Enski boltinn

Everton vill fá 80 milljónir punda fyrir Branthwaite

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jarrad Branthwaite mun væntanlega yfirgefa Everton í sumar.
Jarrad Branthwaite mun væntanlega yfirgefa Everton í sumar. vísir/getty

Man. Utd hefur náð samningi við Jarrad Branthwaite, varnarmann Everton, en þarf að opna veskið duglega til að fá hann.

Everton vill nefnilega fá að minnsta kosti 80 milljónir punda fyrir þennan 21 árs gamla varnamann.

Það gæti orðið vandamál því United er ekki til í að greiða svo mikið fyrir leikmanninn. Félögin munu funda í dag vegna málsins.

Harry Maguire var keyptur til United frá Leicester á sama verði árið 2019.

Everton er í fjárhagsvandræðum og hefur þegar gefið það út að leikmenn verði seldir til þess að rétta af fjárhag félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×