Öruggur sigur Sviss í fyrsta leik

Siggeir Ævarsson skrifar
Kwadwo Duah fagnar fyrsta marki leiksins af innlifun en þetta var jafnframt fyrsta landsliðsmark hans og aðeins hans annar leikur.
Kwadwo Duah fagnar fyrsta marki leiksins af innlifun en þetta var jafnframt fyrsta landsliðsmark hans og aðeins hans annar leikur. vísir/Getty

Svisslendingar byrja Evrópumótið á öruggum sigri 3-1 á Ungverjalandi. Fyrir leikinn höfðu Ungverjar ekki tapað keppnisleik síðan haustið 2022 en liðið tapaði ekki leik í undankeppninni. Þeir voru afar ólíkir sjálfum sér framan af leik og komust varla af eigin vallarhelmingi.

Attila Fiola sýnir loftfimleikavísir/Getty

Kwadwo Duah kom Sviss yfir strax á 12. mínútu en þetta var hans fyrsta landsliðsmark og aðeins hans annar landsleikur. Rétt fyrir hálfleik kom Michel Aebischer Svisslendingum svo í 2-0 með góðu skoti fyrir utan teig en þetta var jafnframt hans fyrsta landsliðsmark.

Michel Aebischer skorar sitt fyrsta landsliðsmark og kemur Sviss í 2-0vísir/Getty

Ungverjar voru öllu hressari í seinni hálfleik en þeir hafa eflaust fengið orð í eyra frá þjálfara sínum, Murat Yakin, í klefanum í hálfleik.

Mark frá þeim lá í loftinu og eftir nokkur góð færi hjá Barnabás Varga minnkaði hann muninn á 66. mínútu þar sem hann var vel staðsettur eftir fyrirgjöf og skallaði boltann hárnákvæmt í markið.

Barnabas Varga óð í færum í seinni hálfleik og uppskar eitt markvísir/Getty

Ungverjar settu mikinn kraft í að reyna að jafna leikinn sem þýddi að varnarleikur liðsins varð brothættur sem Svisslendingar færðu sér í nyt með skyndisóknum. Ein slík bar ávöxt á 94. mínútu þegar varamaðurinn Bendegúz Bolla kom boltanum í netið.

Niðurstaðan nokkuð sanngjarn 3-1 sigur Sviss en Ungverjar náðu ekki að sýna sitt rétta andlit nema í stutta stund í dag.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira