Flæmskur aðskilnaðarflokkur sækir í sig veðrið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júní 2024 15:12 Tom van Grieken, formaður Vlaams Belang, hefur lýst Belgíu sem „þvingaðri giftingu“ Flæmingja og Vallóna. EPA/Olivier Hoslet Í dag ganga Belgar til þingkosninga ásamt því að kjósa til Evrópuþingsins. Skoðanakannanir benda til þess að flokkur sem berst fyrir því að leysa landið upp muni bæta talsverðu við sig. Í Flæmingjalandi er flokknum Vlaams Belang að vaxa ásmegin. Í fyrsta sinn stefnir í það að hann hljóti fleiri sæti en Nýja flæmska bandalagið sem hefur í gegnum tíðina verið vinælasti flokkur flæmskra íhaldsmanna. Helstu stefnumál flokksins er sjálfstætt Flæmingjaland ásamt strangri innflytjendastefnu. Guardian greinir frá. Tom van Grieken, formaður flokksins, vill stofna flæmskt lýðveldi og hefur áður lýst Belgíu sem „þvingaðri giftingu.“ Flokkurinn er með ríflega 27 prósenta fylgi í skoðanakönnunum sem er umtalsverð aukning frá síðustu þingkosningum þar sem hann hlaut 18 prósent flæmskra atkvæða. Stórsigur í kosningunum myndi þó ekki endilega duga til að koma flokknum í ríkisstjórn vegna langvarandi samkomulagi milli hinna flokkanna í landinu um að útiloka Vlaams Belang úr ríkisstjórnarmyndunarumræðum. Þetta samstarfsbann sem Belgar kalla „cordon sanitaire“ var sett á fyrirrennara flokksins vegna stefnu þess í innflytjendamálum sem var sögð stríða gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Svipað samvinnubann gildir einnig um jaðarhægri flokka í Evrópuþinginu. Vlaams Belang hefur aldrei verið í sveita- eða ríkisstjórn vegna bannsins sem sett var fyrir þremur áratugum síðan. Hljóti Vlaams Belang og Nýja flæmska bandalagið meirihluta atkvæði í flæmska þinginu gæti blað verið brotið í sögu belgískra stjórnmála. Belgía Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent Fleiri fréttir Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sjá meira
Í Flæmingjalandi er flokknum Vlaams Belang að vaxa ásmegin. Í fyrsta sinn stefnir í það að hann hljóti fleiri sæti en Nýja flæmska bandalagið sem hefur í gegnum tíðina verið vinælasti flokkur flæmskra íhaldsmanna. Helstu stefnumál flokksins er sjálfstætt Flæmingjaland ásamt strangri innflytjendastefnu. Guardian greinir frá. Tom van Grieken, formaður flokksins, vill stofna flæmskt lýðveldi og hefur áður lýst Belgíu sem „þvingaðri giftingu.“ Flokkurinn er með ríflega 27 prósenta fylgi í skoðanakönnunum sem er umtalsverð aukning frá síðustu þingkosningum þar sem hann hlaut 18 prósent flæmskra atkvæða. Stórsigur í kosningunum myndi þó ekki endilega duga til að koma flokknum í ríkisstjórn vegna langvarandi samkomulagi milli hinna flokkanna í landinu um að útiloka Vlaams Belang úr ríkisstjórnarmyndunarumræðum. Þetta samstarfsbann sem Belgar kalla „cordon sanitaire“ var sett á fyrirrennara flokksins vegna stefnu þess í innflytjendamálum sem var sögð stríða gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Svipað samvinnubann gildir einnig um jaðarhægri flokka í Evrópuþinginu. Vlaams Belang hefur aldrei verið í sveita- eða ríkisstjórn vegna bannsins sem sett var fyrir þremur áratugum síðan. Hljóti Vlaams Belang og Nýja flæmska bandalagið meirihluta atkvæði í flæmska þinginu gæti blað verið brotið í sögu belgískra stjórnmála.
Belgía Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent Fleiri fréttir Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sjá meira