Verður áfram hjá Manchester United Aron Guðmundsson skrifar 4. júlí 2024 10:18 Ten Hag verður áfram hjá Rauðu djöflunum Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag hefur skrifað undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United sem gildir út tímabilið 2026. Frá þessu greinir Manchester United í yfirlýsingu. Óvissa hafði verið um framtíð Hollendingsins í starfi en forráðamenn félagsins ákváðu þó að halda tryggð við hann og hefur Ten Hag nú framlengt veru sína í rauða hluta Manchesterborgar til loka tímabilsins 2025/2026 hið minnsta. „Ég er mjög ánægður með að hafa náð samkomulagi við félagið þannig að við getum haldið áfram okkar samstarfi,“ segir Ten Hag í yfirlýsingu Manchester United. „Þegar að ég horfi til baka á þau tvö ár sem að ég hef varið hjá félaginu þá getum við litið til baka stolt yfir þeim tveimur titlum sem við höfum landað og horft til margra áfanga sem eru til marks um framfarirnar sem við höfum verið að taka frá því að ég tók við stjórnartaumunum.“ Hins vegar sé mikil vinna framundan. „Erfiðisvinna sem mun þurfa til svo við getum náð þeim hæðum sem ætlast er til af okkur sem Manchester United. Í því felst að við förum aftur að berjast um titla, bæði á Englandi sem og í Evrópu.“ ✍️ Here to stay.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 4, 2024 Óvissa hefur verið uppi varðandi framtíð Ten Hag í starfi allt frá því að fjárfestingahópur breska auðkýfingsins Sir Jim Ratcliffe, INEOS, tók yfir rekstur Manchester United. Samningur Ten Hag, áður en hann krotaði undir þennan nýja samning sem í dag er greint frá, átti að renna út eftir næsta tímabil. Það þykir ekkert launungarmál að forráðamenn Manchester United könnuðu stöðuna hjá öðrum knattspyrnustjórum áður en þeir fóru í viðræður við Ten Hag um nýjan samning. Þeir töldu Hollendinginn vera besta kostinn í stöðunni á þessum tímapunkti. Manchester United endaði í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Erik ten Hag og stóð einnig uppi sem enskur deildarbikarmeistari. Róðurinn á síðasta tímabili var hins vegar þyngri þegar á ensku úrvalsdeildina er litið. Þar endaði Manchester United í áttunda sæti og komst ekki upp úr sínum riðli í Meistaradeild Evrópu. Hins vegar stóð liðið uppi sem enskur bikarmeistari eftir sigur á grönnum sínum í Manchester City í úrslitaleik keppninnar. Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Óvissa hafði verið um framtíð Hollendingsins í starfi en forráðamenn félagsins ákváðu þó að halda tryggð við hann og hefur Ten Hag nú framlengt veru sína í rauða hluta Manchesterborgar til loka tímabilsins 2025/2026 hið minnsta. „Ég er mjög ánægður með að hafa náð samkomulagi við félagið þannig að við getum haldið áfram okkar samstarfi,“ segir Ten Hag í yfirlýsingu Manchester United. „Þegar að ég horfi til baka á þau tvö ár sem að ég hef varið hjá félaginu þá getum við litið til baka stolt yfir þeim tveimur titlum sem við höfum landað og horft til margra áfanga sem eru til marks um framfarirnar sem við höfum verið að taka frá því að ég tók við stjórnartaumunum.“ Hins vegar sé mikil vinna framundan. „Erfiðisvinna sem mun þurfa til svo við getum náð þeim hæðum sem ætlast er til af okkur sem Manchester United. Í því felst að við förum aftur að berjast um titla, bæði á Englandi sem og í Evrópu.“ ✍️ Here to stay.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 4, 2024 Óvissa hefur verið uppi varðandi framtíð Ten Hag í starfi allt frá því að fjárfestingahópur breska auðkýfingsins Sir Jim Ratcliffe, INEOS, tók yfir rekstur Manchester United. Samningur Ten Hag, áður en hann krotaði undir þennan nýja samning sem í dag er greint frá, átti að renna út eftir næsta tímabil. Það þykir ekkert launungarmál að forráðamenn Manchester United könnuðu stöðuna hjá öðrum knattspyrnustjórum áður en þeir fóru í viðræður við Ten Hag um nýjan samning. Þeir töldu Hollendinginn vera besta kostinn í stöðunni á þessum tímapunkti. Manchester United endaði í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Erik ten Hag og stóð einnig uppi sem enskur deildarbikarmeistari. Róðurinn á síðasta tímabili var hins vegar þyngri þegar á ensku úrvalsdeildina er litið. Þar endaði Manchester United í áttunda sæti og komst ekki upp úr sínum riðli í Meistaradeild Evrópu. Hins vegar stóð liðið uppi sem enskur bikarmeistari eftir sigur á grönnum sínum í Manchester City í úrslitaleik keppninnar.
Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira