Státar sig af gengi United liðsins undir hans stjórn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2024 12:30 Erik ten Hag hefur unnið bikar á báðum tímabilum sínum sem knattspyrnustjóri Manchester United þar á meðal enska bikarinn í vor. Getty/Michael Regan Manchester United hefur ekki endað neðar í ensku úrvalsdeildinni síðan vorið 1990 en hollenski knattspyrnustjóri liðsins segir liðið vera á góðum stað. Erik ten Hag hélt starfi sínu sem knattspyrnustjóri Manchester United eftir smá óvissu í vor og hann ætti líka að vera sáttur með framgöngu yfirmanna sinn á leikmannamarkaðnum í sumar. Á meðan hin toppliðin í ensku úrvalsdeildinni hafa lítið gert á markaðnum hefur United þegar keypti tvo öfluga leikmenn og er að auki orðað við fleiri leikmenn. Þegar kemur að Ten Hag sjálfum og mati hans á tíma hans á Old Trafford þá er hann kannski með aðeins aðra sýna á það en margir. View this post on Instagram A post shared by DR Sports (@drsports_media) Ten Hag montaði sig þannig af gengi liðsins undir hans stjórn. Hann telur einnig að félagið sé á mjög góðum stað. „Á síðustu tveimur árum, ef við tökum Guardiola út úr menginu, þá erum við það lið sem hefur unnið flesta titla af öllum liðunum. Við erum því í sterkri stöðu sem lið,“ sagði Erik ten Hag í viðtali við The Times. Erik ten Hag tók við liði United fyrir 2022-23 tímabilið. Á fyrstu leiktíðinni endaði liðið í þriðja sæti, varð enskur deildabikarmeistari og komst í bikarúrslitaleikinn á móti Manchester City. Á annarri leiktíðinni þá endaði United aðeins í áttunda sæti og missti af Meistaradeildinni en vann síðan Manchester City í úrslitaleik enska bikarsins. Versta staða United í ensku úrvalsdeildinni í 34 ár en risastór sigur á Wembley sem bjargaði algjörlega erfiðu tímabili. Ten Hag er ekkert að fara með neinar fleipur þegar kemur að titlatölum síðustu tveggja tímabila. Manchester United hefur því unnið tvo titla á síðustu tveimur tímabillum en Liverpool (1), Arsenal (0) hafa ekki unnið svo marga titla. Manchester City er aftur á móti með fjóra titla þar af komu þrír þeirra á 2022-23 tímabilinu. United hefur alls leikið 114 leiki undir stjórn Hollendingsins, unnið 66 og tapað 31. Sigurhlutfallið er 57,9 prósent. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports) Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira
Erik ten Hag hélt starfi sínu sem knattspyrnustjóri Manchester United eftir smá óvissu í vor og hann ætti líka að vera sáttur með framgöngu yfirmanna sinn á leikmannamarkaðnum í sumar. Á meðan hin toppliðin í ensku úrvalsdeildinni hafa lítið gert á markaðnum hefur United þegar keypti tvo öfluga leikmenn og er að auki orðað við fleiri leikmenn. Þegar kemur að Ten Hag sjálfum og mati hans á tíma hans á Old Trafford þá er hann kannski með aðeins aðra sýna á það en margir. View this post on Instagram A post shared by DR Sports (@drsports_media) Ten Hag montaði sig þannig af gengi liðsins undir hans stjórn. Hann telur einnig að félagið sé á mjög góðum stað. „Á síðustu tveimur árum, ef við tökum Guardiola út úr menginu, þá erum við það lið sem hefur unnið flesta titla af öllum liðunum. Við erum því í sterkri stöðu sem lið,“ sagði Erik ten Hag í viðtali við The Times. Erik ten Hag tók við liði United fyrir 2022-23 tímabilið. Á fyrstu leiktíðinni endaði liðið í þriðja sæti, varð enskur deildabikarmeistari og komst í bikarúrslitaleikinn á móti Manchester City. Á annarri leiktíðinni þá endaði United aðeins í áttunda sæti og missti af Meistaradeildinni en vann síðan Manchester City í úrslitaleik enska bikarsins. Versta staða United í ensku úrvalsdeildinni í 34 ár en risastór sigur á Wembley sem bjargaði algjörlega erfiðu tímabili. Ten Hag er ekkert að fara með neinar fleipur þegar kemur að titlatölum síðustu tveggja tímabila. Manchester United hefur því unnið tvo titla á síðustu tveimur tímabillum en Liverpool (1), Arsenal (0) hafa ekki unnið svo marga titla. Manchester City er aftur á móti með fjóra titla þar af komu þrír þeirra á 2022-23 tímabilinu. United hefur alls leikið 114 leiki undir stjórn Hollendingsins, unnið 66 og tapað 31. Sigurhlutfallið er 57,9 prósent. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports)
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira