Makamál

„Ör­lögin leiddu okkur tvö al­veg klár­lega saman“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Fanney Dóra lýsir sambandi hennar og Arons sem rólegu og fallegu.
Fanney Dóra lýsir sambandi hennar og Arons sem rólegu og fallegu.

„Við erum sem sagt frekar klassískt nútíma par og kynnumst á Tinder í byrjun 2020,“ segir Fanney Dóra Veigarsdóttir, förðunarfræðingur og áhrifavaldur, um samband hennar og unnustans, Arons Ólafssonar rafvirkjanema. Saman eiga þau eina stúlku, Thalíu sem er þriggja ára, og von á sínu öðru barni í ágúst.

Fanney og Aron trúlofuðu sig þann 18. janúar í fyrra og segja brúðkaupsdaginn enn óráðinn. 

„Ég er mjög slök yfir brúðkaupinu. Ég var hins vegar ekki róleg með trúlofunina og vissi strax að ég myndi vilja giftast honum einn daginn og vildi því vera trúlofuð sem fyrst,“ segir Fanney kímin.

Fanney Dóra situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er.

Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? Ég vil meina að fyrsta skrefið hafi verið mitt því ég swipeaði til hægri á Aron þó að hann væri með eina mynd af sér og ekkert bíó. Hann hins vegar sendi fyrstu skilaboðin,  ætli þetta hafi ekki bara verið sameiginlegt fyrsta skref. 

Fyrsti kossinn okkar: Fyrsti kossinn okkar átti sér stað eftir fyrsta deitið okkar sem var í bíó. Mér finnst slík stefnumót vanmetin. 

Hvernig myndirðu lýsa sambandinu ykkar: Það fyrsta sem kemur upp í hugann er að það er rólegt og fallegt. Við höfum kannski ekki verið saman í langan tíma en við höfum gengið í gegnum ýmislegt og líður okkur eins og við höfum alltaf verið saman. Örlögin leiddu okkur tvö alveg klárlega saman. 

Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Rómantískt stefnumót fyrir mér er að þurfa ekki að plana neitt, ekki pössun, ekki staðinn eða ákveða neitt. Því minna sem ég þarf að hugsa því rómantískara er það. 

Heima-deit fyrir mér eru þau bestu því við erum mjög heimakær. 

Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Ætli það sé ekki bara How to loose á guy in ten days. Það er allavegana sú fyrsta sem kemur upp í huga mér. 

Uppáhalds break up ballaðan mín er: Since you been gone með kelly clarkson eða gott county break-up lag eru bestu lögin í ástarsorg.

Lagið okkar: Þegar ég sá þig fyrst með Jóni Jónssyni. Það lag hefur fylgt okkur í gegnum sambandið okkar. 

Eruði rómantísk? Ég myndi ekki segja að við séum hefðbundin rómantísk nei. 

Við erum rómantísk á okkar hátt.

Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum mínum: Fyrsta gjöfin sem hann gaf mér er mjög fyndin, við höfðum tekið allar Marvel myndirnar í réttri röð í Covid og hann gaf mér Iron man fíguru sem söng lög, mjög random en mjög krúttlegt. 

Fyrsta gjöfin sem maðurinn minn gaf mér: Mig minnir að það hafi verið stafurinn minn á hálsmen og bætti svo við staf dóttur okkar. 

Maðurinn minn er: Frábær, staðfastur, öruggur og hinn helmingurinn minn. 

Rómantískasti staðurinn á landinu: Við sólsetrið á Bolafjalli í Bolungarvík. 

Fyndnasta minningin okkar saman: Vá það kemur margt upp í huga sem er bara fyndið ef maður var á staðnum en fyrsta sem kom upp var þegar ég var með köttinn okkar í svona baby sling og af einhverjum ástæðum þá missum við okkur bæði úr hlátri og hlæjum endalaust heillengi, var pottþétt fyndnara ef maður var á staðnum.

Hver væri titillinn á ævisögu ykkar? Það væri eflaust, betri saman eða annað svipað væmið. 

Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Við elskum hversdagsleikann svo mikið að þegar við gerum okkur dagamun þá ýkjum við hann eiginlega. Við kaupum okkur eitthvað extra gott og borðum það saman í kósý, púslum eða finnum glufu í deginum til að ná augnabliki saman. 

Hvernig myndir þú lýsa sambandinu ykkar? 

Sambandið okkar er ástríkt, venjulegt á besta hátt, fyndið, ekki fullkomið og hamingjusamt. 

Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Þá eigum við eitt tíu ára barn og eitt þrettán ár, þannig ætli við verðum ekki að finna okkur í hlutverki sem unglingaforeldrar, vonandi orðin hjón og komin í drauma húsið okkar á drauma staðnum. Njóta lífsins saman og öllu því sem það hefur upp á að bjóða. 

Ég bið ekki um mikið úr lífinu bara ef ég hef fólkið mitt þá er ég hamingjusöm. 

Hvernig viðhaldið þið neistanum? Við viðhöldum neistanum með því að vera raunsæ, svolítið leiðinlegt svar kannski en við gerum okkur svo innilega grein fyrir tímabilinu sem við erum í. Við erum með lítil börn og getum viðhaldið neistanum með því að styðja við hvort annað á þessu tímabili og styrkja. Við vitum að okkar tími saman tvö á stefnumótum og ferðalögum mun koma aftur seinna.

Ást er: Að finnast maður vera heima hvar sem það er í heiminum bara ef manneskjan þín er með þér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×