Myndaveisla: Þær voru fjallkonur um land allt í ár Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. júní 2024 15:51 Fjallkonurnar voru hver annarri glæsilegri í ár. Á áttatíu ára afmæli lýðveldisins var blásið til hátíðarhalda víða um land. Að vanda var fjallkona valin til að klæðast þjóðbúningi og flytja ljóð í hér um bil hverju sveitarfélagi. Vísir tók saman fjölda fjallkvenna sem fluttu ávarp á 17. júní í ár frá hinum ýmsu sveitarfélögum og bæjum landsins. Stuðst var við vefsíður sveitarfélaga og samfélagsmiðlafærslur. Sem fyrr virðast svörtu og bláu kyrtlarnir vinsælustu þjóðbúningarnir meðal fjallkvennanna, en auk þeirra mátti sjá skautbúninga og hvítan kyrtil. Þá eru margar hverjar með krullur í hári. Reykjavík Ebba Katrín Finnsdóttir var fjallkonan í Reykjavík í ár. Hún klæddist hinum víðfræga skautbúningi sem er í vörslu Árbæjarsafns og Ríkisútvarpið fjallaði ítarlega um í heimildamyndinni Fjallkonan að kvöldi þjóðhátíðardagsins. Reykjavíkurborg Ebba flutti ávarp eftir Berg Ebba Benediktsson. Í því fjallar hún um ættjarðarástina sem leynist í hinu hversdagslega. Hafnarfjörður Fjallkonan í Hafnarfirði í ár var Björk Níelsdóttir tónlistarkona. Hún flutti ávarp á Thorsplani, en Hafnarfjarðarbær stóð fyrir metnaðarfullri dagskrá í tilefni dagsins sem hófst klukkan átta um morguninn og lauk klukkan tíu um kvöldið. Björk skartaði bláum kyrtli í tilefni dagsins. Björk Níelsdóttir fjallkona í Hafnarfirði. Instagram Kópavogur Lilja Sigurðardóttir rithöfundur og fráfarandi bæjarlistamaður Kópavogs var fjallkona bæjarins í ár. Hún flutti ljóðið Þulu frá Týli eftir Jóhannes úr Kötlum. Hún var í glæsilegum skautbúningi frá Þjóðdansafélagi Íslands. Lilja var bæjarlistamaður Kópavogs 2023-2024.Facebook Akureyri Á þjóðhátíðahöldunum í Lystigarðinum á Akureyri var Diljá María Jóhannsdóttir nýstúdent frá Menntaskólanum á Akureyri fjallkona. Hefðin á Akureyri er örlítið frábrugðin því sem viðgengst víða annars staðar að því leyti að fjallkonan flytur ávarp frá eigin brjósti. Diljá María klæddist hvítum kyrtli. Elísabet Ögn Jóhannsdóttir/Akureyrarbær Útskriftarathöfn MA fór venju samkvæmt fram á þjóðhátíðardaginn sjálfan og voru Akureyringarnir sérlega heppnir með veður að þessu sinni. Garðabær og Bessastaðahreppur Sigrún Ósk Ólafsdóttir úr kvenfélagi Álftaness var fjallkonan á áttatíu ára lýðveldisafmælinu í Garðabæ og Bessastaðahreppi. Hún klæddist skautbúningi í eigu kvenfélags Álftaness og flutti ljóð eftir Þórarinn Eldjárn á hátíðardagskrá á Garðatorgi. Sigrún Ósk Ólafsdóttir í tignarlegum skautbúningi. Garðabær Mosfellsbær Í Mosfellsbæ fékk Ástrós Hind Rúnarsdóttir þann heiður að vera fjallkonan. Ástrós útskrifaðist sem bókmenntafræðingur frá Háskóla Íslands á laugardaginn og ákvað í tilefni dagsins að flytja ljóð eftir Ólöfu frá Hlöðum, sem var einmitt umfjöllunarefni lokaverkefnis hennar í bókmenntafræðinni. Ástrós klæddist bláum kyrtli. Ástrós ásamt Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra á hátíðahöldunum. Mosfellsbær Þingvellir Leikkonan Edda Björg Eyjólfsdóttir var fjallkonan á hátíðarhöldunum á Þingvöllum. Þegar lýðveldið Ísland var sett þann 17. júní 1944 stóð til að Kristjana Milla Thorsteinsson, sem hafði verið valin fjallkona, flytti ljóð við athöfnina. En hún fékk aldrei að stíga á svið. Edda flutti ljóð Guðmundar Böðvarssonar, sama ljóð og Kristjönu hafði verið falið að flytja. Edda Björg glæsileg. Facebook Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var við hátíðahöldin á þingvöllum. Hann leiddi sögugöngu um svæðið og hlýddi á söng af ýmsu tagi. „Í sögugöngunni tókum við lagið og fjöldi kóra sömuleiðis, auk annars tónlistarfólks. Þá nefni ég sérstaklega fallega stund í Almannagjá þegar fjallkonan flutti ávarp eins og til stóð fyrir hartnær 80 árum en fórst þá fyrir. Við erum alltaf að reyna að gera betur, við Íslendingar,“ segir Guðni á Facebook. Selfoss Ásrún Aldís Hreinsdóttir Selfyssingur og Gettu betur kempa var fjallkonan á Selfossi í ár. Hún flutti ljóðið Fjallganga eftir Tómas Guðmundsson á hátíðarhöldunum. Skautbúningurinn er í eigu kvenfélags Selfoss. Ásrún Aldís fjallkona. Facebook Suðurnesjabær Fjallkona Suðurnesjabæjar var Hafdís Birta Hallvarðsdóttir. Hún las upp ljóðið 17. júní 1948 eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur rithöfund. Ljóðið var einmitt flutt í Sandgerði þann sama dag fyrir 76 árum og má finna í ljóðabókinni Hugsað heim, sem kom úr árið 1962. Hafdís Birta með bókina sem hún las ljóðið úr. Byggðasafnið á Garðsskaga Vestmannaeyjar Fjallkonan í Vestmannaeyjum var Barbora Gorová. Barbora flutti hátíðarljóð í tilefni dagsins. Hún var klædd í fallegan bláan kyrtil. Hefð er fyrir því að skátar hylli íslenska fánann meðan fjallkona flytur ávarp. Eyjafréttir Þorlákshöfn Fjallkonan í Þorlákshöfn að þessu sinni Var Þ. Auður Ævarr Sveinsdóttir. Kvenfélagskonur í Þorlákshöfn áttu umsjón með búningnum og saumaði móðir hennar kyrtilinn sem hún klæddist. Auður ásamt móður sinni og fánaberum. Facebook Akranes Helga Ingibjörg Akranesmær og fjallkona. Akranesbær Fjallkona Akraneskaupstaðar í ár er Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir ferðamálafræðingur og lögreglukona. Helga las ljóðið 1974, þjóðhátíðarljóð, eftir langafa sinn Guðmund Böðvarsson á hátíðarhöldunum. Á vef Akranesbæjar má nálgast stutt æviágrip um Helgu. Hún flutti 13 ára á Akranes og hóf nám í Brekkubæjarskóla. Hún stundaði fótbolta í yngri flokkum ÍA og endaði ferilinn í meistaraflokki félagsins. Helga Ingibjörg er menntaður ferðamálafræðingur og lögreglumaður og hefur hún unnið hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár. Einnig er óhætt að titla Helgu sem söngkonu en hún tók þátt í undankeppni júróvision árið 2020 með lagið Klukkan tifar. Þá sigraði hún Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2006. Snæfellsbær Patrycja Rekeltiene var fjallkona Snæfellsbæjar árið 2024. Hér heldur hún á nýútgefnu bókinni Fjallkonan: „Þú ert móðir vor kær“. Patrycja fjallkona. Snæfellsbær Ísafjarðarbær Glampandi sólskin var á hátíðahöldum á Eyrartúni á Ísafirði í tilefni 17. júní. Jóhanna Eva Gunnarsdóttir var fjallkonan í ár þar á bæ og flutti ljóð eftir Ísfirðinginn Tómas Emil Guðmundsson Hansen. Blái liturinn tók sig vel út í blíðunni fyrir vestan. Halldór Sveinbjörnsson Egilsstaðir Elva Rún Klausen heitir fjallkonan á Egilsstöðum í ár. Á þjóðhátíðardaginn viðraði einstaklega vel. Hún flutti ræðu í óbundnu máli. Skautbúningu Evu var grænleitur að sjá í sólskininu.Aðsend Hvolsvöllur Fjallkonan á Hvolsvelli þetta árið var hún Jódís Assa Antonsdóttir. Ragnhildur Jónsdóttir Hveragerði Fjallkona Hveragerðis var að þessu sinni Ásta Björg Ásgeirsdóttir kirkjuvörður og fánaberar hennar voru þær Sigríður Jóhannesdóttir Danner skátaforingi og Sjöfn Ingvarsdóttir flokksforingi og dóttir Ástu. Ingibjörg Zoëga Laugarvatn Sara Rosida Guðmundsdóttir nýstúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni var fjallkonan fyrir Laugarvatn og Laugardalinn í Bláskógabyggð. Sara Rosida Guðmundsdóttir nýstúdent var fjallkona Laugarvatns.Helga Kristín Sæbjörnsdóttir Borgarnes Fjallkonan í Borgarnesi var hún Edda María Jónsdóttir nýstúdent frá Menntaskólanum í Borgarfirði. Edda María Jónsdóttir nýstúdent og fjallkona Borgarness.Svavar Magnússon Hornafjörður Fjallkona Hornfirðinga þetta árið var hún Arna Lind Kristinsdóttir, nemi við Verslunarskóla Íslands. Hún flutti ljóðið aldamót eftir Hákon Aðalsteinsson. Arna Lind Kristinsdóttir fjallkona Hornafjarðar.Erla Þórhallsdóttir Þekkir þú fjallkonu sem hefur enn ekki ratað í myndaveisluna? Allar ábendingar á Ritstjorn@visir.is eru vel þegnar. Hella Fjallkonan í Hellu þetta árið var Rakel Ýr Sigurðardóttir. Ösp Viðarsdóttir Fjallabyggð Í Fjallabyggð var Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor Háskólans á Bifröst fjallkona þetta árið. Vopnafjörður Fjallkonan á Vopnafirði var Þórhildur Inga Hreiðarsdóttir. Hún útskrifaðist úr 10. bekk Vopnafjarðarskóla núna í vor. Þórhildur Inga Hreiðarsdóttir var fjallkonan á Vopnafirði. Seltjarnarnes Hrefna Kristmannsdóttir, jarðeðlisfræðingur og prófessor emertia og flutti hún ljóðið Hver á sér fegra föðurland eftir Huldu. Val fjallkonunnar að þessu sinni tengdist 80 ára afmæli íslenska lýðveldisins en Hrefna er fædd þann 20. maí 1944 og varð því einmitt 80 ára í ár. Þegar að Hrefna fæddist var Ísland enn undir stjórn danakonungs en þegar að hún var skírð var Ísland orðin fullvalda þjóð eftir stofnun lýðveldisins þann 17. júní 1944. Sem fjallkona okkar Seltirninga kom Hrefna fram í upphlut sem hún saumaði sjálf en maðurinn hennar Axel Björnsson heitinn sá um baldýra á milli borðaskrautsins á búningnum. Við upphlutinn bar Hrefna fallegt skraut frá ömmu sinni. Hrefna Kristmannsdóttir var fjallkonan á Seltjarnarnesi. Hrefna valdi að flytja ljóðið, Hver á sér fegra föðurland, eftir Huldu (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind). Ljóðið samdi Hulda sérstaklega árið 1944 í tilefni af stofnun íslenska lýðveldisins en hún sendi það inn í ljóðasamkeppni sem hún sigraði ásamt ljóði Jóhannesar úr Kötlum, Land míns föður. Hrefna var glæsileg fjallkona Seltjarnarness 2024 og flutti fallega hið táknræna ljóð Huldu sem á ekki síður við í dag en fyrir 80 árum. Takk Hrefna Kristmannsdóttir 17. júní Íslensk flík Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Vísir tók saman fjölda fjallkvenna sem fluttu ávarp á 17. júní í ár frá hinum ýmsu sveitarfélögum og bæjum landsins. Stuðst var við vefsíður sveitarfélaga og samfélagsmiðlafærslur. Sem fyrr virðast svörtu og bláu kyrtlarnir vinsælustu þjóðbúningarnir meðal fjallkvennanna, en auk þeirra mátti sjá skautbúninga og hvítan kyrtil. Þá eru margar hverjar með krullur í hári. Reykjavík Ebba Katrín Finnsdóttir var fjallkonan í Reykjavík í ár. Hún klæddist hinum víðfræga skautbúningi sem er í vörslu Árbæjarsafns og Ríkisútvarpið fjallaði ítarlega um í heimildamyndinni Fjallkonan að kvöldi þjóðhátíðardagsins. Reykjavíkurborg Ebba flutti ávarp eftir Berg Ebba Benediktsson. Í því fjallar hún um ættjarðarástina sem leynist í hinu hversdagslega. Hafnarfjörður Fjallkonan í Hafnarfirði í ár var Björk Níelsdóttir tónlistarkona. Hún flutti ávarp á Thorsplani, en Hafnarfjarðarbær stóð fyrir metnaðarfullri dagskrá í tilefni dagsins sem hófst klukkan átta um morguninn og lauk klukkan tíu um kvöldið. Björk skartaði bláum kyrtli í tilefni dagsins. Björk Níelsdóttir fjallkona í Hafnarfirði. Instagram Kópavogur Lilja Sigurðardóttir rithöfundur og fráfarandi bæjarlistamaður Kópavogs var fjallkona bæjarins í ár. Hún flutti ljóðið Þulu frá Týli eftir Jóhannes úr Kötlum. Hún var í glæsilegum skautbúningi frá Þjóðdansafélagi Íslands. Lilja var bæjarlistamaður Kópavogs 2023-2024.Facebook Akureyri Á þjóðhátíðahöldunum í Lystigarðinum á Akureyri var Diljá María Jóhannsdóttir nýstúdent frá Menntaskólanum á Akureyri fjallkona. Hefðin á Akureyri er örlítið frábrugðin því sem viðgengst víða annars staðar að því leyti að fjallkonan flytur ávarp frá eigin brjósti. Diljá María klæddist hvítum kyrtli. Elísabet Ögn Jóhannsdóttir/Akureyrarbær Útskriftarathöfn MA fór venju samkvæmt fram á þjóðhátíðardaginn sjálfan og voru Akureyringarnir sérlega heppnir með veður að þessu sinni. Garðabær og Bessastaðahreppur Sigrún Ósk Ólafsdóttir úr kvenfélagi Álftaness var fjallkonan á áttatíu ára lýðveldisafmælinu í Garðabæ og Bessastaðahreppi. Hún klæddist skautbúningi í eigu kvenfélags Álftaness og flutti ljóð eftir Þórarinn Eldjárn á hátíðardagskrá á Garðatorgi. Sigrún Ósk Ólafsdóttir í tignarlegum skautbúningi. Garðabær Mosfellsbær Í Mosfellsbæ fékk Ástrós Hind Rúnarsdóttir þann heiður að vera fjallkonan. Ástrós útskrifaðist sem bókmenntafræðingur frá Háskóla Íslands á laugardaginn og ákvað í tilefni dagsins að flytja ljóð eftir Ólöfu frá Hlöðum, sem var einmitt umfjöllunarefni lokaverkefnis hennar í bókmenntafræðinni. Ástrós klæddist bláum kyrtli. Ástrós ásamt Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra á hátíðahöldunum. Mosfellsbær Þingvellir Leikkonan Edda Björg Eyjólfsdóttir var fjallkonan á hátíðarhöldunum á Þingvöllum. Þegar lýðveldið Ísland var sett þann 17. júní 1944 stóð til að Kristjana Milla Thorsteinsson, sem hafði verið valin fjallkona, flytti ljóð við athöfnina. En hún fékk aldrei að stíga á svið. Edda flutti ljóð Guðmundar Böðvarssonar, sama ljóð og Kristjönu hafði verið falið að flytja. Edda Björg glæsileg. Facebook Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var við hátíðahöldin á þingvöllum. Hann leiddi sögugöngu um svæðið og hlýddi á söng af ýmsu tagi. „Í sögugöngunni tókum við lagið og fjöldi kóra sömuleiðis, auk annars tónlistarfólks. Þá nefni ég sérstaklega fallega stund í Almannagjá þegar fjallkonan flutti ávarp eins og til stóð fyrir hartnær 80 árum en fórst þá fyrir. Við erum alltaf að reyna að gera betur, við Íslendingar,“ segir Guðni á Facebook. Selfoss Ásrún Aldís Hreinsdóttir Selfyssingur og Gettu betur kempa var fjallkonan á Selfossi í ár. Hún flutti ljóðið Fjallganga eftir Tómas Guðmundsson á hátíðarhöldunum. Skautbúningurinn er í eigu kvenfélags Selfoss. Ásrún Aldís fjallkona. Facebook Suðurnesjabær Fjallkona Suðurnesjabæjar var Hafdís Birta Hallvarðsdóttir. Hún las upp ljóðið 17. júní 1948 eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur rithöfund. Ljóðið var einmitt flutt í Sandgerði þann sama dag fyrir 76 árum og má finna í ljóðabókinni Hugsað heim, sem kom úr árið 1962. Hafdís Birta með bókina sem hún las ljóðið úr. Byggðasafnið á Garðsskaga Vestmannaeyjar Fjallkonan í Vestmannaeyjum var Barbora Gorová. Barbora flutti hátíðarljóð í tilefni dagsins. Hún var klædd í fallegan bláan kyrtil. Hefð er fyrir því að skátar hylli íslenska fánann meðan fjallkona flytur ávarp. Eyjafréttir Þorlákshöfn Fjallkonan í Þorlákshöfn að þessu sinni Var Þ. Auður Ævarr Sveinsdóttir. Kvenfélagskonur í Þorlákshöfn áttu umsjón með búningnum og saumaði móðir hennar kyrtilinn sem hún klæddist. Auður ásamt móður sinni og fánaberum. Facebook Akranes Helga Ingibjörg Akranesmær og fjallkona. Akranesbær Fjallkona Akraneskaupstaðar í ár er Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir ferðamálafræðingur og lögreglukona. Helga las ljóðið 1974, þjóðhátíðarljóð, eftir langafa sinn Guðmund Böðvarsson á hátíðarhöldunum. Á vef Akranesbæjar má nálgast stutt æviágrip um Helgu. Hún flutti 13 ára á Akranes og hóf nám í Brekkubæjarskóla. Hún stundaði fótbolta í yngri flokkum ÍA og endaði ferilinn í meistaraflokki félagsins. Helga Ingibjörg er menntaður ferðamálafræðingur og lögreglumaður og hefur hún unnið hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár. Einnig er óhætt að titla Helgu sem söngkonu en hún tók þátt í undankeppni júróvision árið 2020 með lagið Klukkan tifar. Þá sigraði hún Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2006. Snæfellsbær Patrycja Rekeltiene var fjallkona Snæfellsbæjar árið 2024. Hér heldur hún á nýútgefnu bókinni Fjallkonan: „Þú ert móðir vor kær“. Patrycja fjallkona. Snæfellsbær Ísafjarðarbær Glampandi sólskin var á hátíðahöldum á Eyrartúni á Ísafirði í tilefni 17. júní. Jóhanna Eva Gunnarsdóttir var fjallkonan í ár þar á bæ og flutti ljóð eftir Ísfirðinginn Tómas Emil Guðmundsson Hansen. Blái liturinn tók sig vel út í blíðunni fyrir vestan. Halldór Sveinbjörnsson Egilsstaðir Elva Rún Klausen heitir fjallkonan á Egilsstöðum í ár. Á þjóðhátíðardaginn viðraði einstaklega vel. Hún flutti ræðu í óbundnu máli. Skautbúningu Evu var grænleitur að sjá í sólskininu.Aðsend Hvolsvöllur Fjallkonan á Hvolsvelli þetta árið var hún Jódís Assa Antonsdóttir. Ragnhildur Jónsdóttir Hveragerði Fjallkona Hveragerðis var að þessu sinni Ásta Björg Ásgeirsdóttir kirkjuvörður og fánaberar hennar voru þær Sigríður Jóhannesdóttir Danner skátaforingi og Sjöfn Ingvarsdóttir flokksforingi og dóttir Ástu. Ingibjörg Zoëga Laugarvatn Sara Rosida Guðmundsdóttir nýstúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni var fjallkonan fyrir Laugarvatn og Laugardalinn í Bláskógabyggð. Sara Rosida Guðmundsdóttir nýstúdent var fjallkona Laugarvatns.Helga Kristín Sæbjörnsdóttir Borgarnes Fjallkonan í Borgarnesi var hún Edda María Jónsdóttir nýstúdent frá Menntaskólanum í Borgarfirði. Edda María Jónsdóttir nýstúdent og fjallkona Borgarness.Svavar Magnússon Hornafjörður Fjallkona Hornfirðinga þetta árið var hún Arna Lind Kristinsdóttir, nemi við Verslunarskóla Íslands. Hún flutti ljóðið aldamót eftir Hákon Aðalsteinsson. Arna Lind Kristinsdóttir fjallkona Hornafjarðar.Erla Þórhallsdóttir Þekkir þú fjallkonu sem hefur enn ekki ratað í myndaveisluna? Allar ábendingar á Ritstjorn@visir.is eru vel þegnar. Hella Fjallkonan í Hellu þetta árið var Rakel Ýr Sigurðardóttir. Ösp Viðarsdóttir Fjallabyggð Í Fjallabyggð var Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor Háskólans á Bifröst fjallkona þetta árið. Vopnafjörður Fjallkonan á Vopnafirði var Þórhildur Inga Hreiðarsdóttir. Hún útskrifaðist úr 10. bekk Vopnafjarðarskóla núna í vor. Þórhildur Inga Hreiðarsdóttir var fjallkonan á Vopnafirði. Seltjarnarnes Hrefna Kristmannsdóttir, jarðeðlisfræðingur og prófessor emertia og flutti hún ljóðið Hver á sér fegra föðurland eftir Huldu. Val fjallkonunnar að þessu sinni tengdist 80 ára afmæli íslenska lýðveldisins en Hrefna er fædd þann 20. maí 1944 og varð því einmitt 80 ára í ár. Þegar að Hrefna fæddist var Ísland enn undir stjórn danakonungs en þegar að hún var skírð var Ísland orðin fullvalda þjóð eftir stofnun lýðveldisins þann 17. júní 1944. Sem fjallkona okkar Seltirninga kom Hrefna fram í upphlut sem hún saumaði sjálf en maðurinn hennar Axel Björnsson heitinn sá um baldýra á milli borðaskrautsins á búningnum. Við upphlutinn bar Hrefna fallegt skraut frá ömmu sinni. Hrefna Kristmannsdóttir var fjallkonan á Seltjarnarnesi. Hrefna valdi að flytja ljóðið, Hver á sér fegra föðurland, eftir Huldu (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind). Ljóðið samdi Hulda sérstaklega árið 1944 í tilefni af stofnun íslenska lýðveldisins en hún sendi það inn í ljóðasamkeppni sem hún sigraði ásamt ljóði Jóhannesar úr Kötlum, Land míns föður. Hrefna var glæsileg fjallkona Seltjarnarness 2024 og flutti fallega hið táknræna ljóð Huldu sem á ekki síður við í dag en fyrir 80 árum. Takk Hrefna Kristmannsdóttir
Þekkir þú fjallkonu sem hefur enn ekki ratað í myndaveisluna? Allar ábendingar á Ritstjorn@visir.is eru vel þegnar.
17. júní Íslensk flík Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira