Lífið

Ætla að fylla Borgar­nes með mörgþúsund manns

Jón Þór Stefánsson skrifar
Alexander Aron og Guðrún St. hjá Hinsegin Vesturlandi
Alexander Aron og Guðrún St. hjá Hinsegin Vesturlandi Vísir/Bjarni

Guðrún St. Guðbrandsdóttir, forseti Hinsegin Vesturlands, segir heilan helling framundan á Brákarhátíð og Hinseginhátíð Vesturlands sem fer fram um helgina.

„Alveg frá því eldsnemma á morgnana og þangað til seint á kvöldin,“ sagði Guðrún í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Í kvöld mun fólk safnast saman til að horfa á þættina Svona fólk eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur sem fjalla um sögu hinseginfólks á Íslandi. Um helgina verður frisbígolf, streetball-mót, fótboltaleikur, spurningakeppni og meira áhorf á þættina.

Hrafnhildur segir gleðigönguna vera hápunktinn á laugardag.

„Við byrjum á dögurði í Grímshúsinu og svo er bátasigling. Síðan er gleðigangan klukkan tvö, skemmtidagskrá á eftir, svo er ball um kvöldið, og loppumarkaður inni á milli, og partý og gleði,“

Frá hátíðiðinni í dag.Vísir/Bjarni

Hinseginhátíðinni er fléttað saman við Brákarhátíðina.

„Þetta er unnið með hollvinasamtökunum sem sjá um Brákarhátíðina. Það meikaði sens að setja saman tvær flottar hátíðir í eina miklu stærri hátíð. Við vonumst til að hingað mæti mikið af fólki á alla viðburði, og á laugardaginn fyllum við Borgarnes af mörgþúsund manns helst. Þannig þetta verði alvöru partý,“ segir Alexander Aron Guðjónsson, kynningarfulltrúi Hinsegin Vesturlands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×