Enski boltinn

Bæjarar halda á­fram að taka stjörnur úr ensku úr­vals­deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Michael Olise fagnar marki með Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
 Michael Olise fagnar marki með Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. AP/Steven Paston

Michael Olise fer ekki til Chelsea því hann valdi það frekar að semja við þýska liðið Bayern München.

Hinn 22 ára gamli Olise sló í gegn með Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Þetta er annar stjörnuleikmaðurinn sem Bayern nær í úr ensku úrvalsdeildinni en félagið keypti Harry Kane frá Tottenham síðasta haust.

Þrátt fyrir kaupin á Kane, sem varð markakóngur þýsku deildarinnar, þá vann Bayern engan titil. Liðið ætlar sér eflaust að bæta fyrir það og hjálpa enska landsliðsfyrirliðanum að vinna loksins titil á ferlinum.

Bayern, Chelsea og Newcastle vildu öll fá Olise en það kostar í kringum sextíu milljón pund að kaupa upp samninginn hans.

The Athletic sló því fyrst upp að Olise hafi valið það að fara til Bayern.

Chelsea reyndi að kaupa Olise í fyrra en hann skrifaði síðan undir nýjan samning.

Olise átti flott tímabil, skoraði tíu mörk í nítján leikjum en hann missti reyndar af mikið af leikjum vegna tognunar aftan í læri.

Manchester United hafði líka sýnt leikmanninum áhuga en ákvað að einbeita sér frekar að styrkja aðrar leikstöður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×