Holland í átta liða úrslit EM í fyrsta sinn í sextán ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2024 17:57 Cody Gakpo var í aðalhlutverki í sigri Hollendinga. Skoraði fyrsta markið og lagði upp mark númer tvö. Eftir það var sigur hollenska liðsins nánast í höfn. Getty/Alexander Hassenstein Liverpool maðurinn Cody Gakpo gerði útslagið fyrir hollenska liðið í kvöld. Skoraði fyrsta markið og lagði upp mark númer tvö. Varamaðurinn Donyell Malen skoraði tvö síðustu mörkin á síðustu tíu mínútunum. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2008 sem hollenska landsliðið kemst alla leið í átta liða úrslit Evrópumótsins. Hollendingar mæta annað hvort Austurríki eða Tyrklandi sem spila seinna í kvöld. Eftir það verður ljóst hvernig átta liða úrslitin líta út en þau hefjast síðan á föstudaginn. Gakpo hefur verið atkvæðamesti leikmaður Hollendinga á þessu Evrópumóti og hann skoraði sitt þriðja mark í keppninni í kvöld. Gakpo kom Hollandi í 1-0 á 20. mínútu leiksins með skoti utarlega út teignum en markvörður Rúmena hefði kannski mátt gera betur þar. Hollendingar sóttu og sóttu í þessum leik í kvöld en fóru illa með fjölda færa sinna. Á meðan munurinn var bara eitt mark voru Rúmenarnir alltaf inn í leiknum. Gakpo hélt að hann hefði bætt við öðru marki sínu en myndbandsdómarar dæmdu markið af vegna rangstæðu. Spennan hélst í leiknum á meðan Hollendingar bættu ekki við mörkum þrátt fyrir alla yfirburðina. Annað markið kom síðan á endanum sjö mínútum fyrir leikslok. Gakpo gerði mjög vel með að halda boltanum inn á vellinum á endalínunni og leggja hann síðan út á Donyell Malen sem kom Hollandi yfir af stuttu færi. Malen innsiglaði síðan sigurinn með því að labba alla leið í gegnum rúmensku vörnina og skora þriðja markið í uppbótatíma. EM 2024 í Þýskalandi
Liverpool maðurinn Cody Gakpo gerði útslagið fyrir hollenska liðið í kvöld. Skoraði fyrsta markið og lagði upp mark númer tvö. Varamaðurinn Donyell Malen skoraði tvö síðustu mörkin á síðustu tíu mínútunum. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2008 sem hollenska landsliðið kemst alla leið í átta liða úrslit Evrópumótsins. Hollendingar mæta annað hvort Austurríki eða Tyrklandi sem spila seinna í kvöld. Eftir það verður ljóst hvernig átta liða úrslitin líta út en þau hefjast síðan á föstudaginn. Gakpo hefur verið atkvæðamesti leikmaður Hollendinga á þessu Evrópumóti og hann skoraði sitt þriðja mark í keppninni í kvöld. Gakpo kom Hollandi í 1-0 á 20. mínútu leiksins með skoti utarlega út teignum en markvörður Rúmena hefði kannski mátt gera betur þar. Hollendingar sóttu og sóttu í þessum leik í kvöld en fóru illa með fjölda færa sinna. Á meðan munurinn var bara eitt mark voru Rúmenarnir alltaf inn í leiknum. Gakpo hélt að hann hefði bætt við öðru marki sínu en myndbandsdómarar dæmdu markið af vegna rangstæðu. Spennan hélst í leiknum á meðan Hollendingar bættu ekki við mörkum þrátt fyrir alla yfirburðina. Annað markið kom síðan á endanum sjö mínútum fyrir leikslok. Gakpo gerði mjög vel með að halda boltanum inn á vellinum á endalínunni og leggja hann síðan út á Donyell Malen sem kom Hollandi yfir af stuttu færi. Malen innsiglaði síðan sigurinn með því að labba alla leið í gegnum rúmensku vörnina og skora þriðja markið í uppbótatíma.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti