Státar sig af gengi United liðsins undir hans stjórn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2024 12:30 Erik ten Hag hefur unnið bikar á báðum tímabilum sínum sem knattspyrnustjóri Manchester United þar á meðal enska bikarinn í vor. Getty/Michael Regan Manchester United hefur ekki endað neðar í ensku úrvalsdeildinni síðan vorið 1990 en hollenski knattspyrnustjóri liðsins segir liðið vera á góðum stað. Erik ten Hag hélt starfi sínu sem knattspyrnustjóri Manchester United eftir smá óvissu í vor og hann ætti líka að vera sáttur með framgöngu yfirmanna sinn á leikmannamarkaðnum í sumar. Á meðan hin toppliðin í ensku úrvalsdeildinni hafa lítið gert á markaðnum hefur United þegar keypti tvo öfluga leikmenn og er að auki orðað við fleiri leikmenn. Þegar kemur að Ten Hag sjálfum og mati hans á tíma hans á Old Trafford þá er hann kannski með aðeins aðra sýna á það en margir. View this post on Instagram A post shared by DR Sports (@drsports_media) Ten Hag montaði sig þannig af gengi liðsins undir hans stjórn. Hann telur einnig að félagið sé á mjög góðum stað. „Á síðustu tveimur árum, ef við tökum Guardiola út úr menginu, þá erum við það lið sem hefur unnið flesta titla af öllum liðunum. Við erum því í sterkri stöðu sem lið,“ sagði Erik ten Hag í viðtali við The Times. Erik ten Hag tók við liði United fyrir 2022-23 tímabilið. Á fyrstu leiktíðinni endaði liðið í þriðja sæti, varð enskur deildabikarmeistari og komst í bikarúrslitaleikinn á móti Manchester City. Á annarri leiktíðinni þá endaði United aðeins í áttunda sæti og missti af Meistaradeildinni en vann síðan Manchester City í úrslitaleik enska bikarsins. Versta staða United í ensku úrvalsdeildinni í 34 ár en risastór sigur á Wembley sem bjargaði algjörlega erfiðu tímabili. Ten Hag er ekkert að fara með neinar fleipur þegar kemur að titlatölum síðustu tveggja tímabila. Manchester United hefur því unnið tvo titla á síðustu tveimur tímabillum en Liverpool (1), Arsenal (0) hafa ekki unnið svo marga titla. Manchester City er aftur á móti með fjóra titla þar af komu þrír þeirra á 2022-23 tímabilinu. United hefur alls leikið 114 leiki undir stjórn Hollendingsins, unnið 66 og tapað 31. Sigurhlutfallið er 57,9 prósent. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports) Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
Erik ten Hag hélt starfi sínu sem knattspyrnustjóri Manchester United eftir smá óvissu í vor og hann ætti líka að vera sáttur með framgöngu yfirmanna sinn á leikmannamarkaðnum í sumar. Á meðan hin toppliðin í ensku úrvalsdeildinni hafa lítið gert á markaðnum hefur United þegar keypti tvo öfluga leikmenn og er að auki orðað við fleiri leikmenn. Þegar kemur að Ten Hag sjálfum og mati hans á tíma hans á Old Trafford þá er hann kannski með aðeins aðra sýna á það en margir. View this post on Instagram A post shared by DR Sports (@drsports_media) Ten Hag montaði sig þannig af gengi liðsins undir hans stjórn. Hann telur einnig að félagið sé á mjög góðum stað. „Á síðustu tveimur árum, ef við tökum Guardiola út úr menginu, þá erum við það lið sem hefur unnið flesta titla af öllum liðunum. Við erum því í sterkri stöðu sem lið,“ sagði Erik ten Hag í viðtali við The Times. Erik ten Hag tók við liði United fyrir 2022-23 tímabilið. Á fyrstu leiktíðinni endaði liðið í þriðja sæti, varð enskur deildabikarmeistari og komst í bikarúrslitaleikinn á móti Manchester City. Á annarri leiktíðinni þá endaði United aðeins í áttunda sæti og missti af Meistaradeildinni en vann síðan Manchester City í úrslitaleik enska bikarsins. Versta staða United í ensku úrvalsdeildinni í 34 ár en risastór sigur á Wembley sem bjargaði algjörlega erfiðu tímabili. Ten Hag er ekkert að fara með neinar fleipur þegar kemur að titlatölum síðustu tveggja tímabila. Manchester United hefur því unnið tvo titla á síðustu tveimur tímabillum en Liverpool (1), Arsenal (0) hafa ekki unnið svo marga titla. Manchester City er aftur á móti með fjóra titla þar af komu þrír þeirra á 2022-23 tímabilinu. United hefur alls leikið 114 leiki undir stjórn Hollendingsins, unnið 66 og tapað 31. Sigurhlutfallið er 57,9 prósent. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports)
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira