Samkvæmt nýjum reglugerðum verða bílarnir 30 kílógrömmum léttari en áður, 10 sentimetrum mjórri með 20 sentimetra mjórra hjólhaf og vélar sem keyra á allt að 50 prósent rafmagni. Nýir rafgeymar verða þrefalt öflugri en áður þekkist.
Heildarbreytingar og alla reglugerð FIA má sjá hér.
-30kg, -10cm width, -20cm wheel base, the 2026 Formula 1 car will be lighter, smaller and more nimble than its predecessor! 🏎️
— FIA (@fia) June 6, 2024
Go more in depth into the 2026 FIA Formula 1 Technical Regulation on FIA YouTube channel ➡️ https://t.co/v8lwl0CRwN#FIA @F1 pic.twitter.com/QsoVappCAp
Framúrtökur verða gerðar auðveldari með aukinni spyrnu sem öflugri rafgeymar bjóða upp á. Þá verða bílarnir útbúnir hliðarvængjum sem opnast á beinni braut til að minnka loftmótstöðu en lokast í beygjum til að auka hraða.
The new blueprint of the 2026 FIA Formula 1 car through every angle 🏎️✨ This concept and the 2026 FIA Formula 1 regulations are set to redefine speed, performance, sustainability and safety on track.
— FIA (@fia) June 6, 2024
Get all the info on https://t.co/vRtFSSO8ua@F1 #FIA pic.twitter.com/FJqSLc4NUS
Þessar breytingar hafa vakið áhuga Audi, ásamt því að endurvekja áhuga Honda á bílasmíðum.
Það verða því alls sex bílasmiðir í Formúlu 1 frá og með 2026; Mercedes, Ferrari, Renault, Red Bull, Audi og Honda.
„Í dag er FIA að skilgreina gríðarspennandi framtíð í akstursíþróttum. Samhliða liðunum í Formúlu 1 og með aðstoð þeirra munum við endurskilgreina íþróttina og sjá til þess að hún haldi enn betur velli í nútímaheimi,“ sagði Mohamed Ben Sulayem forseti FIA.