Samkvæmt Kringvarpinu mun samningurinn tryggja launafólki þrettán prósenta launahækkun.
Verkfallið hófst þann ellefta maí síðastliðinn og hafði það mikil áhrif á færeyskt samfélag. Greint var frá því að hillur stæðu tómar í marvöruverslunum og að eldsneyti væri af mjög skornum skammti.
Ræstingarfólk var á meðal þeirra sem lögðu niður störf og þar af leiðandi þurfti að loka skólum leikskólum og dagvistunarstofnunum.
Þá var opinberri heimsókn Friðriks danakonungs og Maríu drottningar til Færeyja frestað. Þau ætluðu að vera í Færeyjum frá tólfta til fjórtánda júní.