Erlent

Líf­vörður Sunaks veðjaði á hve­nær yrði kosið

Árni Sæberg skrifar
Lögreglumenn fylgja Sunak hvert sem hann fer. Nú hefur einn þeirra verið handtekinn.
Lögreglumenn fylgja Sunak hvert sem hann fer. Nú hefur einn þeirra verið handtekinn. Sedat Suna/Getty Images

Lögreglumaður sem gætir öryggis Rishis Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið handtekinn vegna gruns um veðmálasvindl. Honum er gefið að sök að hafa veðjað á það hvenær Bretar myndi ganga til kosninga.

Þann 22. maí síðastliðinn hélt Sunak nokkuð óvæntan blaðamannafund þar sem hann tilkynnti ákvörðun sína um að boða til kosninga þann 4. júlí næstkomandi. Þá ákvörðun tók hann í kjölfar þess að Íhaldsflokkurinn galt afhroð í sveitarstjórnarkosningum í Bretlandi.

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Veðmálaeftirlit Bretlands hafi sett sig í samband við Lögregluna í Lundúnum á föstudag og greint frá því að lögreglumaður í teyminu sem gætir Sunaks hafi veðjað á hvenær yrði kosið.

Lögreglumaðurinn hafi þá verið sendur í leyfi og í kjölfarið handtekinn vegna gruns um brot í opinberu starfi á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×