Hrikalega spennandi grillkeppni á Kótilettunni Jakob Bjarnar skrifar 15. júlí 2024 16:04 Sigurvegarar í Grillkeppninni, þeirri svölustu á landinu, voru þau Marín Hergis Valdimarsdóttir í flokki áhugamanna og David Clausen Pétursson í flokki fagmanna. Þau eru þarna með sjálfum BBQ-kóngnum Alfreð Fannari Björnssyni sem var formaður dómnefndarinnar. mummi lú Einar Bárðarson, tíðindamaður Vísis, fylgdist grannt með helstu grillkeppni landsins sem fram fór á Kótilettunni, nema hvar, um helgina. Mikið fjör var á grillkeppninni og var hörð keppi um Grillpylsu ársins. Saman komnir voru allir helstu grillsérfræðingar landsins, bæði í fagmanna- og áhugamannaflokki. Og auðvitað á útihátíðinni Kótilettunni sem vex fiskur um hrygg með hverju árinu. „Það ætti ekki að hafa komið neinum á óvart því þar fór fram keppnin um „Grillpylsu ársins“ sem er mjög vinsæl keppnin enda landsmenn sólgnir í grillaðar pylsur,“ segir Einar. Og í ár var ekkert gefið eftir. dómnefndin átti fullt í fangi með að vega og meta hvaða pylsa væri best. Á hátíðinni voru öll stærstu grillmerki landsins með sýningarbása og allir helstu kjötframleiðendur kepptust við að fanga bragðlauka gesta og gangandi. Í keppninni um „Grillmeistarann“ var það Marín Hergils Valdimarsdóttir sem sigraði í flokki áhugamanna en í flokki fagmanna var það sjálfur David Clausen Pétursson sem sigraði. Þetta er annað ári í röð sem David hampar þessum titli. David Clausen sigraði annað árið í röð og skortir ekkert á fagmanneskuna við grillið á þeim bænum.mummi lú Hvort um sig hlaut ostakörfu frá MS, grill og kol frá Weber, gjafapoka frá BBQ Kónginum og gjafabréf frá Sælkerabúðinni. Í keppni framleiðenda um titilinn „Grillpylsa ársins“ var það Ali sem bar sigur úr bítum. Dómnefndin var ekki skipuð neinum veifiskötum: Inga Katrín Guðmundsdóttir betur þekkt sem grilldrottningin, þá BBQ kóngurinn Alfreð Fannar Björnsson sem jafnframt formaður dómnefndar, Ívar Örn Hansen sem við þekkjum sem „Helvítis kokkinn“ á Stöð 2 og Jóhann Sveinsson var fulltrúi Íslenska kokkalandsliðsins í ár. Dómnefndin var vígaleg að venju en þarna eru þau: Inga Katrín Guðmundsdóttir betur þekkt sem grilldrottningin, þá kóngurinn Alfreð Fannar Björnsson, Ívar Örn Hansen sem við þekkjum sem Helvítis kokkinn á Stöð 2 og Jóhann Sveinsson sem var fulltrúi Íslenska kokkalandsliðsins.mummi lú Kynnir var Gústi B og reynir Einar að ljúga því í blaðamann að fáir viti að B-ið standi fyrir BBQ en það er bannað að ljúga í blaðamenn. En það breytir ekki því að Gústi fór á kostum. Kótelettan og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna voru svo með sína árlegu sölu á kótelettum á hátíðinni. Söfnunin var haldin í samstarfi við Kjötbankann, Ali matvörur, kjarnafæði, SS og Stjörnugrís. Steindi og Auddi voru meðal þeirra sem rifu í grillspaðana og létu gott af sér og frá sér leiða. Kótelettan og samstarfsaðilar hennar eru með þessu árlega verkefni sínu einn stærsti stuðningsaðili Styrktarfélagsins á Íslandi. Þar sem er grill, þar eru Auddi Blö og Steindi mættir.Mummi Lú Tónlist Tónleikar á Íslandi Árneshreppur Ölfus Tengdar fréttir Magni kominn í Stuðmenn Kótilettan á Selfossi fór af stað í gærkvöldi, gestir í ægilegu stuði og veðrið truflaði engan. 12. júlí 2024 13:40 Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Mikið fjör var á grillkeppninni og var hörð keppi um Grillpylsu ársins. Saman komnir voru allir helstu grillsérfræðingar landsins, bæði í fagmanna- og áhugamannaflokki. Og auðvitað á útihátíðinni Kótilettunni sem vex fiskur um hrygg með hverju árinu. „Það ætti ekki að hafa komið neinum á óvart því þar fór fram keppnin um „Grillpylsu ársins“ sem er mjög vinsæl keppnin enda landsmenn sólgnir í grillaðar pylsur,“ segir Einar. Og í ár var ekkert gefið eftir. dómnefndin átti fullt í fangi með að vega og meta hvaða pylsa væri best. Á hátíðinni voru öll stærstu grillmerki landsins með sýningarbása og allir helstu kjötframleiðendur kepptust við að fanga bragðlauka gesta og gangandi. Í keppninni um „Grillmeistarann“ var það Marín Hergils Valdimarsdóttir sem sigraði í flokki áhugamanna en í flokki fagmanna var það sjálfur David Clausen Pétursson sem sigraði. Þetta er annað ári í röð sem David hampar þessum titli. David Clausen sigraði annað árið í röð og skortir ekkert á fagmanneskuna við grillið á þeim bænum.mummi lú Hvort um sig hlaut ostakörfu frá MS, grill og kol frá Weber, gjafapoka frá BBQ Kónginum og gjafabréf frá Sælkerabúðinni. Í keppni framleiðenda um titilinn „Grillpylsa ársins“ var það Ali sem bar sigur úr bítum. Dómnefndin var ekki skipuð neinum veifiskötum: Inga Katrín Guðmundsdóttir betur þekkt sem grilldrottningin, þá BBQ kóngurinn Alfreð Fannar Björnsson sem jafnframt formaður dómnefndar, Ívar Örn Hansen sem við þekkjum sem „Helvítis kokkinn“ á Stöð 2 og Jóhann Sveinsson var fulltrúi Íslenska kokkalandsliðsins í ár. Dómnefndin var vígaleg að venju en þarna eru þau: Inga Katrín Guðmundsdóttir betur þekkt sem grilldrottningin, þá kóngurinn Alfreð Fannar Björnsson, Ívar Örn Hansen sem við þekkjum sem Helvítis kokkinn á Stöð 2 og Jóhann Sveinsson sem var fulltrúi Íslenska kokkalandsliðsins.mummi lú Kynnir var Gústi B og reynir Einar að ljúga því í blaðamann að fáir viti að B-ið standi fyrir BBQ en það er bannað að ljúga í blaðamenn. En það breytir ekki því að Gústi fór á kostum. Kótelettan og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna voru svo með sína árlegu sölu á kótelettum á hátíðinni. Söfnunin var haldin í samstarfi við Kjötbankann, Ali matvörur, kjarnafæði, SS og Stjörnugrís. Steindi og Auddi voru meðal þeirra sem rifu í grillspaðana og létu gott af sér og frá sér leiða. Kótelettan og samstarfsaðilar hennar eru með þessu árlega verkefni sínu einn stærsti stuðningsaðili Styrktarfélagsins á Íslandi. Þar sem er grill, þar eru Auddi Blö og Steindi mættir.Mummi Lú
Tónlist Tónleikar á Íslandi Árneshreppur Ölfus Tengdar fréttir Magni kominn í Stuðmenn Kótilettan á Selfossi fór af stað í gærkvöldi, gestir í ægilegu stuði og veðrið truflaði engan. 12. júlí 2024 13:40 Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Magni kominn í Stuðmenn Kótilettan á Selfossi fór af stað í gærkvöldi, gestir í ægilegu stuði og veðrið truflaði engan. 12. júlí 2024 13:40
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“