Enski boltinn

Ten Hag heldur starfi sínu hjá Manchester United

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ten Hag kyssir FA bikarinn sem gæti vel hafa bjargað starfinu. 
Ten Hag kyssir FA bikarinn sem gæti vel hafa bjargað starfinu.  (AP Photo/Kin Cheung)

Eftir lokafundi tímabilsins hjá stjórnarmönnum Manchester United var ákveðið að Erik Ten Hag skyldi halda starfi sínu. 

David Ornstein hjá The Athletic greinir frá. Fyrr í dag var sagt frá því að hann væri hættur öllum getgátum um þjálfaramál félagsins. Slík yfirlýsing frá honum var því ekki væntanleg nema staðfesting lægi fyrir frá innanborðsmönnum í Manchester. 

Starf Ten Hag hefur verið í mikilli hættu. Árangur liðsins innan vallar hefur ekki unnið aðdáendur á hans borð og talið var að nýir eigendur og stjórnarmenn vildu hann burt. 

United endaði tímabilið í 8. sæti sem er þeirra versti árangur frá því enska úrvalsdeildin var sett á fót. Þá endaði liðið líka í neðsta sæti riðils síns í Meistaradeildinni

Ten Hag endaði tímabilið hins vegar á því að vinna Manchester City frekar óvænt í úrslitaleik FA bikarsins. 

Það var annar titill hans á tveimur tímabilum og gæti vel hafa bjargað starfinu. 

Manchester United mun hins vegar ganga í gegnum skipulagsbreytingar undir nýju eignarhaldi og nýr yfirmaður Ten Hag og allra knattspyrnumála hjá félaginu, Omar Berrada sem var áður hjá erkifjendunum City, mun taka við störfum í júlí. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×