Neville vill enskan þjálfara fyrir landsliðið Smári Jökull Jónsson skrifar 16. júlí 2024 22:31 Neville vill að heimamaður taki við enska landsliðinu af Gareth Southgate. Vísir/Getty Enska knattspyrnusambandið leitar bæði innan- og utanlands að næsta þjálfara enska landsliðsins í knattspyrnu. Sérfræðingurinn Gary Neville vill að sambandið ráði heimamann. Gareth Southgate sagði starfi sínu lausu sem landsliðsþjálfari enska landsliðsins í morgun. Enskir knattspyrnuspekingar kappkosta nú við að orða hvern þjálfarann á fætur öðrum við starfið og sitt sýnist hverjum. Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins og núverandi sérfræðingur á Skysports, er harður á því að ráða eigi Englending sem landsliðsþjálfara. „Næsti þjálfari þarf að vinna bikar til að gera betur en Gareth Southgate. Við höfum haft allar tegundir þjálfara í gegnum árin. Þennan flotta, alþjóðlegan, bestu ensku þjálfarana og aðila sem hafa komið upp í gegnum yngri landsliðin.“ „Það eru engin vísindi varðandi hvað virkar og það er enginn augljós kandídat. Graham Potter og Eddie Howe verða nefndir og ég held að það verði ráðinn enskur þjálfari,“ segir Neville í samtali við Skysports. „Gefum þeim tækifærið“ Á sínum tíma færði enska sambandið höfuðstöðvar allra landsliða sinna yfir á St. George Park sem var byggt árið 2012. Neville segir að ein af ástæðunum hafi verið að búa til og þróa góða enska þjálfara. Hann vill meina að það væri rangt að ráða erlendan aðila í starfið á þessum tímapunkti. „Þú getur ekki horft framhjá frábærum erlendum þjálfurum eins og Jurgen Klopp og Pep Guardiola. Enskir þjálfarar eiga langan veg fyrir höndum gagnvart öðrum stórum þjóðum og við þurfum að leggja hart að okkur og gefa þeim tækifæri í stærstu og erfiðustu leikjunum. Gefum þeim tækifærið.“ Líta líka út fyrir landsteinana Í frétt Skysports kemur fram að enska knattspyrnusambandið ætli þó ekki að einskorða leit sína að eftirmanni Southgate við heimamenn þó sagt sé að yfirmaður sambandsins, Mark Bullingham, vilji ráða Englending. John McDermott, tæknilegur ráðgjafi hjá sambandinu, er nátengdur Mauricio Pochettino eftir að þeir unnu saman hjá Tottenham og þá eiga Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, og Graham Potter fyrrum stjóri Chelsea og Brighton, sína aðdáendur innan knattspyrnusambandsins. Enska sambandið þyrfti að greiða Newcastle góða upphæð ef Howe yrði ráðinn en hann skrifaði undir nýjan samning við félagið á síðasta ári. Potter ku vera áhugasamur um að taka við landsliðinu og þá er Lee Carsley, þjálfari U21-árs liðs Englands, líka inni í myndinni. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Gareth Southgate sagði starfi sínu lausu sem landsliðsþjálfari enska landsliðsins í morgun. Enskir knattspyrnuspekingar kappkosta nú við að orða hvern þjálfarann á fætur öðrum við starfið og sitt sýnist hverjum. Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins og núverandi sérfræðingur á Skysports, er harður á því að ráða eigi Englending sem landsliðsþjálfara. „Næsti þjálfari þarf að vinna bikar til að gera betur en Gareth Southgate. Við höfum haft allar tegundir þjálfara í gegnum árin. Þennan flotta, alþjóðlegan, bestu ensku þjálfarana og aðila sem hafa komið upp í gegnum yngri landsliðin.“ „Það eru engin vísindi varðandi hvað virkar og það er enginn augljós kandídat. Graham Potter og Eddie Howe verða nefndir og ég held að það verði ráðinn enskur þjálfari,“ segir Neville í samtali við Skysports. „Gefum þeim tækifærið“ Á sínum tíma færði enska sambandið höfuðstöðvar allra landsliða sinna yfir á St. George Park sem var byggt árið 2012. Neville segir að ein af ástæðunum hafi verið að búa til og þróa góða enska þjálfara. Hann vill meina að það væri rangt að ráða erlendan aðila í starfið á þessum tímapunkti. „Þú getur ekki horft framhjá frábærum erlendum þjálfurum eins og Jurgen Klopp og Pep Guardiola. Enskir þjálfarar eiga langan veg fyrir höndum gagnvart öðrum stórum þjóðum og við þurfum að leggja hart að okkur og gefa þeim tækifæri í stærstu og erfiðustu leikjunum. Gefum þeim tækifærið.“ Líta líka út fyrir landsteinana Í frétt Skysports kemur fram að enska knattspyrnusambandið ætli þó ekki að einskorða leit sína að eftirmanni Southgate við heimamenn þó sagt sé að yfirmaður sambandsins, Mark Bullingham, vilji ráða Englending. John McDermott, tæknilegur ráðgjafi hjá sambandinu, er nátengdur Mauricio Pochettino eftir að þeir unnu saman hjá Tottenham og þá eiga Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, og Graham Potter fyrrum stjóri Chelsea og Brighton, sína aðdáendur innan knattspyrnusambandsins. Enska sambandið þyrfti að greiða Newcastle góða upphæð ef Howe yrði ráðinn en hann skrifaði undir nýjan samning við félagið á síðasta ári. Potter ku vera áhugasamur um að taka við landsliðinu og þá er Lee Carsley, þjálfari U21-árs liðs Englands, líka inni í myndinni.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira