Lífið

Thelma Thoraren­sen setur þak­í­búð með al­vöru bað­kari á sölu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Thelma er smekkkona með margra ára reynslu af hótelstjórnun.
Thelma er smekkkona með margra ára reynslu af hótelstjórnun. Eygló Gísladóttir

Thelma Thorarensen, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Kea hótelum, hefur sett glæsilega íbúð við Jötunsali í Kópavogi á sölu. Um er að ræða 210 fermetra þakíbúð með stórbrotnu útsýni. Ásett verð er 159,9 milljónir. 

Húsið var byggt árið 2001 en var mikið endurnýjuð árið 2021 og 2022, að því er segir á fasteignavef Vísis. Ekkert var til sparað við uppbyggingu eignarinnar þar sem eldhús og baðhergi var meðal annars endurnýjað. Samtals eru fimm svefnherbergi og þrjú baðherbergi.

Í eldhúsi er svört innrétting sem nær upp í loft og hvítur Dekton steinn á borðum. Smart Melt ljós Tom Dixon hanga yfir eldhúseyjunni. Inni á baði er svo alvöru baðkar sem er stórt og rúmgott og minnir helst á heitan pott. 

Heimilið er hlýlega innréttað þar sem hönnunarmunir eru í forgrunni. Thelma er reynslubolti í hótelrekstri en áður en hún hóf störf hjá Kea hótelum fyrr á þessu ári hafði hún stýrt hótelum hjá Íslandshótel um margra ára skeið. 

Nánar um íbúðina á fasteignavef Vísis. 


Tengdar fréttir

Reynslubolti í hótelrekstri færir sig um set

Thelma Thorarensen hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs hjá Keahótelum ehf. Thelma mun, sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, stýra starfsemi tíu hótela félagsins sem staðsett eru í Reykjavík og á landsbyggðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×