Lífið

Stjörnurnar streymdu í nýja VIP stúku Vals

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu, Ögmundur Kristinsson, markvörður A.E. Kifisia í Grikklandi, og Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður Leuven og íslenska landsliðsins, létu sig ekki vanta.
Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu, Ögmundur Kristinsson, markvörður A.E. Kifisia í Grikklandi, og Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður Leuven og íslenska landsliðsins, létu sig ekki vanta. Himmi

Það var margt um manninn á leik Vals og Víkings á N1-vellinum í gærkvöldi. Valsmenn buðu upp á sérstaka VIP-stúku þar sem boðið var upp á veitingar fyrir leik og í hálfleik.

Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, fór yfir hvernig hann ætlaði að leggja leikinn upp með gestum í stúkunni og þá héldu Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson, fyrrum þjálfarar Vals tölu. 

Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli.

Myndir frá stúkunni má sjá hér fyrir neðan:

Andri Lucas Guðjohnsen knattspyrnumaður og Stiven Tobar Valencia fyrrum leikmaður handboltaliðs Vals.Himmi
Lilja Guðrún Liljarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir voru mættar til að styðja sína menn í Val.Himmi
Sigurbjörn Hreiðarsson og Ólafur Jóhannesson héldu tölu fyrir gesti og fóru yfir leikinn.Himmi
Sigurbjörn B. Edvardsson og Anna Lára Ragnarsdóttir eru miklir Valsarar.Himmi
Kristín Jónsdóttir, Heiðar Ingi Ólafsson og Gurrý Jónsdóttir væru alsæl með Íslandsmeistarabikarinn í bakgrunn.Himmi
Ágúst Einþórsson, betur þekktur sem Gústi Bakari, ásamt þeim Finni Frey Stefánssyni og Berki Edvardssyni.Himmi
Valsgoðsagnir spjalla. Sævar Jónsson, Jón Grétar Jónsson, Sigurbjörn Hreiðarsson, Guðni Bergsson og Hörður Hilmarsson.Himmi
Guðlaugur Victor Pálsson, Börkur Edvardsson og Alfreð Finnbogason.Himmi
Anthony Karl Gregory, sem skoraði eitt frægasta mark Vals þegar hann jafnaði metin með bakfallsspyrnu í bikarúrslitaleik gegn KA árið 1992. Við hlið hans er Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ.Himmi
Hlaðvarpskóngarnir Jóhann Skúli Jónsson og Orri Eiríksson voru í góðum gír í VIP-stúkunni.Himmi
Fyrrum knattspyrnumaðurinn Gylfi Einarsson og umboðsmaðurinn Dan Mikal Ihlen-Hansen voru að sjálfsögðu mættir.Himmi
Björgvin Páll Gústafsson handboltamarkvörður og Breki Logason stjórnarmaður í Val.Himmi
Finnur Freyr Stefánsson ásamt feðgunum Boga Siguroddsyni og Stefáni Þór Bogasyni.Himmi





Fleiri fréttir

Sjá meira


×