Erlent

Óttast valda­ráns­til­raun í Bólivíu

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Útlit er fyrir að herinn í Bólivíu sé að gera valdaránstilraun.
Útlit er fyrir að herinn í Bólivíu sé að gera valdaránstilraun. AP/Juan karita

Allt lítur út fyrir að herinn í Bólivíu sé að gera valdaránstilraun. Herlið er á víðavangi á götum höfuðborgarinnar La Paz, og brynvarin ökutæki hafa brotið sér leið að forsetahöllinni. Forseti landsins, Luis Arce, hefur krafist þess að lýðræðið verði virt.

Heimildir AP fréttastofunnar herma að yfirmaður bólivíska hersins, Juan Jose Zuniga, hafi sagt að bráðum verði ný ríkisstjórn í landinu. „Landið okkar, ríkið okkar, getur ekki haldið áfram á þessari vegferð,“ sagði Zuniga. Hann segist ætla viðurkenna forsetann Luis Arce sem æðsta yfirmann, „enn sem komið er.“

Í færslu á X, áður Twitter, hefur forsetinn kallað eftir því að lýðræðið verði virt, og fordæmt aðgerðir hersins.

Fyrrverandi forseti Bólivíu, Evo Morales, hefur sakað herforingjann Zuniga um að ætla sölsa undir sig völd, og hefur kallað eftir því að stuðningsmenn lýðræðisins taki til aðgerða og reyni að trufla herinn.

Herinn býr sig undir það að gera atlögu að forsetahöllinni við Plaza Murillo í höfuðborginni La Paz.AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×