Slæm úr­slit fyrir báðar þjóðir en Tékkar svekktari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrik Schick fagnar jöfnunarmarki sínu í dag en Tékkar fóru ekki vel með færin í dag.
Patrik Schick fagnar jöfnunarmarki sínu í dag en Tékkar fóru ekki vel með færin í dag. EPA-EFE/ROBERT GHEMENT

Tékkar geta þó verið mun svekktari með úrslitin því þeir voru í stórsókn stóran hluta leiksins.

Þeir sluppu þó með skrekkinn í uppbótartíma þegar Georgíumenn skutu yfir í skyndisókn og með síðasta skoti leiksins.

Stórskotahríð Tékkana bar lítinn árangur og Giorgi Mamardashvili, markvörður Georgíumanna, átti stórleik í markinu. Hann varð alls tú skot í leiknum og mörg þeirra úr algjörum dauðafærum.

Georgíumenn komust yfir gegn gangi leiksins undir lok fyrri hálfleiks eftir að vítaspyrna var dæmd eftir myndbandsdómgæslu. Boltinn fór upp í útrétta hönd varnarmanns Tékka og dómarinn var ekki í vafa eftir að hann sá þetta á sjánum.

Georges Mikautadze skoraði af öryggi sitt annað mark í mótinu. Georgíumenn gáfu samt þakkað fyrir að vera ekki undir eftir fyrri hálfleikinn.

Tékkarnir héldu áfram að sækja í seinni hálfleiknum og jöfnuðu loks metin á 59. mínútu.

Patrik Schick fékk þá boltann í sig á marklínunni eftir skalla í stöng og boltinn lak inn. Þetta var sjötta EM-mark Schick á ferlinum sem er tékkneskt met. Því miður yfir tékkneska liðið þurfti hann að fara meiddur af velli skömmu síðar.

Tékkar náðu ekki að bæta við mörkum og urðu að sætta sig við eitt stig. Portúgal og Tyrkland eru með þrjú stig en mætast seinna í dag. Nú þurfa Tékkar og Georgíumenn að vinna lokaleik sinn til að eiga einhvern möguleika á sæti í útsláttarkeppninni.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira