Rafíþróttir

Verðlaunapottur upp á 60 milljónir dollara á heims­meistara­móti í rafíþróttum

Atli Már Guðfinsson skrifar
DreamHack

Sigursæl endurkoma DreamHack til Jönköping laðaði að sér gesti frá yfir 58 löndum, þar á meðal topp tónlistarmenn, áhrifavalda og atvinnumenn.

DreamHack Summer er þriggja daga rafíþróttahátíð sem fór fram 14. - 16. Júní. Á hátíðinni voru 32.000 þúsund tölvuleikjaspilarar, áhrifavaldar og aðdáendur frá 58 löndum sem komu saman í heimaborg DreamHack, Jönköping, fyrir tónlistaratriði, Cosplay, LAN partí og heimsins bestu rafíþróttaleikmenn. 

„Rætur DreamHack í Svíþjóð hafa aldrei verið sterkari og áhorfendur DreamHack Summer sýna einmitt það,“ sagði Shahin Zarrabi, varaforseti hátíða hjá ESL FACEIT Group. „Þetta hefur verið merkilegt ár fyrir okkur og við erum spennt að halda áfram að byggja á þessum árangri í Atlanta og Stokkhólmi síðar á þessu ári.“

DreamHack Summer náði til allra þátta leikjaaðdáenda yfir helgina. Þar má nefna frábær tónlistaratriði á aðalsviði, sýningarsvæði , creator meet and greet, Cosplay keppni og ekki má gleyma stjörnufyllta gestalista DreamHack. Aðdáendur nutu tónlistar frá flytjendum eins og Little Sis Nora, Fröken Snusk og fleirum.

Hátíðin innihélt einnig fimm rafíþróttakeppnir, þar á meðal ESL Challenger og Svenska Elitserien, stærsta rafíþróttadeild Svíþjóðar og þrjár undanúrslitakeppnir fyrir eSports World Cup.

Atli Már stjórnarmeðlimur hjá Rafíþróttasambandi Íslands var viðstaddur á DreamHack og sýndi hann frá hátíðinni á Instagram síðu RÍSÍ.

Þetta var mögnuð upplifun, ég var með gæsahúð allan tímann og mæli klárlega með þessu fyrir alla sem hafa áhuga á tölvuleikjum

Spennan heldur áfram síðar á þessu ári með endurkomu DreamHack Atlanta frá 4.-6. október og aftur til Evrópu frá 22.-24. nóvember með DreamHack Stokkhólm í Stockholmsmässan. Þriggja daga miðar fyrir DreamHack Stokkhólmi eru til sölu frá 8.500kr og fyrir DreamHack Atlanta frá 13.000kr, frekari upplýsingar er hægt að finna á dreamhack.com.

Emma Andersson

Hápunktar hátíðarinnar

DreamHack Summer bauð upp á glæslilega dagskrá á aðalsviðinu, miðpunkt hátíðarinnar

Þar var stöðugt streymi af lifandi tónlist, uppistandi, creator showcase og fleira. Hápunktar eru meðal annars:

DreamHack Cosplay keppni blæs líf í aðdáendur með verðlaunafé sem hljóðar upp á 25.000 SEK eða um það bil 330.000kr

Sigurvegarar voru þau, Marugitto, Remedy og NotTitanicCal sem deildu verðlaunaféinu úr verðlaunapottinum. Keppnin var dæmd af virtu búningadómurunum, Faroni, Knightofwands og Ailyta. Tokah tryggði sér sæti í Evrópu „Meistarakeppninni“ , og keppir fyrir hönd Svíþjóð á YuniCon í Vínarborg, Austurríki síðar á þessu ári.

Complexity lyftir ESL Challenger bikarnumLuc Bouchon

Niðurstöður Rafíþróttamóts

Complexity kom, sá og sigraði ESL Challenger í verðlaunafé er $100.000 eða um 14 milljónir.

Eftir viku af hasarfullum Counter-Strike leikjum, náðu norðuramerísku stjörnurnar Complexity, ESL Challenger titlinum og unnu þar með $100.000 verðlaunafé. Þeir spiluðu fyrir fullan sal af aðdáendum og vantaði ekki upp á stemminguna. Þeir sigruðu Team Falcons í úrslitaleiknum, 2-0. Ásamt Complexity sem heldur sæti á EPL, hafa Team Falcons unnið sér sæti í ESL Pro League season 20.

Í undanúrslitum á Sunnudag voru Falcons fyrstir til að ná 2-0 sigri yfir ENCE, og útrýmdu finnsku íþróttahetjunum, og tryggðu sér sæti í stórúrslitunum. Complexity sendi svo sinn keppinaut heim, Serbia Aurora með 2-1 sigri og tryggði sér pláss gegn Team Falcons.

Leikmenn tryggja sér sæti á Esports World Cup á DreamHack

Undanúrslit DreamHack Summer á eSports World Cup gaf keppendum tækifæri til að keppa á einu af stærstu sviðum heimsins á eSports World Cup í sumar. Færustu leikmenn í TEKKEN 8, EA SPORTS FC™ og Street Fighter 6 munu nú fara til Riyadh næsta mánuð til að keppast um hlut af 60 milljón dollara verðlaunapotti. Sigurvegarar DreamHack Summer keppni eru hér fyrir neðan:

EA SPORTS FC™

  • Matias Bonanno (Manchester City)
  • Abu Makkah (Team Falcons)
  • Levi de Weerd (Team Gullit)
  • GoalPoacher (1J Esports)
  • Anders Vejrgang (RB Leipzig)
  • Young (Tuzzy E-Sports)

TEKKEN 8

  • Raef “Raef” Alturkistani
  • Kane "KaneAndTrench" Heartfield
  • Georges "Jodd" Nguende
  • Bae "Knee" Jae-Min
  • Lee “EDGE” Ju-hyung
  • Kim "Kkokkoma" Mu-jong
  • Takaba “Keisuke” Keisuke
  • Oh "Meo-IL" Dae-il

Street Fighter 6

  • Big Bird (SIGURVEGARI)
  • Masaki "Kawano" Kawano
  • Hiromiki "Itabashi Zangief" Kumada
  • Zeng "Xiao Hai" Zhuojun
  • Chiu "Rainpro" Chin-yat
  • Masato "Bonchan" Takahashi
  • Hikaru "Hikaru" Nakatani
  • Victor “Punk” Woodley
Elliot Le Corre
Elliot Le Corre


Tengdar fréttir

DreamHack Summer 2024

Um helgina á eitt stærsta rafíþróttamót Evrópu, Dreamhack Summer sér stað. Mótið er haldið árlega Í Jönköping í Svíþjóð en búist er við 52.000 gestum yfir helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×