Innherji

Telur jafn­vel „ekki á vís­an að róa um vaxt­a­lækk­un í okt­ó­ber“

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri en næsta vaxtaákvörðun peningastefnunefndar er 21. ágúst næstkomandi.
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri en næsta vaxtaákvörðun peningastefnunefndar er 21. ágúst næstkomandi. VÍSIR/ARNAR halldórsson

Aðalhagfræðingur Kviku telur að ný verðbólgumæling gefi ekki „verulegt tilefni“ til að endurskoða verðbólguhorfur næstu mánaða. Mælingin geri sömuleiðis lítið til að breyta mati á næstu skrefum Seðlabankans og nær útilokað sé að peningastefnunefnd sjái ástæðu til að lækka stýrivexti á ágústfundi sínum. „Jafnvel er ekki á vísan að róa um vaxtalækkun í október.“


Tengdar fréttir

Hag­töl­ur sýna „Gull­brár“-mæl­ingu sem er gott í mjúkr­i lend­ing­u hag­kerf­is­ins

Hagtölur fyrir fyrsta ársfjórðung, þar sem landsframleiðsla dróst saman um fjögur prósent að raunvirði milli ára, voru „hálfgert Rorschach-próf“ að því leytinu til að það er hægt að lesa bæði jákvæð og neikvæð teikn úr þeim, segir aðalhagfræðingur Kviku banka. Fá merki eru í nýjum þjóðhagsreikningum að hagkerfið sé að fara fram af hengiflugi og mælingin núna kemur á góðum tíma þegar Seðlabankinn er að reyna að stýra efnahagslífinu í mjúka lendingu.

Þétt vaxt­a­að­hald hef­ur ekki enn ógn­að fjár­mál­a­stöð­ug­leik­a

Hátt raunvaxtastig hefur „enn sem komið er“ ekki ógnað fjármálastöðugleika en það má sumpart rekja til aðgerða sem gripið var til þegar allt lék í lyndi. Jafnvel þótt vanskil hafi ekki aukist væri það barnaskapur að halda að það muni ekki gerast, að sögn seðlabankastjóra, núna þegar tekið er að hægja nokkuð á hjólum efnahagslífsins.

„Slá­and­i“ verð­bólg­u má lík­leg­a tengj­a við kjar­a­samn­ing­a

Verðbólgan mældist langt yfir væntingum greinenda í maí en skuldabréfamarkaðurinn tók tíðindunum af stóískri ró. Sjóðstjóri segir að verðbólgan hafi verið á nokkuð breiðum grunni sem líklega megi rekja til kostnaðarhækkana í tengslum við kjarasamninga. Ekki er ólíklegt að verðbólguspár verði í kjölfarið hækkaðar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×