Man. Utd bannað að kaupa varnarmann en leyft að spila Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2024 23:00 Manchester United spilar í Evrópudeildinni á komandi leiktíð eftir að hafa unnið enska bikarinn í vor. Getty/Eddie Keogh Fjármálaráð UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, hefur ákveðið að leyfa bæði Manchester United og Manchester City að taka þátt í Evrópukeppnum á næstu leiktíð, en bannað United að kaupa eftirsóttan varnarmann frá Nice. Óvissa um stöðu City og United stafaði af því að UEFA leyfir ekki að fleiri en eitt félag sama eiganda geti tekið þátt í sömu keppni. Fótboltarekstur United er nú í höndum Ineos sem á einnig franska félagið Nice, og eigendur City eiga einnig spænska félagið Girona. BREAKING: UEFA confirms Man Utd and Man City can play in same European competitions as sister clubs (Nice and Girona respectively) next season after "significant changes" to investments.(as reported on @TimesSport at start of June..) pic.twitter.com/Keex2rJL1U— Martyn Ziegler (@martynziegler) July 5, 2024 Fjármálaráð UEFA tilkynnti í dag að „umtalsverðar breytingar“ hefðu verið gerðar hjá Girona og Nice sem að „sannarlega heftu áhrif og ákvarðanavald eigenda“, eftir því sem fram kemur á vef BBC. Þá hafa hlutabréf verið færð af óháðum vörsluaðila í sjóð sem er undir eftirliti UEFA. Til þess að sanna að United og City væru óháð Nice og Girona þurftu eigendurnir einnig að samþykkja að leikmenn færu ekki á milli félaganna frá júlí 2024 til september 2025. Þetta þýðir að United getur ekki keypt franska varnarmanninn Jean-Clair Todibo frá Nice, en hann er metinn á 40 milljónir punda. City fær hins vegar brasilíska kantmanninn Savio eins og til stóð. Hann var að láni frá Troyes til Girona en lánssamningurinn rann út 30. júní. City mun spila í Meistaradeild Evrópu fjórtánda árið í röð en Girona tekur í fyrsta sinn þátt í keppninni eftir að hafa náð 3. sæti í spænsku deildinni á síðustu leiktíð. United og Nice spila hins vegar í Evrópudeildinni eftir að Nice endaði í 5. sæti frönsku deildarinnar og United vann ensku bikarkeppnina. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira
Óvissa um stöðu City og United stafaði af því að UEFA leyfir ekki að fleiri en eitt félag sama eiganda geti tekið þátt í sömu keppni. Fótboltarekstur United er nú í höndum Ineos sem á einnig franska félagið Nice, og eigendur City eiga einnig spænska félagið Girona. BREAKING: UEFA confirms Man Utd and Man City can play in same European competitions as sister clubs (Nice and Girona respectively) next season after "significant changes" to investments.(as reported on @TimesSport at start of June..) pic.twitter.com/Keex2rJL1U— Martyn Ziegler (@martynziegler) July 5, 2024 Fjármálaráð UEFA tilkynnti í dag að „umtalsverðar breytingar“ hefðu verið gerðar hjá Girona og Nice sem að „sannarlega heftu áhrif og ákvarðanavald eigenda“, eftir því sem fram kemur á vef BBC. Þá hafa hlutabréf verið færð af óháðum vörsluaðila í sjóð sem er undir eftirliti UEFA. Til þess að sanna að United og City væru óháð Nice og Girona þurftu eigendurnir einnig að samþykkja að leikmenn færu ekki á milli félaganna frá júlí 2024 til september 2025. Þetta þýðir að United getur ekki keypt franska varnarmanninn Jean-Clair Todibo frá Nice, en hann er metinn á 40 milljónir punda. City fær hins vegar brasilíska kantmanninn Savio eins og til stóð. Hann var að láni frá Troyes til Girona en lánssamningurinn rann út 30. júní. City mun spila í Meistaradeild Evrópu fjórtánda árið í röð en Girona tekur í fyrsta sinn þátt í keppninni eftir að hafa náð 3. sæti í spænsku deildinni á síðustu leiktíð. United og Nice spila hins vegar í Evrópudeildinni eftir að Nice endaði í 5. sæti frönsku deildarinnar og United vann ensku bikarkeppnina.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira