Liverpool vill fá fund um stúkuslagsmál Darwin Núnez Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2024 08:30 Darwin Núnez missti algjörlega stjórn á sér og það gæti kostað hann langt bann. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool vilja fá vita alla söguna á bak við það þegar framherji liðsins Darwin Núnez hoppaði upp í stúku og slóst við áhorfendur eftir tap Úrúgvæ í undanúrslitum Suðurameríkukeppninnar. ESPN hefur það eftir heimildarmönnum sínum að Liverpool hafi kallað eftir fundi með bæði Núnez og forráðamönnum úrúgvæska knattspyrnusambandsins. Source: Liverpool seek Núñez talks over fan fightsLiverpool will hold talks with Darwin Núñez and the Uruguayan Football Federation, a source has told ESPN, to better understand what happened after Wednesday's Copa América semifinal.https://t.co/mSFX2o8bhL— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) July 11, 2024 Núnez á von á refsingu frá Knattspyrnusambandi Suður-Ameríku sem hefur tekið málið inn á sitt borð. Eftir þann úrskurð gæti Alþjóða knattspyrnusambandið blandað sér í málið og dæmt hann mögulega einnig í bann með félagsliði sínu. Úrúgvæ tapaði 1-0 á móti Kólumbíu. Eftir leikinn sást Núnez klifra upp í stúkuna þar sem hann slóst síðan við stuðningsmenn kólumbíska liðsins. Myndir og myndbönd náðust af atvikinu og það er ljóst að Núnez er ekki að koma vel út þar. Hann gæti því átt yfir höfði sér langt bann. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Úrúgvæska blaðið El Pais segir frá því að í þessum hluta stúkunnar hafi verið fjölskyldur og vinir landsliðsmanna Úrúgvæ. Hans vörn er því eflaust sú að hann hafi verið að passa upp á fjölskyldumeðlimi sína. Eftir atvikið var Núnez kominn með ungan son sinn í fangið. Liverpool ætlar að finna rétta tímann til að hafa samband við leikmanninn og athuga stöðuna á honum og hans fjölskyldu. Auk þess munu forráðamenn Liverpool sækja sér upplýsingar um hvað gerðist í raun og veru. Núnez ætti að vera á leiðinni í langþráð sumarfrí en Liverpool er á leiðinni í æfinga- og keppnisferð til Bandaríkjanna. Núnez átti að missa af þeirri ferð þar sem að hann þarf sitt sumarfrí eftir að löngu tímabili var að ljúka. Fyrsti leikur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni er 17. ágúst á móti nýliðum Ipswich Town. Enski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sjá meira
ESPN hefur það eftir heimildarmönnum sínum að Liverpool hafi kallað eftir fundi með bæði Núnez og forráðamönnum úrúgvæska knattspyrnusambandsins. Source: Liverpool seek Núñez talks over fan fightsLiverpool will hold talks with Darwin Núñez and the Uruguayan Football Federation, a source has told ESPN, to better understand what happened after Wednesday's Copa América semifinal.https://t.co/mSFX2o8bhL— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) July 11, 2024 Núnez á von á refsingu frá Knattspyrnusambandi Suður-Ameríku sem hefur tekið málið inn á sitt borð. Eftir þann úrskurð gæti Alþjóða knattspyrnusambandið blandað sér í málið og dæmt hann mögulega einnig í bann með félagsliði sínu. Úrúgvæ tapaði 1-0 á móti Kólumbíu. Eftir leikinn sást Núnez klifra upp í stúkuna þar sem hann slóst síðan við stuðningsmenn kólumbíska liðsins. Myndir og myndbönd náðust af atvikinu og það er ljóst að Núnez er ekki að koma vel út þar. Hann gæti því átt yfir höfði sér langt bann. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Úrúgvæska blaðið El Pais segir frá því að í þessum hluta stúkunnar hafi verið fjölskyldur og vinir landsliðsmanna Úrúgvæ. Hans vörn er því eflaust sú að hann hafi verið að passa upp á fjölskyldumeðlimi sína. Eftir atvikið var Núnez kominn með ungan son sinn í fangið. Liverpool ætlar að finna rétta tímann til að hafa samband við leikmanninn og athuga stöðuna á honum og hans fjölskyldu. Auk þess munu forráðamenn Liverpool sækja sér upplýsingar um hvað gerðist í raun og veru. Núnez ætti að vera á leiðinni í langþráð sumarfrí en Liverpool er á leiðinni í æfinga- og keppnisferð til Bandaríkjanna. Núnez átti að missa af þeirri ferð þar sem að hann þarf sitt sumarfrí eftir að löngu tímabili var að ljúka. Fyrsti leikur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni er 17. ágúst á móti nýliðum Ipswich Town.
Enski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sjá meira