Milljarður punda í húfi fyrir leikmenn Englands Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2024 09:01 Englendingar fagna eftir sigur á Hollandi í undanúrslitum. Vísir/Getty England getur unnið sinn fyrsta stóra titil í 58 ár þegar liðið mætir Spánverjum í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í kvöld. Það eru hins vegar einnig miklir peningar í húfi fyrir leikmenn enska liðsins. Úrslitaleikur Englands og Spánar á Evrópumótinu í knattspyrnu er á dagskrá í kvöld þar sem 58 ára bið Englendinga eftir stórum titli gæti lokið. Englendingar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með 2-1 sigri á Hollandi og þá varð ljóst að þjálfarinn Gareth Southgate varð rúmlega 350 milljónum króna ríkari en hann fær tvær milljónir punda í bónus fyrir að hafa komið liðinu í úrslitaleikinn. Sú upphæð tvöfaldast ef England verður síðan Evrópumeistari. Gæti tekið fram úr Beckham Það er hins vegar ekki bara Southgate sem á mikið undir fjárhagslega í kvöld. Fjármálasérfræðingurinn Marcel Knobil segir í viðtali við The Sun að leikmenn enska landsliðsins gætu þénað meira en milljarð punda verði þeir Evrópumeistarar í formi styrktarsamninga og stærri launatékka í framtíðinni. Jude Bellingham toppar listann yfir þá sem munu græða mest á sigri Englands en hinn 21 árs gamli miðjumaður er sagður geta þénað allt að 71 milljarð króna í framtíðinni verði England Evrópumeistari. „Jude er með allt sem þarf til að taka fram úr David Beckham þegar ferli hans líkur,“ en Bellingham þénar um 50 milljónir punda árlega hjá Real Madrid og fær þar að auki tekjur í gegnum ýmsa styrktarsamninga. Myndarleg launahækkun í kortunum Bukayo Saka, Harry Kane, Phil Foden, Cole Palmer og Kobbie Mainoo koma næstir á eftir Bellingham yfir þá sem eru líklegri til að græða mest á Evróputitli enda myndi sigur á EM tryggja leikmönnum Englands stöðu goðsagna í heimalandinu. Fjármálasérfræðingurinn Knobil segir að sigur á EM gæti tryggt leikmönnunum allt að 50.000 pundum, 9 milljónum króna, aukalega í vikulaun hjá félagsliðum sínum. Þó svo að ólíklegt sé að einhver leikmanna enska liðsins hafi fjárhagsáhyggjur þessa dagana er ljóst að þeir geta makað krókinn enn frekar verði þeir Evrópumeistarar. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjá meira
Úrslitaleikur Englands og Spánar á Evrópumótinu í knattspyrnu er á dagskrá í kvöld þar sem 58 ára bið Englendinga eftir stórum titli gæti lokið. Englendingar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með 2-1 sigri á Hollandi og þá varð ljóst að þjálfarinn Gareth Southgate varð rúmlega 350 milljónum króna ríkari en hann fær tvær milljónir punda í bónus fyrir að hafa komið liðinu í úrslitaleikinn. Sú upphæð tvöfaldast ef England verður síðan Evrópumeistari. Gæti tekið fram úr Beckham Það er hins vegar ekki bara Southgate sem á mikið undir fjárhagslega í kvöld. Fjármálasérfræðingurinn Marcel Knobil segir í viðtali við The Sun að leikmenn enska landsliðsins gætu þénað meira en milljarð punda verði þeir Evrópumeistarar í formi styrktarsamninga og stærri launatékka í framtíðinni. Jude Bellingham toppar listann yfir þá sem munu græða mest á sigri Englands en hinn 21 árs gamli miðjumaður er sagður geta þénað allt að 71 milljarð króna í framtíðinni verði England Evrópumeistari. „Jude er með allt sem þarf til að taka fram úr David Beckham þegar ferli hans líkur,“ en Bellingham þénar um 50 milljónir punda árlega hjá Real Madrid og fær þar að auki tekjur í gegnum ýmsa styrktarsamninga. Myndarleg launahækkun í kortunum Bukayo Saka, Harry Kane, Phil Foden, Cole Palmer og Kobbie Mainoo koma næstir á eftir Bellingham yfir þá sem eru líklegri til að græða mest á Evróputitli enda myndi sigur á EM tryggja leikmönnum Englands stöðu goðsagna í heimalandinu. Fjármálasérfræðingurinn Knobil segir að sigur á EM gæti tryggt leikmönnunum allt að 50.000 pundum, 9 milljónum króna, aukalega í vikulaun hjá félagsliðum sínum. Þó svo að ólíklegt sé að einhver leikmanna enska liðsins hafi fjárhagsáhyggjur þessa dagana er ljóst að þeir geta makað krókinn enn frekar verði þeir Evrópumeistarar.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjá meira