Vill slá vopnin úr höndum popúlista með því að taka á áhyggjum fólks Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júlí 2024 09:12 Blair ráðleggur Starmer að hlaupast ekki undan vandamálunum heldur takast á við þau. epa Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hvetur Keir Starmer, núverandi forsætisráðherra, til að taka útlendingamálin föstum tökum í því skyni að slá vopnin úr höndum popúlista á hægri væng stjórnmálanna. Blair er fyrrverandi formaður Verkamannaflokksins, sem vann stórsigur í nýafstöðnum þingkosningum í Bretlandi, en í viðtali við Guardian sagði hann að á sama tíma og menn leituðu svara og lausna yrðu þeir að vera meðvitaðir um aðferðafræði andstæðinga sinna. „Popúlistinn skáldar ekki áhyggjuefni fólks, hann nýtir sér þau. Og ef þú vilt koma í veg fyrir að stuðningur við þá aukist þá verður þú að taka á áhyggjunum. Þess vegna er hárrétt hjá Keir að segja að við þurfum að hafa stjórn á aðflutningi fólks,“ sagði Blair en ítrekaði að innflytjendur hefðu haft verulega góð áhrif á Bretland. Hann sagði að stjórnvöld þyrftu að taka lög og reglu alvarlega og vera meðvitaðir um það hvernig þeir nálguðust ýmis samfélagsleg málefni sem hægrimenn hefðu nýtt sér til að afla sér fylgis. Rétta leiðin væri að leita á miðjuna. Varðandi Brexit og yfirlýsingar Starmer um að hann sæi ekki fyrir sér að Bretar gengju aftur í Evrópusambandið á næstu áratugum sagði Blair að það eina sem hann vissi fyrir víst væri að Bretar þyrftu að tilheyra „pólitískri fjölskyldu“ í eigin heimsálfu. „Hvaða form það tekur veit ég ekki. En það mikilvægasta fyrir ríki á borð við Bretland að skilja, því við höfum mikið verið að horfa inn á við, er að innan tveggja áratuga verða þrír risar í heiminum; Bandaríkin, Kína og líklega Indland. Og það eina sem önnur ríki munu hafa til að snúa sér að eru svæðisbundin bandalög sem munu færa þér það í sameningu sem þú getur ekki aflað einn.“ Umfjöllun Guardian. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Blair er fyrrverandi formaður Verkamannaflokksins, sem vann stórsigur í nýafstöðnum þingkosningum í Bretlandi, en í viðtali við Guardian sagði hann að á sama tíma og menn leituðu svara og lausna yrðu þeir að vera meðvitaðir um aðferðafræði andstæðinga sinna. „Popúlistinn skáldar ekki áhyggjuefni fólks, hann nýtir sér þau. Og ef þú vilt koma í veg fyrir að stuðningur við þá aukist þá verður þú að taka á áhyggjunum. Þess vegna er hárrétt hjá Keir að segja að við þurfum að hafa stjórn á aðflutningi fólks,“ sagði Blair en ítrekaði að innflytjendur hefðu haft verulega góð áhrif á Bretland. Hann sagði að stjórnvöld þyrftu að taka lög og reglu alvarlega og vera meðvitaðir um það hvernig þeir nálguðust ýmis samfélagsleg málefni sem hægrimenn hefðu nýtt sér til að afla sér fylgis. Rétta leiðin væri að leita á miðjuna. Varðandi Brexit og yfirlýsingar Starmer um að hann sæi ekki fyrir sér að Bretar gengju aftur í Evrópusambandið á næstu áratugum sagði Blair að það eina sem hann vissi fyrir víst væri að Bretar þyrftu að tilheyra „pólitískri fjölskyldu“ í eigin heimsálfu. „Hvaða form það tekur veit ég ekki. En það mikilvægasta fyrir ríki á borð við Bretland að skilja, því við höfum mikið verið að horfa inn á við, er að innan tveggja áratuga verða þrír risar í heiminum; Bandaríkin, Kína og líklega Indland. Og það eina sem önnur ríki munu hafa til að snúa sér að eru svæðisbundin bandalög sem munu færa þér það í sameningu sem þú getur ekki aflað einn.“ Umfjöllun Guardian.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira