.

Spænskir fjölmiðlar segja að Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hafi hrifist mjög af Tsyhankov og telji hann fullkomna viðbót við leikmannahóp sinn.

AC Milan og Tottenham hafa einnig áhuga á Tsyhankov. Í samningi hans við Girona er riftunarákvæði upp á 25,5 milljónir punda.

Tsyhankov gekk í raðir Girona frá Dynamo Kiev í janúar í fyrra. Á síðasta tímabili skoraði hann átta mörk og lagði upp sjö í þrjátíu leikjum í spænsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×