Miklar breytingar framundan á bílum í Formúlu 1 Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. júní 2024 17:30 Breytingar á reglugerð bílasmiða mun taka gildi keppnistímabilið 2026. x / @fia Alþjóðakstursíþróttasambandið, FIA, hefur kynnt reglubreytingar á bílasmíðum í Formúlu 1 sem munu taka gildi árið 2026. Bílar verða smærri, léttari, liprari og munu ganga fyrir allt að helmings raforkuafli. Samkvæmt nýjum reglugerðum verða bílarnir 30 kílógrömmum léttari en áður, 10 sentimetrum mjórri með 20 sentimetra mjórra hjólhaf og vélar sem keyra á allt að 50 prósent rafmagni. Nýir rafgeymar verða þrefalt öflugri en áður þekkist. Heildarbreytingar og alla reglugerð FIA má sjá hér. -30kg, -10cm width, -20cm wheel base, the 2026 Formula 1 car will be lighter, smaller and more nimble than its predecessor! 🏎️Go more in depth into the 2026 FIA Formula 1 Technical Regulation on FIA YouTube channel ➡️ https://t.co/v8lwl0CRwN#FIA @F1 pic.twitter.com/QsoVappCAp— FIA (@fia) June 6, 2024 Framúrtökur verða gerðar auðveldari með aukinni spyrnu sem öflugri rafgeymar bjóða upp á. Þá verða bílarnir útbúnir hliðarvængjum sem opnast á beinni braut til að minnka loftmótstöðu en lokast í beygjum til að auka hraða. The new blueprint of the 2026 FIA Formula 1 car through every angle 🏎️✨ This concept and the 2026 FIA Formula 1 regulations are set to redefine speed, performance, sustainability and safety on track.Get all the info on https://t.co/vRtFSSO8ua@F1 #FIA pic.twitter.com/FJqSLc4NUS— FIA (@fia) June 6, 2024 Þessar breytingar hafa vakið áhuga Audi, ásamt því að endurvekja áhuga Honda á bílasmíðum. Það verða því alls sex bílasmiðir í Formúlu 1 frá og með 2026; Mercedes, Ferrari, Renault, Red Bull, Audi og Honda. „Í dag er FIA að skilgreina gríðarspennandi framtíð í akstursíþróttum. Samhliða liðunum í Formúlu 1 og með aðstoð þeirra munum við endurskilgreina íþróttina og sjá til þess að hún haldi enn betur velli í nútímaheimi,“ sagði Mohamed Ben Sulayem forseti FIA. Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Samkvæmt nýjum reglugerðum verða bílarnir 30 kílógrömmum léttari en áður, 10 sentimetrum mjórri með 20 sentimetra mjórra hjólhaf og vélar sem keyra á allt að 50 prósent rafmagni. Nýir rafgeymar verða þrefalt öflugri en áður þekkist. Heildarbreytingar og alla reglugerð FIA má sjá hér. -30kg, -10cm width, -20cm wheel base, the 2026 Formula 1 car will be lighter, smaller and more nimble than its predecessor! 🏎️Go more in depth into the 2026 FIA Formula 1 Technical Regulation on FIA YouTube channel ➡️ https://t.co/v8lwl0CRwN#FIA @F1 pic.twitter.com/QsoVappCAp— FIA (@fia) June 6, 2024 Framúrtökur verða gerðar auðveldari með aukinni spyrnu sem öflugri rafgeymar bjóða upp á. Þá verða bílarnir útbúnir hliðarvængjum sem opnast á beinni braut til að minnka loftmótstöðu en lokast í beygjum til að auka hraða. The new blueprint of the 2026 FIA Formula 1 car through every angle 🏎️✨ This concept and the 2026 FIA Formula 1 regulations are set to redefine speed, performance, sustainability and safety on track.Get all the info on https://t.co/vRtFSSO8ua@F1 #FIA pic.twitter.com/FJqSLc4NUS— FIA (@fia) June 6, 2024 Þessar breytingar hafa vakið áhuga Audi, ásamt því að endurvekja áhuga Honda á bílasmíðum. Það verða því alls sex bílasmiðir í Formúlu 1 frá og með 2026; Mercedes, Ferrari, Renault, Red Bull, Audi og Honda. „Í dag er FIA að skilgreina gríðarspennandi framtíð í akstursíþróttum. Samhliða liðunum í Formúlu 1 og með aðstoð þeirra munum við endurskilgreina íþróttina og sjá til þess að hún haldi enn betur velli í nútímaheimi,“ sagði Mohamed Ben Sulayem forseti FIA.
Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira