Kvótanum breytt en sér ekki fyrir endann á blóðugum mótmælum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. júlí 2024 11:21 Stúdentar, sumir hverjir með skólatöskurnar enn á bakinu, takast á við lögreglumenn. AP/Anik Rahman Hæstiréttur Bangladess hefur úrskurðað ákvörðun um að þriðjungur opinberra starfa sé frátekinn fyrir afkomendur uppgjafarhermanna og annarra afmarkaðra hópa ógilda. Mikil mótmælaalda hefur riðið yfir Bangladess nýverið og talið að minnst hundrað manns hafi látið lífið í blóðugum átökum við lögreglu. Í kjölfar frelsisstríðs Bangladess við Pakistan árið 1971 var komið á kvóta á opinberum störfum. Þriðjungur þeirra var frátekinn fyrir afkomendur uppgjafarhermanna. Þessum kvóta var aflétt árið 2018 en hæstiréttur ákvarðaði á dögunum að þessum kvóta yrði komið á á nýjan leik. Atvinnuleysi ungs fólks er mikið og talið að hátt í átján milljónir manna í landinu séu í atvinnuleit.AP/Rajib Dhar Það vakti mikla reiði meðal námsmanna í landinu enda er atvinnuleysi ungs fólks útbreitt. Óeirðir brutust út í kjölfarið sem drógu marga til bana. Þegar mest lét á fyrirskipaði ríkisstjórnin útgöngubann og lokuðu fyrir internetaðgang. Herinn fékk þau fyrirmæli að skjóta á mótmælendur sem hlýddu ekki fyrirskipunum þeirra. Samkvæmt nýjum úrskurði hæstaréttar þar í landi verður kvótinn afmarkaður við fimm prósent opinberra starfa. Stúdentar og samtök mótmælenda hafa fagnað nýjum úrskurði. Herinn hefur verið kallaður út til allra helstu borga Bangladess.AP/Rajib Dhar Á götum höfuðborgarinnar Dökku er tómlegt um að líta þar sem útgöngubann er í gildi en bangladesskir miðlar greina frá því að óeirðir haldi áfram víðs vegar um landið. Breska ríkisútvarpið hefur eftir talsmanni félags stúdenta að úrskurðinum sé fagnað en að mótmælin haldi áfram þar til ríkisstjórnin verði við kröfum þeirra. Sheikh Hasina forsætisráðherra hefur verið við völd í hátt í fimmtán ár. Hún og ríkisstjórn hennar hafa verið gagnrýnd fyrir að kveða niður andstöðu með valdi. Krafan um afsögn hennar hefur orðið æ háværari með hverjum degi mótmæla. Bangladess Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent „Ekki leika þennan leik“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
Í kjölfar frelsisstríðs Bangladess við Pakistan árið 1971 var komið á kvóta á opinberum störfum. Þriðjungur þeirra var frátekinn fyrir afkomendur uppgjafarhermanna. Þessum kvóta var aflétt árið 2018 en hæstiréttur ákvarðaði á dögunum að þessum kvóta yrði komið á á nýjan leik. Atvinnuleysi ungs fólks er mikið og talið að hátt í átján milljónir manna í landinu séu í atvinnuleit.AP/Rajib Dhar Það vakti mikla reiði meðal námsmanna í landinu enda er atvinnuleysi ungs fólks útbreitt. Óeirðir brutust út í kjölfarið sem drógu marga til bana. Þegar mest lét á fyrirskipaði ríkisstjórnin útgöngubann og lokuðu fyrir internetaðgang. Herinn fékk þau fyrirmæli að skjóta á mótmælendur sem hlýddu ekki fyrirskipunum þeirra. Samkvæmt nýjum úrskurði hæstaréttar þar í landi verður kvótinn afmarkaður við fimm prósent opinberra starfa. Stúdentar og samtök mótmælenda hafa fagnað nýjum úrskurði. Herinn hefur verið kallaður út til allra helstu borga Bangladess.AP/Rajib Dhar Á götum höfuðborgarinnar Dökku er tómlegt um að líta þar sem útgöngubann er í gildi en bangladesskir miðlar greina frá því að óeirðir haldi áfram víðs vegar um landið. Breska ríkisútvarpið hefur eftir talsmanni félags stúdenta að úrskurðinum sé fagnað en að mótmælin haldi áfram þar til ríkisstjórnin verði við kröfum þeirra. Sheikh Hasina forsætisráðherra hefur verið við völd í hátt í fimmtán ár. Hún og ríkisstjórn hennar hafa verið gagnrýnd fyrir að kveða niður andstöðu með valdi. Krafan um afsögn hennar hefur orðið æ háværari með hverjum degi mótmæla.
Bangladess Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent „Ekki leika þennan leik“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira