Kvennalið Man Utd fært svo pláss sé fyrir karlaliðið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2024 15:00 Hin uppalda Ella Toone er ein af betri leikmönnum kvennaliðs Man United. John Peters/Getty Images Vegna breytinga á Carrington, æfingasvæði enska knattspyrnufélagsins Manchester United, mun kvennalið félagsins þurfa að yfirgefa svæðið og hafast við í flytjanlegum búningsklefa þar sem karlaliðið mun nota kvennaklefann á meðan viðgerðirnar standa yfir. Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeigandi í félaginu, var ekki lengi að komast að því að æfingasvæði félagsins er ekki á pari við bestu knattspyrnulið heims. Íhugað var að byggja nýtt æfingasvæði frá grunni en á endanum var ákveðið að ráðast í endurbætur á Carrington. Við það raskast hefðbundin starfsemi og nú hefur The Guardian greint frá að lausn Man United er að færa kvennaliðið úr byggingunni og gefa karlaliðinu klefann þeirra. Endurbæturnar munu kosta 50 milljónir punda eða nærri 9 milljörðum íslenskra króna og standa yfir allt 2024-25 tímabilið. Manchester United’s women’s team will be moved into portable buildings at the club’s Carrington training complex this season to allow the men’s squad to use the women’s building while the men’s building is being revamped. Excl. story for @guardian_sporthttps://t.co/FWVrOSoP1x— Tom Garry (@TomJGarry) June 25, 2024 Sumarið 2023 var opnuð sérstök bygging á Carrington fyrir kvenna- og yngri lið félagsins sem kostaði samtals 10 milljónir punda, 1,8 milljarð íslenskra króna. Karlaliðið mun hafast við þar á meðan endurbæturnar standa yfir og kvennaliðið verður fært í svokallaða flytjanlega klefa. Var það lokaniðurstaða félagsins þar sem ekki var talið ákjósanlegt að færa kvennaliðið yfir á annað æfingasvæði þar sem æfingavellirnir væru ekki í sama gæðaflokki og liðið hefði þá ekki aðgang að mötuneyti líkt og það gerir á Carrington. The Guardian hefur eftir aðila sem er nátengdur kvennaliðinu að þessi ákvörðun sé talin ýta undir þá tilfinningu að kvennaliðið sé ekki í forgangi hjá Man United. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira
Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeigandi í félaginu, var ekki lengi að komast að því að æfingasvæði félagsins er ekki á pari við bestu knattspyrnulið heims. Íhugað var að byggja nýtt æfingasvæði frá grunni en á endanum var ákveðið að ráðast í endurbætur á Carrington. Við það raskast hefðbundin starfsemi og nú hefur The Guardian greint frá að lausn Man United er að færa kvennaliðið úr byggingunni og gefa karlaliðinu klefann þeirra. Endurbæturnar munu kosta 50 milljónir punda eða nærri 9 milljörðum íslenskra króna og standa yfir allt 2024-25 tímabilið. Manchester United’s women’s team will be moved into portable buildings at the club’s Carrington training complex this season to allow the men’s squad to use the women’s building while the men’s building is being revamped. Excl. story for @guardian_sporthttps://t.co/FWVrOSoP1x— Tom Garry (@TomJGarry) June 25, 2024 Sumarið 2023 var opnuð sérstök bygging á Carrington fyrir kvenna- og yngri lið félagsins sem kostaði samtals 10 milljónir punda, 1,8 milljarð íslenskra króna. Karlaliðið mun hafast við þar á meðan endurbæturnar standa yfir og kvennaliðið verður fært í svokallaða flytjanlega klefa. Var það lokaniðurstaða félagsins þar sem ekki var talið ákjósanlegt að færa kvennaliðið yfir á annað æfingasvæði þar sem æfingavellirnir væru ekki í sama gæðaflokki og liðið hefði þá ekki aðgang að mötuneyti líkt og það gerir á Carrington. The Guardian hefur eftir aðila sem er nátengdur kvennaliðinu að þessi ákvörðun sé talin ýta undir þá tilfinningu að kvennaliðið sé ekki í forgangi hjá Man United.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira