Kæmi mjög á óvart sigri annar flokkur en Verkamannaflokkurinn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júlí 2024 21:43 Hafsteinn Birgir Einarsson stjórnmálafræðingur. Vísir Búist er við stórsigri Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi í dag. Rishi Sunak, forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins, og Keir Starmer leiðtogi Verkamannaflokksins greiddu báðir atkvæði í morgun með eiginkonur sínar sér við hlið. Sunak boðaði til kosninganna með skömmum fyrirvara á dögunum. Skoðanakannanir spá því að íhaldsflokkurinn bíði afhroð og að Sunak sjálfur sé í hættu á að ná ekki inn á þing. Verkamannaflokknum er spáð stórsigri samkvæmt útgönguspám, eða 410 þingsætum. Íhaldsflokknum er spáð 131 sæti. Kjósendur sem rætt var við á kjörstað í morgun voru flestir sammála um að breytinga væri þörf. „Mér finnst ekkert hafa farið vel á síðustu fjórtán árum og ég tel mjög mikilvægt að við fáum rétt úrslit. Ég var meira að segja spenntur fyrir því að við fengjum aðra andstöðu fyrir stóru flokkana tvo. Ég held reyndar að það gerist ekki en það væri frábært. Ég sé bara möguleika á miklum breytingum og það er það sem ég vonast eftir,“ sagði kjósandinn James Erskine sem starfar í auglýsingabransanum. Sindri ræddi við Hafstein Birgi Einarsson stjórnmálafræðing í Kvöldfréttum. Miðað við skoðanakannanir segir Hafsteinn útlit fyrir að Verkamannaflokkurinn fari með stórsigur. „Þau gætu verið að fara úr því að vera með eitt af hverju þingsæti í tvö af hverju þingsæti, tvöfaldað þingmannafjöldann sinn og jafnvel er möguleiki á að það verði sögulegur sigur.“ Aðspurður hvers vegna Íhaldsflokkurinn missi svo mikið fylgi nefnir hann bæði efnahagsmál og þá röð hneykslismála sem upp hafa komið. „Við vorum með Boris Johnson sem hélt partý í Downingstræti tíu þegar útgöngubann stóð yfir. Síðan fengum við Liz Truss. Hún þótti hafa sett fram afar ótrúverðuga efnahagsstefnu. Síðan kemur Rishi Sunak, núverandi forsætisráðherra, þykir ver hæfur en ekki mjög spennandi frambjóðandi.“ Allir aldurshópar kjósi Verkamannaflokkinn Hafsteinn segir bæði persónuleika frambjóðenda og málefnin skipta máli þegar kemur að kosningabaráttunni. „Auðvitað vilja kjósendur fá leiðtoga sem er trúverðugur, sem getur fylgt fram þeirri stefnu sem leiðtoginn skiptir máli.“ Mun raunverulega eitthvað breytast? Finnur almenningur fyrir því hvort sem Verkamanna- eða Íhaldsflokkurinn er við stjórnvölinn? „Ég held það sé óhætt að segja það. Ég held að þó að Starmer sé töluvert nær miðjunni heldur en forveri hans í embætti formanns verkamannaflokksins, þá ber mikið á milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í stefnu,“ segir Hafsteinn. Þannig megi búast við við brotthvarf frá aðalstefnunni í ríkisfjármálum landsins og aukna áherslu á velferðarmál í staðinn. Hafsteinn segir hefðbundna mynstrið í aldursdreifingu þannig að yngra fólk kjósi Verkamannaflokkinn og eldra fólk Íhaldsflokkinn. „En þegar það eru svona stórsigrar eins og stefnir í þarna, þá eru bara allir aldurshópar að fara að kjósa meira og minna það sama.“ Kosningar í Bretlandi Bretland Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira
Sunak boðaði til kosninganna með skömmum fyrirvara á dögunum. Skoðanakannanir spá því að íhaldsflokkurinn bíði afhroð og að Sunak sjálfur sé í hættu á að ná ekki inn á þing. Verkamannaflokknum er spáð stórsigri samkvæmt útgönguspám, eða 410 þingsætum. Íhaldsflokknum er spáð 131 sæti. Kjósendur sem rætt var við á kjörstað í morgun voru flestir sammála um að breytinga væri þörf. „Mér finnst ekkert hafa farið vel á síðustu fjórtán árum og ég tel mjög mikilvægt að við fáum rétt úrslit. Ég var meira að segja spenntur fyrir því að við fengjum aðra andstöðu fyrir stóru flokkana tvo. Ég held reyndar að það gerist ekki en það væri frábært. Ég sé bara möguleika á miklum breytingum og það er það sem ég vonast eftir,“ sagði kjósandinn James Erskine sem starfar í auglýsingabransanum. Sindri ræddi við Hafstein Birgi Einarsson stjórnmálafræðing í Kvöldfréttum. Miðað við skoðanakannanir segir Hafsteinn útlit fyrir að Verkamannaflokkurinn fari með stórsigur. „Þau gætu verið að fara úr því að vera með eitt af hverju þingsæti í tvö af hverju þingsæti, tvöfaldað þingmannafjöldann sinn og jafnvel er möguleiki á að það verði sögulegur sigur.“ Aðspurður hvers vegna Íhaldsflokkurinn missi svo mikið fylgi nefnir hann bæði efnahagsmál og þá röð hneykslismála sem upp hafa komið. „Við vorum með Boris Johnson sem hélt partý í Downingstræti tíu þegar útgöngubann stóð yfir. Síðan fengum við Liz Truss. Hún þótti hafa sett fram afar ótrúverðuga efnahagsstefnu. Síðan kemur Rishi Sunak, núverandi forsætisráðherra, þykir ver hæfur en ekki mjög spennandi frambjóðandi.“ Allir aldurshópar kjósi Verkamannaflokkinn Hafsteinn segir bæði persónuleika frambjóðenda og málefnin skipta máli þegar kemur að kosningabaráttunni. „Auðvitað vilja kjósendur fá leiðtoga sem er trúverðugur, sem getur fylgt fram þeirri stefnu sem leiðtoginn skiptir máli.“ Mun raunverulega eitthvað breytast? Finnur almenningur fyrir því hvort sem Verkamanna- eða Íhaldsflokkurinn er við stjórnvölinn? „Ég held það sé óhætt að segja það. Ég held að þó að Starmer sé töluvert nær miðjunni heldur en forveri hans í embætti formanns verkamannaflokksins, þá ber mikið á milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í stefnu,“ segir Hafsteinn. Þannig megi búast við við brotthvarf frá aðalstefnunni í ríkisfjármálum landsins og aukna áherslu á velferðarmál í staðinn. Hafsteinn segir hefðbundna mynstrið í aldursdreifingu þannig að yngra fólk kjósi Verkamannaflokkinn og eldra fólk Íhaldsflokkinn. „En þegar það eru svona stórsigrar eins og stefnir í þarna, þá eru bara allir aldurshópar að fara að kjósa meira og minna það sama.“
Kosningar í Bretlandi Bretland Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira