Arne Slot fær auðveldustu byrjunina í deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júní 2024 09:31 Arne Slot hefur allt til alls til að byrja vel sem knattspyrnustjóri Liverpool. Getty/Andrew Powell Nýr knattspyrnustjóri Liverpool þarf ekki að kvarta mikið yfir erfiðri byrjun á stjóraferli sínum í ensku úrvalsdeildinni. Arne Slot er mættur til starf hjá Liverpool en hann tekur við liðinu af Þjóðverjanum Jürgen Klopp. Það voru margir klökkir þegar Klopp kvaddi í vor en það vakti líka athygli hvað þýski stjórinn talaði vel um Slot og hversu ákaft hann hvatti stuðningsmenn Liverpool til að taka vel á móti eftirmanni sínum. Nú hefur verið gefið leikjaplanið fyrir tímabilið og því ljóst hvað bíður hollenska stjóranum í fyrstu leikjunum. Opta tölfræðiþjónustan tók sig til og reiknaði það út hvaða félög fá erfiðustu og auðveldustu byrjunina í haust. Samkvæmt þeim útreikningum þá fær ekki lið í deildinni auðveldari byrjun en Liverpool þegar litið er á fyrstu fimm leikina á 2024-25 tímabilinu. Fyrsti leikur Liverpool undir stjórn Slot er á útivelli á móti nýliðum Ipswich en fyrsti heimaleikurinn er síðan í annarri umferð á móti Brentford. Síðan taka við útileikur á móti Manchester United, heimaleikur við Nottingham Forest og loks heimaleikur á móti Bournemouth. Leikurinn á móti Manchester United er talinn vera sá langerfiðasti. Newcastle fær næstauðveldustu byrjunina en svo koma lið Southampton, Fulham og Everton. Brentfrod fær hins vegar erfiðustu byrjunina. Fyrsti leikur er á heimavelli á móti Crystal Palace, svo er útileikur á móti Liverpool, heimaleikur á móti Southampton, útileikur á móti Manchester City og loks útileikur á móti Tottenham í fimmtu umferð. Næsterfiðasta byrjunin er hjá West Ham en nýliðar Ipswich Town eru í þriðja sæti. Ipswich byrjar á því að mæta Liverpool (heima) og Manchester City (úti) í fyrstu tveimur leikjunum sínum. Arsenal er síðan í fjórða sæti yfir erfiðustu byrjunina á komandi tímabili eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Arne Slot er mættur til starf hjá Liverpool en hann tekur við liðinu af Þjóðverjanum Jürgen Klopp. Það voru margir klökkir þegar Klopp kvaddi í vor en það vakti líka athygli hvað þýski stjórinn talaði vel um Slot og hversu ákaft hann hvatti stuðningsmenn Liverpool til að taka vel á móti eftirmanni sínum. Nú hefur verið gefið leikjaplanið fyrir tímabilið og því ljóst hvað bíður hollenska stjóranum í fyrstu leikjunum. Opta tölfræðiþjónustan tók sig til og reiknaði það út hvaða félög fá erfiðustu og auðveldustu byrjunina í haust. Samkvæmt þeim útreikningum þá fær ekki lið í deildinni auðveldari byrjun en Liverpool þegar litið er á fyrstu fimm leikina á 2024-25 tímabilinu. Fyrsti leikur Liverpool undir stjórn Slot er á útivelli á móti nýliðum Ipswich en fyrsti heimaleikurinn er síðan í annarri umferð á móti Brentford. Síðan taka við útileikur á móti Manchester United, heimaleikur við Nottingham Forest og loks heimaleikur á móti Bournemouth. Leikurinn á móti Manchester United er talinn vera sá langerfiðasti. Newcastle fær næstauðveldustu byrjunina en svo koma lið Southampton, Fulham og Everton. Brentfrod fær hins vegar erfiðustu byrjunina. Fyrsti leikur er á heimavelli á móti Crystal Palace, svo er útileikur á móti Liverpool, heimaleikur á móti Southampton, útileikur á móti Manchester City og loks útileikur á móti Tottenham í fimmtu umferð. Næsterfiðasta byrjunin er hjá West Ham en nýliðar Ipswich Town eru í þriðja sæti. Ipswich byrjar á því að mæta Liverpool (heima) og Manchester City (úti) í fyrstu tveimur leikjunum sínum. Arsenal er síðan í fjórða sæti yfir erfiðustu byrjunina á komandi tímabili eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira