Erlent

Valda­ráns­til­raunin virðist hafa mis­tekist

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Stuðningsmenn Luis Arce forseta Bólivíu fagna uppgjöf hersins í höfuðborginni La Paz.
Stuðningsmenn Luis Arce forseta Bólivíu fagna uppgjöf hersins í höfuðborginni La Paz. AP

Útlit er fyrir að herinn í Bólivíu hafi dregið til baka hersveitir sínar sem viðast hafa ætlað að fremja valdarán fyrr í kvöld. 

Brynvarin ökutæki brutu sér leið að forsetahöllinni í höfuðborginni La Paz. Luis Arce forseti Bólivíu fordæmdi árásina á X og krafðist þess að lýðræðið yrði virt. Þá kallaði hann eftir alþjóðlegum stuðningi vegna tilraunarinnar. 

Arce sakaði Juan José Zúñiga yfirmann bólivíska hersins um að standa fyrir uppreisninni. Myndefni innan úr forsetahöllinni sýnir Arce ræða við Zúñiga meðan á tilrauninni stóð. „Ég er yfirmaður þinn og ég skipa þér að draga herliðið til baka. Ég “

Í umfjöllun AP segir að herinn hafi þegar dregið hersveitirnar til baka. Stuðningsmenn Arce fönguðu uppgjöfinni á torgum borgarinnar og veifuðu bólivíska fánanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×