Man United á eftir fleiri Hollendingum en De Ligt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2024 10:01 Joshua Zirkzee fagnar einum af sigrum hollenska landsliðsins á Evrópumótinu í Þýskalandi. Getty/Inaki Esnaola Manchester United er sagt vera komið langt í viðræðum um kaup á hollenska framherjanum Joshua Zirkzee. Zirkzee átti mjög gott tímabil með Bologna á Ítalíu á síðustu leiktíð en hann skoraði tólf mörk og hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í Meistaradeildinni. Samkvæmt heimildum ESPN þá er United búið að ná samkomulagi við leikmanninn um kaup og kjör. Fabrizio Romano segir líka frá því að United sé á góðri leið með að klára kaupin. 🚨🇳🇱 Manchester United and Joshua Zirkzee, almost there.Man Utd have now informed Bologna about agreement reached with Zirkzee over personal terms.All done also with JZ’s agent.Man Utd, talking to Bologna about new deal structure… or they can trigger €40m release clause. pic.twitter.com/8TVVIdV6Zd— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 7, 2024 Næst á dagskrá er að ganga frá kaupverðinu en það er hægt að kaupa Zirkzee út úr samningi sínum við ítalska félagið fyrir fjörutíu milljónir evra. United gæti þó reynt að ná þeirri upphæð niður. Þessi 23 ára gamli framherji er í hollenska EM-hópnum og kom inn á sem varamaður í sigrinum á Tyrkjum í átta liða úrslitunum. United er líka sagt hafa áhuga á framherjunum Jonathan David hjá Lille og Ivan Toney hjá Brentford. Á dagskránni í sumar er að kaupa framherja, miðjumann og miðvörð. Man United hefur verið duglegt að kaupa hollenska leikmenn eða leikmenn sem spila í Hollandi síðan að Erik ten Hag varð knattspyrnustjóri. Það virðist ekki vera að breytast. United er nefnilega í sambandi við Bayern München um kaup á hollenska miðverðinum Matthijs de Ligt. De Ligt er í EM-hóp Hollendinga en hefur ekki fengið eina einustu mínútu á mótinu. De Ligt hefur sýnt áhuga á að komast til United. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira
Zirkzee átti mjög gott tímabil með Bologna á Ítalíu á síðustu leiktíð en hann skoraði tólf mörk og hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í Meistaradeildinni. Samkvæmt heimildum ESPN þá er United búið að ná samkomulagi við leikmanninn um kaup og kjör. Fabrizio Romano segir líka frá því að United sé á góðri leið með að klára kaupin. 🚨🇳🇱 Manchester United and Joshua Zirkzee, almost there.Man Utd have now informed Bologna about agreement reached with Zirkzee over personal terms.All done also with JZ’s agent.Man Utd, talking to Bologna about new deal structure… or they can trigger €40m release clause. pic.twitter.com/8TVVIdV6Zd— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 7, 2024 Næst á dagskrá er að ganga frá kaupverðinu en það er hægt að kaupa Zirkzee út úr samningi sínum við ítalska félagið fyrir fjörutíu milljónir evra. United gæti þó reynt að ná þeirri upphæð niður. Þessi 23 ára gamli framherji er í hollenska EM-hópnum og kom inn á sem varamaður í sigrinum á Tyrkjum í átta liða úrslitunum. United er líka sagt hafa áhuga á framherjunum Jonathan David hjá Lille og Ivan Toney hjá Brentford. Á dagskránni í sumar er að kaupa framherja, miðjumann og miðvörð. Man United hefur verið duglegt að kaupa hollenska leikmenn eða leikmenn sem spila í Hollandi síðan að Erik ten Hag varð knattspyrnustjóri. Það virðist ekki vera að breytast. United er nefnilega í sambandi við Bayern München um kaup á hollenska miðverðinum Matthijs de Ligt. De Ligt er í EM-hóp Hollendinga en hefur ekki fengið eina einustu mínútu á mótinu. De Ligt hefur sýnt áhuga á að komast til United.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira