Jóhann lenti óvænt í flugi með formanninum og fer ekki fet Sindri Sverrisson skrifar 7. júlí 2024 08:00 Jóhann Berg Guðmundsson er hæstánægður með að halda áfram hjá Burnley. burnleyfootballclub.com Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, segir að það að hafa óvænt verið í sama flugi og Alan Pace, formaður Burnley, á heimleið frá Amsterdam hafi haft sitt að segja um að hann verði áfram leikmaður enska félagsins, eftir að hafa kvatt það í vor. Jóhann kvaddi Burnley í maí eftir að liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni, og beygði af í einlægu viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum félagsins. Það duldist því engum hve annt Jóhanni er um Burnley en hann kom til félagsins frá Charlton fyrir átta árum síðan, um það leyti sem hann sló í gegn með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi. Nú er hins vegar orðið ljóst að Jóhann er alls ekki á förum frá Burnley og yfir því er hann himinlifandi: „Já! Ég er kominn aftur og ég er ótrúlega ánægður! Þetta félag hefur svo mikla þýðingu fyrir mig. Það var erfitt að skilja við það í þessari stöðu, eftir fallið. Ég vildi ekki fara. Ég vil hjálpa liðinu að komast aftur í úrvalsdeildina þar sem það á heima. Ég vissi líka að fótboltaferli mínum væri hvergi nærri lokið,“ segir Jóhann á heimasíðu Burnley. https://t.co/5wrq0MebYI pic.twitter.com/Ugi5NDv2IF— Johann B Gudmundsson (@Gudmundsson7) July 6, 2024 Jóhann mun leika undir stjórn nýs knattspyrnustjóra, Scotts Parker sem áður hefur stýrt Bournemouth og Fulham, eftir að Vincent Kompany var ráðinn stjóri Bayern München. Jóhann, sem er 33 ára, segir fyrrnefnt flug með formanni Burnley hafa stuðlað að því að hann sneri aftur til félagsins. Burnley re-sign player they axed two months ago in bizarre meetinghttps://t.co/qvA1FGcUqJ— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) July 6, 2024 „Ég var í sama flugi og Alan Pace frá Amsterdam og við áttum gott samtal um félagið og hvað við gætum gert til að koma því aftur í úrvalsdeildina þar sem það á heima, og hér er ég núna, aftur búinn að skrifa undir sem leikmaður Burnley. Ég er líka búinn að ræða við nýja stjórann og ég vil bara hjálpa liðinu að komast aftur í úrvalsdeildina,“ segir Jóhann. „Það verður erfitt. Championship-deildin er gríðarlega erfið. En miðað við hæfileikana og reynsluna í þessum hópi þá getum við horft jákvæðum augum á komandi tímabil,“ segir Jóhann. Enski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Jóhann kvaddi Burnley í maí eftir að liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni, og beygði af í einlægu viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum félagsins. Það duldist því engum hve annt Jóhanni er um Burnley en hann kom til félagsins frá Charlton fyrir átta árum síðan, um það leyti sem hann sló í gegn með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi. Nú er hins vegar orðið ljóst að Jóhann er alls ekki á förum frá Burnley og yfir því er hann himinlifandi: „Já! Ég er kominn aftur og ég er ótrúlega ánægður! Þetta félag hefur svo mikla þýðingu fyrir mig. Það var erfitt að skilja við það í þessari stöðu, eftir fallið. Ég vildi ekki fara. Ég vil hjálpa liðinu að komast aftur í úrvalsdeildina þar sem það á heima. Ég vissi líka að fótboltaferli mínum væri hvergi nærri lokið,“ segir Jóhann á heimasíðu Burnley. https://t.co/5wrq0MebYI pic.twitter.com/Ugi5NDv2IF— Johann B Gudmundsson (@Gudmundsson7) July 6, 2024 Jóhann mun leika undir stjórn nýs knattspyrnustjóra, Scotts Parker sem áður hefur stýrt Bournemouth og Fulham, eftir að Vincent Kompany var ráðinn stjóri Bayern München. Jóhann, sem er 33 ára, segir fyrrnefnt flug með formanni Burnley hafa stuðlað að því að hann sneri aftur til félagsins. Burnley re-sign player they axed two months ago in bizarre meetinghttps://t.co/qvA1FGcUqJ— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) July 6, 2024 „Ég var í sama flugi og Alan Pace frá Amsterdam og við áttum gott samtal um félagið og hvað við gætum gert til að koma því aftur í úrvalsdeildina þar sem það á heima, og hér er ég núna, aftur búinn að skrifa undir sem leikmaður Burnley. Ég er líka búinn að ræða við nýja stjórann og ég vil bara hjálpa liðinu að komast aftur í úrvalsdeildina,“ segir Jóhann. „Það verður erfitt. Championship-deildin er gríðarlega erfið. En miðað við hæfileikana og reynsluna í þessum hópi þá getum við horft jákvæðum augum á komandi tímabil,“ segir Jóhann.
Enski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira