Bíó og sjónvarp

Gerard Butler á klakanum í enn eitt skiptið

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Gerard Butler hefur elskað Ísland um langa hríð.
Gerard Butler hefur elskað Ísland um langa hríð. EPA-EFE/RONALD WITTEK

Skoski leikarinn Gerard Butler er staddur á landinu. Tilefnið eru tökur á spennumyndinni Greenland: Migration en tökurnar hófust í gær.

Fram kemur í Morgunblaðinu að tökurnar fari fram næstu tvær vikur. Þær fara fram í nágrenni Reykjavíkur en um sannkallaðan hasar verður að ræða og tökurnar í einhverjum tilvikum mjög umfangsmiklar.

True North framleiðir myndina hér á landi. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem skoski leikarinn sækir landið heim. Hann hefur reglulega komið hingað undanfarin ár, vinnu og skemmtunar vegna.

Fyrst kom hann hingað til lands árið 2004 þegar hann var staddur hér við tökur á myndinni Beowulf & Grendel. Hann hrósaði landinu við tilefnið í hástert og sagði Ísland eitthvað sem hvergi annars staðar væri hægt að finna.

Leikarinn hefur farið mikinn í skemmtanalífinu á Íslandi undanfarin ár. Árið 2014 var hann staddur hér í fríi og skemmti sér konunglega á Kaffibarnum svo athygli vakti. Haft var eftir gestum skemmtistaðarins í frétt á Vísi að hann hefði verið hinn skemmtilegasti og laus við alla stjörnustæla.

Butler komst svo aftur í fréttir hér á landi vegna skemmtana fyrir fimm árum síðan, í lok árs 2018 og í upphafi 2019. Hann skellti sér í bíó á kvikmyndina How To Train Your Dragon 3 ásamt Ólafi Darra Ólafssyni og félögum og dvaldi í töluverðan tíma á landinu. Sást meðal annars til hans í Iðnó við Reykjavíkurtjörn og á skemmtistaðnum sáluga Miami sem var eitt sinn á Hverfisgötu.


Tengdar fréttir

Brugðu á leik með Butler

Sölvi Tryggva og Halli Hansen skemmtu sér með skoska leikaranum þar síðustu helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×