Verstappen vann sjöunda kappaksturinn á tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2024 14:45 Max Verstappen er kominn með sjötíu stiga forskot í keppninni um heimsmeistaratitilinn. Getty/Rudy Carezzevoli Hollenski heimsmeistarinn Max Verstappen hélt áfram að auka forskot sitt í keppni ökumanna í formúlu 1 með því að vinna spænska kappaksturinn í dag. Lando Norris var á ráspól en tókst ekki að halda aftur af heimsmeistara síðustu þriggja ára. Norris byrjaði ekki nógi vel, Verstappen fór fram úr honum á öðrum hring og tókst að landa sigri. Kappaksturinn var mjög vel útfærður hjá Verstappen sem hefur unnið sjö af tíu keppnum tímabilsins. Hann var líka að vinna þriðja árið í röð á Spáni. Norris varð að sætta sig við annað sætið og var augljóslega svekktur í lokin enda var allt til alls til að vinna þennan kappakstur. Lewis Hamilton minnti líka á sig með því að komast á verðlaunapallinn í fyrsta sinn á þessu tímabili. Það fagna margir því að sjá Hamilton fara að blanda sér í baráttuna á ný. Verstappen er nú kominn með 219 stig í keppninni um heimsmeistaratitilinnog sjötíu stiga forskot á annað sætið. Norris komst aftur á móti upp í annað sætið en hann er með 149 stig eða einu stigi meira en Charles Leclerc. Hamilton er áttunda sætinu með 70 stig. Lokaröðin: 1. Max Verstappen (Red Bull) 2. Lando Norris (McLaren) 3. Lewis Hamilton (Mercedes) 4. George Russell (Mercedes) 5. Charles Leclerc (Ferrari) 6. Carlos Sainz (Ferrari) 7. Oscar Piastri (McLaren) 8. Sergio Perez (Red Bull) 9. Pierre Gasly (Alpine) 10. Esteban Ocon (Alpine) Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lando Norris var á ráspól en tókst ekki að halda aftur af heimsmeistara síðustu þriggja ára. Norris byrjaði ekki nógi vel, Verstappen fór fram úr honum á öðrum hring og tókst að landa sigri. Kappaksturinn var mjög vel útfærður hjá Verstappen sem hefur unnið sjö af tíu keppnum tímabilsins. Hann var líka að vinna þriðja árið í röð á Spáni. Norris varð að sætta sig við annað sætið og var augljóslega svekktur í lokin enda var allt til alls til að vinna þennan kappakstur. Lewis Hamilton minnti líka á sig með því að komast á verðlaunapallinn í fyrsta sinn á þessu tímabili. Það fagna margir því að sjá Hamilton fara að blanda sér í baráttuna á ný. Verstappen er nú kominn með 219 stig í keppninni um heimsmeistaratitilinnog sjötíu stiga forskot á annað sætið. Norris komst aftur á móti upp í annað sætið en hann er með 149 stig eða einu stigi meira en Charles Leclerc. Hamilton er áttunda sætinu með 70 stig. Lokaröðin: 1. Max Verstappen (Red Bull) 2. Lando Norris (McLaren) 3. Lewis Hamilton (Mercedes) 4. George Russell (Mercedes) 5. Charles Leclerc (Ferrari) 6. Carlos Sainz (Ferrari) 7. Oscar Piastri (McLaren) 8. Sergio Perez (Red Bull) 9. Pierre Gasly (Alpine) 10. Esteban Ocon (Alpine)
Lokaröðin: 1. Max Verstappen (Red Bull) 2. Lando Norris (McLaren) 3. Lewis Hamilton (Mercedes) 4. George Russell (Mercedes) 5. Charles Leclerc (Ferrari) 6. Carlos Sainz (Ferrari) 7. Oscar Piastri (McLaren) 8. Sergio Perez (Red Bull) 9. Pierre Gasly (Alpine) 10. Esteban Ocon (Alpine)
Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira