Segir hermennina hafa traðkað á skotsárum sínum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júní 2024 21:29 Ísraelsher hefur verið sakaður um að nota Palestínumanninn Mujahid Abadi sem skjöld, þegar hermenn festu hann framan á bíl á laugardaginn. AP Maðurinn sem Ísraelsher festi framan á jeppa hersins í Jenín á Vesturbakkanum á laugardaginn segist hafa verið fyrir framan heimili frænda síns þegar hann varð fyrir skothríð Ísraelshers. Nokkrar klukkustundir hafi liðið þar til hermenn fundu hann liggjandi í jörðinni, og hann segir þá hafa sparkað í skotsár sín og síðar fest hann framan á jeppa hersins. Ísraelski herinn staðfesti á sunnudaginn að hermenn hans hefðu brotið reglur þegar þeir festu særðan Palestínumann á húdd jeppa síns í miðju áhlaupi hersins í borginni. Herinn sagði að atvikið yrði rannsakað. Hinn 24 ára gamli Mojahid Abadi segir frá atburðarásinni í samtali við bandaríska miðilinn Associated Press. Blaðamaður miðilsins ræddi við hann meðan hann lá á sjúkrahúsi í Palestínu. Hann segist hafa verið inni á heimili frænda síns þegar hann hafi heyrt læti að utan. Hann hafi kíkt út til að athuga hvort herinn væri kominn í hverfið. „Þegar ég reyndi að fara aftur inn var skyndilega skotið í áttina til mín. Frændi minn sem var þarna nálægt var líka skotinn,“ segir Abadi í samtali við AP. Hann segir frá því að hafa verið skotinn í handlegginn, og stokkið bak við bíl fjölskyldunnar í felur. Þá hafi hann verið skotinn í fótlegginn. Abadi segist hafa hringt í föður sinn, sem reyndi eins og hann gat að halda honum vakandi, án árangurs. Jeppanum ekið fram hjá tveimur sjúkrabílum Í tilkynningu frá Ísraelsher vegna atviksins kom fram að maðurinn sem þeir festu við húddið hafi verið grunaður um hryðjuverk og þess vegna hafi hann verið handtekinn. Það stemmir þó ekki við frásögn Abadi, en herinn hefur dregið þann grun til baka. Á myndbandi sem fór í dreifingu sést Abadi bundinn við húdd jeppa Ísraelshers. Myndbandið fór í mikla dreifingu og er herinn sakaður um að hafa notað Abadi sem skjöld. Nokkrum klukkustundum eftir að Abadi var skotinn rankaði hann við sér við hermenn að sparka í skotsárin hans og höfuð. Hann var síðan festur upp á jeppa í eigu hersins. AP hefur eftir Ísraelsher að þeir hafi sett manninn á húddið til að koma honum undir læknishendur. Talsmaður palestínska Rauða krossins segir sjúkraflutningamönnum hafa verið meinaður aðgangur að jeppanum. Í myndefni sem tekið var upp meðan á atvikinu stóð sést að jeppanum var ekið fram hjá tveimur slökkviliðsbílum áður en hermennirnir komu Abadi undir læknishendur. Sem fyrr segir segist Ísraelsher rannsaka atvikið, og að það endurspegli ekki gildi hersins. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Ísraelski herinn staðfesti á sunnudaginn að hermenn hans hefðu brotið reglur þegar þeir festu særðan Palestínumann á húdd jeppa síns í miðju áhlaupi hersins í borginni. Herinn sagði að atvikið yrði rannsakað. Hinn 24 ára gamli Mojahid Abadi segir frá atburðarásinni í samtali við bandaríska miðilinn Associated Press. Blaðamaður miðilsins ræddi við hann meðan hann lá á sjúkrahúsi í Palestínu. Hann segist hafa verið inni á heimili frænda síns þegar hann hafi heyrt læti að utan. Hann hafi kíkt út til að athuga hvort herinn væri kominn í hverfið. „Þegar ég reyndi að fara aftur inn var skyndilega skotið í áttina til mín. Frændi minn sem var þarna nálægt var líka skotinn,“ segir Abadi í samtali við AP. Hann segir frá því að hafa verið skotinn í handlegginn, og stokkið bak við bíl fjölskyldunnar í felur. Þá hafi hann verið skotinn í fótlegginn. Abadi segist hafa hringt í föður sinn, sem reyndi eins og hann gat að halda honum vakandi, án árangurs. Jeppanum ekið fram hjá tveimur sjúkrabílum Í tilkynningu frá Ísraelsher vegna atviksins kom fram að maðurinn sem þeir festu við húddið hafi verið grunaður um hryðjuverk og þess vegna hafi hann verið handtekinn. Það stemmir þó ekki við frásögn Abadi, en herinn hefur dregið þann grun til baka. Á myndbandi sem fór í dreifingu sést Abadi bundinn við húdd jeppa Ísraelshers. Myndbandið fór í mikla dreifingu og er herinn sakaður um að hafa notað Abadi sem skjöld. Nokkrum klukkustundum eftir að Abadi var skotinn rankaði hann við sér við hermenn að sparka í skotsárin hans og höfuð. Hann var síðan festur upp á jeppa í eigu hersins. AP hefur eftir Ísraelsher að þeir hafi sett manninn á húddið til að koma honum undir læknishendur. Talsmaður palestínska Rauða krossins segir sjúkraflutningamönnum hafa verið meinaður aðgangur að jeppanum. Í myndefni sem tekið var upp meðan á atvikinu stóð sést að jeppanum var ekið fram hjá tveimur slökkviliðsbílum áður en hermennirnir komu Abadi undir læknishendur. Sem fyrr segir segist Ísraelsher rannsaka atvikið, og að það endurspegli ekki gildi hersins.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira